Fara í efni

Samningur um rekstur umdæmisráðs

Málsnúmer 2212017

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 8. fundur - 29.12.2022

Lögð fram uppfærð drög að samningi vegna umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni sem mun taka til starfa 1. janúar 2023.
Bæjarstjórn samþykkir samning vegna umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra jafnframt að yfirfara og eftir atvikum að leggja fram tillögu breytingum á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins vegna hins nýja umdæmisráðs og leggja fyrir bæjarráð og bæjarstjórn á nýju ári.
Getum við bætt efni síðunnar?