Fara í efni

Upplýsingamiðstöð í Eldfjallasafni

Málsnúmer 1905058

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 1. fundur - 28.05.2019

Hugmynd eru uppi um að í Eldfjallasafninu verði sett upp upplýsingaskilti og þar verði formleg upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn í sumar. Óskar bæjarstjóri eftir áliti atvinnu- og nýsköpunarnefndar í þessu sambandi.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd gerir ekki athugasemdir fyrir sitt leyti að komið verði á fót upplýsingamiðstöð í Elfjallasafni í sumar enda sé ekki um að ræða viðbótarkostnað fyrir Stykkishólmsbæ.

Safna- og menningarmálanefnd - 107. fundur - 17.09.2019

Á Eldfjallasafninu var til tilraunar upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn seinnihluta sumars. Hjördís Pálsdóttir, forstöðumaður safna í Stykkishólmi, kemur til fundar við nefndinna og gerir grein fyrir verkefninu. Þá gerir formaður grein fyrir hugmyndum um að notast í ríkari mæli við tæknilausnir til að styðja við upplýsingagjöf til gesta upplýsingamiðstöðvar, ef verkefninu verður haldið áfram, en sá möguleiki er t.d. fyrir hendi að setja upp upplýsingaskjá (snertiskjá) með gagnagrunni frá Svæðisgarðinum.
Hjördís Pálsdóttir, forstöðumaður Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla, Vatna- og Eldfjallasafns, gerir grein fyrir því hvernig verkefnið hafi tekist í sumar.

Safna- og menningarmálanefnd gerir ekki athugasemd við að á safninu sé jafnframt upplýsingamiðstöð til tilraunar áfram. Þá telur nefndin að upplýsingaskjár með gagnagrunni frá Svæðisgarðinum væri heppileg viðbót og myndi styðja við starfsemi upplýsingamiðstöðvar á safninu.
Getum við bætt efni síðunnar?