Fara í efni

Norræn skýrsla um áhættu- og verndandi þætti fyrir andlega vanlíðan meðal ungmenna

Málsnúmer 2203031

Vakta málsnúmer

Æskulýðs- og íþróttanefnd - 83. fundur - 13.04.2022

Andleg vanlíðan hefur aukist meðal ungmenna á Íslandi og öðrum Norðurlöndunum. Lögð er fram ný norræn skýrsla sem veitir innsýn í áhættuþætti sem fram hafa komið í norrænum rannsóknum, svo sem einmanaleika, mikla notkun stafrænna miðla og félagslegar aðstæður. Verndandi þættir eru m.a. hreyfing og jákvæð tengsl í skóla.
Æskulýðs- og tómstundafulltrúi gerir grein fyrir norrænni skýrslu um áhættu- og verndandi þætti fyrir andlega vanlíðan meðal ungmenna. Umræður á milli nefndarmanna. Ákvörðun tekin að fá Berglindi Axelsdóttur skólastjóra til þess að senda skýrsluna á foreldra grunnskólabarna til að vekja athygli á þessu ásamt því að benda fólki á hvar hægt er að leita sér aðstoðar.

Ítreka mikilvægi gæslu í klefum í íþróttahúsi þar sem samskiptavandi og einelti fer fram. Hugmynd frá æskulýðs- og íþróttanefnd að stofna samskiptateymi þvert á grunnskólann og íþróttastarfið þar sem þjálfarar og starfsmenn íþróttahúss geta komið skilaboðum áleiðis á samskiptateymi og hægt er að vinna úr ýmsum málum sem hafa áhrif á líðan barna.

Áskorun á bæjarstjórn að þrýsta á aukna sérfræðiþjónustu og aukið aðgengi að sálfræðingum sem geta unnið í þessum málum.
Getum við bætt efni síðunnar?