Fara í efni

Úthlutun byggðakvóta 2021-2022

Málsnúmer 2202017

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 636. fundur - 21.02.2022

Lagt fram erindi frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu er varðar skiptingu á almennum byggðakvóta vegna fiskveiðiársins 2021/2022. Einnig er lögð fram auglýsing um staðfestingu reglna sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2020/2021, leiðbeiningar vegna tillagna sveitarstjórna um sérreglur vegna byggðakvóta ásamt tillögu Stykkishólmsbæjar að sérstökum skilyrðum fyrir úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2021/2022.
Bæjarráð samþykktir framlögð tillögu/ályktun/skilyrði fyrir úthlutun aflamarks í tengslum við byggðakvóta vegna úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið tímabilið 2021-2022.

Bæjarstjórn - 408. fundur - 24.02.2022

Lagt fram erindi frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu er varðar skiptingu á almennum byggðakvóta vegna fiskveiðiársins 2021/2022. Einnig er lögð fram auglýsing um staðfestingu reglna sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2020/2021, leiðbeiningar vegna tillagna sveitarstjórna um sérreglur vegna byggðakvóta ásamt tillögu Stykkishólmsbæjar að sérstökum skilyrðum fyrir úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2021/2022.

Bæjarráð samþykkti, á 636. fundi sínum, framlagða tillögu/ályktun/skilyrði fyrir úthlutun aflamarks í tengslum við byggðakvóta vegna úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið tímabilið 2021-2022.

Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
Getum við bætt efni síðunnar?