Fara í efni

Skýrsla verkefnastjórnar um greiningu á rekstrarkostnaði hjúkrunarheimila

Málsnúmer 2105005

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 399. fundur - 12.05.2021

Fyrir 627. fund bæjarráðs var lögð fram skýrsla verkefnastjórnar um greiningu á rekstrarkostnaði hjúkrunarheimila, en greiningin byggist einkum á svörum rekstraraðila um reksturinn, kostnaðar- og tekjuliði, þjónustuna sem veitt er, notendur þjónustunnar, auk ýmissa fleiri breyta sem áhrif hafa á reksturinn. Í skýrslunni kemur fram að sveitarfélög lögðu á árunum 2017 til 2019 fram kr. 3.500 milljónir króna til reksturs hjúkrunarheimila þrátt fyrir að reksturinn sé ekki á ábyrgð þeirra heldur ríkisins, ásamt bókun stjórnar SSV vegna skýrslu verkefnastjórnar.

Fyrir bæjarráðs var jafnframt lögð fram samantekt á framlagi Stykkishólmsbæjar til reksturs hjúkrunarheimilisins við Skólastíg 14 (Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi), en samkvæmt samantektinni hefur Stykkishólmsbær frá árinu 2014 til ársins 2020 greitt um 140 millj. með rekstri heimilisins (viðbótarframlag með rekstri heimilisins).

Bæjarráð tók undir bókun stjórnar SSV og vísaði málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn tekur undir bókun stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og leggur áherslu á að fyrir liggi sem fyrst hver muni sjá um rekstur hjúkrunarheimilisins þegar það tekur til starfa í nýju húsnæði.
Getum við bætt efni síðunnar?