Fara í efni

Ósk um aukið stöðuhlutfall við Grunnskólann í Stykkishólmi

Málsnúmer 2201022

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 636. fundur - 21.02.2022

Lögð fram beiðni skólastjóra Grunnskólans í Stykkishólmi um aukið stöðuhlutfall stuðningsfulltrúa við skólann.
Bæjarráð samþykkir leiti frekari upplýsinga og sendi þær á bæjarfulltrúa fyrir næsta bæjarstjórnarfund.

Bæjarstjórn - 408. fundur - 24.02.2022

Lögð fram beiðni skólastjóra Grunnskólans í Stykkishólmi um aukið stöðuhlutfall stuðningsfulltrúa við skólann.

Bæjarráð samþykkti, á 636. fundi sínum, að leitað yrði frekari upplýsinga varðandi erindið og að upplýsingar yrðu sendar á bæjarfulltrúa fyrir næsta bæjarstjórnarfund.
Bæjarstjórn samþykkir beiðni skólastjóra Grunnskólans í Stykkishólmi um aukið stöðuhlutfall við Grunnskólann í Stykkishólmi í samræmi við erindið út þetta skólaár.

Skóla- og fræðslunefnd - 192. fundur - 05.04.2022

Bæjarstjórn samþykkti á 408. fundi sínum beiðni skólastjóra Grunnskólans í Stykkishólmi um aukið stöðuhlutfall stuðningsfulltrúa við skólann í samræmi við erindi skólastjóra út þetta skólaár.
Skólastjóri gerir grein fyrir málinu með skýrslu sinni
Getum við bætt efni síðunnar?