Fara í efni

Lóðarumsóknir - Nesvegur 12

Málsnúmer 2005040

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 8. fundur - 16.02.2023

Lagðar fram umsóknir Örnu Daggar Hjaltalín, Kristjáns Sveinssonar og Kontiki ehf. um lóðina að Nesvegi 12 í Stykkishólmi. Um er að ræða Iðnaðar- og athafnalóð, skipulagssvæðið er hluti af hafnarsvæðinu við Skipavík vestan við Nesveginn.
Umsóknum vísað til næsta bæjarstjórnarfundar.

Bæjarstjórn - 10. fundur - 23.02.2023

Lagðar fram umsóknir Örnu Daggar Hjaltalín, Kristjáns Sveinssonar og Kontiki ehf. um lóðina að Nesvegi 12 í Stykkishólmi. Um er að ræða Iðnaðar- og athafnalóð, skipulagssvæðið er hluti af hafnarsvæðinu við Skipavík vestan við Nesveginn.

Bæjarráð vísaði umsóknum til bæjarstjórnar þar sem dregið skal um hver fær lóðinni úthlutað, sbr. gr. 1.1. reglna um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði.
Dregið var um úthlutun lóðar á milli eftitalina: Arna Dögg Hjaltalín, Kristján Sveinsson og Kontiki ehf.

Út var dregin Kristján Sveinsson

Bæjarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni Nesvegi 12 til Kristjáns Sveinssonar
Getum við bætt efni síðunnar?