Fara í efni

Lágholt 10 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi

Málsnúmer 2401028

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 32. fundur - 29.01.2024

Kristjón Daðason sækir um leyfi til að breyta bílskúr við Lágholt 10 í herbergi ásamt því að fjarlægja bílskúrshurð og setja glugga í staðinn og stækka hurð á bakhlið.
samkvæmt grein 2.3.4 í byggingarreglugerð skal leita samþykkis hlutaðeigandi skipulagsnefndar áður en byggingarheimild/leyfi er veitt enda liggi ekki fyrir samþykkt deiliskipulag sem heimilar breytinguna. Ekki þarf að leita slíks samþykkis sé breytingin óveruleg.

Til að breyting á mannvirki geti ekki talist óveruleg má hún ekki skerða hagsmuni nágranna, t.d. hvað varðar útsýni, skuggavarp eða innsýn, ekki breyta eða hafa áhrif á götumynd.

Byggingarfulltrúi telur að breytingin sé óveruleg og samþykkir áformin.
Getum við bætt efni síðunnar?