Fara í efni

Matsskýrsla safnaráðs - Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla

Málsnúmer 1905059

Vakta málsnúmer

Safna- og menningarmálanefnd - 107. fundur - 17.09.2019

Lögð fram matsskýrsla safnaráðs vegna úttektar á Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla.
Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla fékk tilkynningu um eftirlit með viðurkenndum söfnum árið 2018, vegna 2. hluta eftirlits með viðurkenndum söfnum, eftirlit með húsakosti safns, aðbúnaði safnkosts, varðveislu gripa og öryggismálum og skilaði safnið eyðublaði safna til safnaráðs á því ári. Fyrir safnaráð starfar eftirlitsnefnd safnaráðs og lagði nefndin mat á svör safnsins og skilaði matsskýrslu sem ráðið hefur móttekið og yfirfarið.

Eyðublaðið sem safnið skilaði tók á húsakosti safnsins, aðbúnaði safnkosts, varðveislu gripa og öryggismálum. Er eyðublaðið og þessi matsskýrsla hluti af eftirliti safnaráðs með viðurkenndum söfnum og með því fær safnaráð og safnið sjálft einhvers konar yfirlit yfir stöðu safnsins og auk þess að vera skjal sem safnaráð notar til eftirlitsins, hefur eyðublaðið vonandi nýst safninu sem verkfæri til að styðja við faglegt innra starf.

Hjördís Pálsdóttir, forstöðumanns Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla, Vatna- og Eldfjallasafns, gerði grein fyrir matskýrslunni og úttekt safnaráðs á húsnæði safnins og varðveisluhúsnæði fyrir safngripi.

Safna- og menningarmálanefnd telur mikilvægt að forgangsraða fyrirliggjandi verkefndum sem fram koma í matsskýrslunni og kostnaðarmeta þau verkefni (úrbótaáætlun). Forstöðumaður safnsins mun leggja úrbótaáætlun fyrir nefndina þegar hún liggur fyrir.
Getum við bætt efni síðunnar?