Fara í efni

Everything about Iceland - Upplýsingaskjár fyrir ferðamenn

Málsnúmer 1905012

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 1. fundur - 28.05.2019

Framlagt erindi frá Everything about Iceland um samstarf við Stykkishólmsbær, en félagið hefur það að markmiði að setja ferðamannabæklinga í rafrænt form með nýrri og betri lausn sem auðveldar erlendum ferðamönnum að finna afþreyingu við sitt hæfi. Everything About Iceland gerir þetta með því að notast við snertiskjái sem settir eru upp á ferðamannastöðum víðsvegar um landið í þeim tilgangi að ná til ferðamanna. Ferðamenn geta því tekið allar upplýsingar úr snertiskjáum Everything About Iceland með sér í símann með vefappi Everything About Iceland.

Bæjarráð samþykkti að taka þátt í verkefninu með þeim fyrirvara að jákvæðar umsagnir komi frá atvinnumálanefnd.
Atvinnu og nýsköpunarnefnd telur verkefnið áhugavert en óvíst er hvort og í hversu miklum mæli ferðaþjónustuaðilar í Stykkishólmi hafi áhuga á að kaupa auglýsiningar af þessu tagi. Nefndin leggur því áherslu á að kannað verði hvort fyrirtæki á svæðinu og víðar á landinu hyggist nýta sér þessa þjónustu.

Erindinu var jafnframt vísað til Eflingu Stykkishólms til umsagnar og því gerir nefndin ráð fyrir því að upplýsingar frá atvinnurekendum komi fram í umsögn Eflingar Stykkishólms.

Safna- og menningarmálanefnd - 107. fundur - 17.09.2019

Framlagt erindi frá Everything about Iceland um samstarf við Stykkishólmsbæ, en félagið hefur það að markmiði að setja ferðamannabæklinga í rafrænt form með nýrri og betri lausn sem auðveldar erlendum ferðamönnum að finna afþreyingu við sitt hæfi. Everything About Iceland gerir þetta með því að notast við snertiskjái sem settir eru upp á ferðamannastöðum víðsvegar um landið í þeim tilgangi að ná til ferðamanna. Ferðamenn geta því tekið allar upplýsingar úr snertiskjáum Everything About Iceland með sér í símann með vefappi Everything About Iceland.

Bæjarráð samþykkti á 600. fundi ráðsins að taka þátt í verkefninu með þeim fyrirvara að jákvæðar umsagnir berist m.a. frá safna- og menningarmálanefnd.
Safna- og menningarmálanefnd gerir ekki athugasemdir við snertiskjáir verði settir upp í söfnum bæjarins, en telur að snertiskjár með gagnagrunni Svæðisgarðsins nýtist betur en sá sem gerð er tillaga um hér.
Getum við bætt efni síðunnar?