Fara í efni

Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Nestún 9A - Flokkur 2,

Málsnúmer 2401032

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 32. fundur - 29.01.2024

Sigurbjartur Loftsson sækir um fyrir hönd eiganda að Nestúni 9a um leyfi fyrir gönguhurð frá bílskúr samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum frá W7 dagsettum 20.01.2024.
samkvæmt grein 2.3.4 í byggingarreglugerð skal leita samþykkis hlutaðeigandi skipulagsnefndar áður en byggingarheimild/leyfi er veitt enda liggi ekki fyrir samþykkt deiliskipulag sem heimilar breytinguna. Ekki þarf að leita slíks samþykkis sé breytingin óveruleg.

Til að breyting á mannvirki geti ekki talist óveruleg má hún ekki skerða hagsmuni nágranna, t.d. hvað varðar útsýni, skuggavarp eða innsýn, ekki breyta eða hafa áhrif á götumynd.

Þar sem Nestún 9a er innsta húsið botnlanga ásamt því að sú hlið sem sótt er um að koma útidyrahurð fyrir snýr í átt að Nesvegi og mön liggur meðfram Nesvegi að lóðarmörkum Nestúns 9a er það mat byggingarfulltrúa að um óverulega breytingu sé að ræða.

Byggingarfulltrúi samþykkir því umsóknina.
Getum við bætt efni síðunnar?