Fara í efni

Viljayfirlýsing um samstarf við Eyrbyggjufélagið

Málsnúmer 2210021

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 5. fundur - 27.10.2022

Lögð fram drög að viljayfirlýsingu um samstarf sameinaðssveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar og Eyrbyggjufélagsins um þróun og uppbyggingu Eyrbyggjuseturs á Skildi í Helgafellssveit.
Bæjarstjórn samþykkir viljayfirlýsingu um samstarf sameinaðssveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar og Eyrbyggjufélagsins um þróun og uppbyggingu Eyrbyggjuseturs á Skildi í Helgafellssveit, með þeim fyrirvörum sem endurspeglast í viljayfirlýsingunni.

Safna- og menningarmálanefnd - 1. fundur - 14.11.2022

Anna Melsteð víkur af fundi.
Lögð fram til kynningar viljayfirlýsing um samstarf sameinaðssveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar og Eyrbyggjasögufélagsins um þróun og uppbyggingu Eyrbyggjuseturs á Skildi í Helgafellssveit.
Safna- og menningarmálanefnd óskar eftir að fulltrúar Eyrbyggjasögufélagsins komi til fundar við nefndina og kynni verkefnið.
Anna Melsteð kemur aftur inn á fund.

Safna- og menningarmálanefnd - 2. fundur - 31.05.2023

Fulltrúar Eyrbyggjasögufélagsins koma til fundar við nefndina og kynna verkefni félagsins.
Anna Melsteð gerir grein fyrir verkefninu fyrir hönd Eyrbyggjasögufélagsins.
Getum við bætt efni síðunnar?