Fara í efni

Málefni kynsegin samfélags

Málsnúmer 2301016

Vakta málsnúmer

Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 2. fundur - 24.01.2023

Formaður nefndarinnar gerir grein fyrir stöðu kynsegin samfélags í sveitarfélaginu.
Nefndin óskar eftir að fá Magnús Inga Bæringsson, tómstundafulltrúa, á næsta fund til að kynna hver staðan er í þessum málum í sveitarfélaginu. Nefndin leggur til að í kjölfarið verði fræðsla fyrir íbúa Stykkishólms og Helgafellssveitar t.d. frá Samtökunum 78.

Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 3. fundur - 04.12.2023

Umræður um stöðu kynsegin samfélagsins í sveitarfélaginu.
Velferðar- og jafnréttismálenfnd fór sameiginlega yfir samninga milli Samtakanna 78 við önnur sveitarfélög, útfærslur ræddar og mikilvægi hinsegin fræðslu í sveitarfélaginu. Nefndir bendir á í því sambandi að mikilvægt sé að starfsfólk sveitarfélagsins mæti á slíka fræðslu. Nefndin leggur áherslu á að fræðsla fyrir börnin gæti verið mótuð eftir skólastigum (yngsta stig, miðstig og efsta stig). Velferðar- og jafnréttismálanefnd vísar umfjöllun um þessi málefni til frekari vinnslu í nefndinni.
Getum við bætt efni síðunnar?