Fara í efni

Staðsetning starfa á vegum ríkisins

Málsnúmer 2012012

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 6. fundur - 09.02.2021

Lögð fram skýrsla Byggðastofnunar um staðsetningu starfa á vegum ríkisins miðað við áramót 2019/2020 ásamt ályktun 394. fundar bæjarstjórnar um skýrsluna, en í skýrslunni eru upplýsingar um staðsetningu og fjölda frá áramótum 2013/2014. Með störfum á vegum ríkisins er átt við stöðugildi greidd af Fjársýslunni, stöðugildi hjá opinberum hlutafélögum og stofnunum og stöðugildi hjá stofnunum sem hafa meirihluta rekstrartekna sinna af fjárlögum. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fram koma í skýrslunni hefur stöðugildum starfa á vegum ríkisins fækkað í Stykkishólmi frá árinu 2013 um nær 20%, frá 101 stöðugildi árið 2013 í 83 stöðugildi árið 2019.
Lagt fram til kynningar. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur undir bókun bæjarstjórnar.
Getum við bætt efni síðunnar?