Fara í efni

Ægisgata 5 - framkvæmdir á lóð

Málsnúmer 2009009

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 5. fundur - 03.09.2020

Áskell Áskelsson sækir um leyfi til að hækka að hluta lóðina að Ægisgötu 5 (austanmegin / sjávarmegin), þar sem hún var áður stölluð niður. Hækkun lóðarinnar er til samræmis við aðliggjandi lóð að Ægisgötu 7 og verður lóðin ekki hærri en núverandi lóð er næst húsi að Ægisgötu 5. Flái á fyllingu verður þökulagður.
Á milli lóðarinnar Ægisgötu 5 norðanvert og Ægisgötu 3 er mjó ræma ca. 1 m að breidd, í eigu Stykkishólmsbæjar.
Skv. e-lið greinar 2.3.5 í byggingarreglugerð nr. 112/2020 er ekki heimilt að breyta hæð lóðar á lóðarmörkum án samþykkis leyfisveitanda og samþykkis lóðarhafa aðliggjandi lóðar.

Erindið samþykkt með fyrirvara um að lögð verði fram hjá byggingarfulltrúa, yfirlýsing lóðarhafa Ægisgötu 7 um samþykki vegna fyrirhugaðra framkvæmda á lóðarmörkum.
Getum við bætt efni síðunnar?