Fara í efni

Bæjarráð - 19

Málsnúmer 2402003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 22. fundur - 29.02.2024

Lögð fram fundargerð 19. fundar bæjarráðs.
Lagt fram til kynningar.

Til máls tók RMR, JBSJ.

Bókun Í listans
Bæjarfulltrúar Íbúalistans harma þá stjórnsýslu sem þetta mál hefur fengið hjá bæjarfulltrúum og nefndarmönnum H-listans auk bæjarstjóra. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir bæjarfulltrúa Íbúalistans þess efnis að málið yrði unnið samkvæmt skipulagslögum, aðalskipulagi og öðrum samþykktum sveitarfélagsins var því ætíð hafnað af meirihlutanum. Til að kóróna þessi óvönduðu vinnubrögð meirihlutans þá munu skattgreiðendur bera kostnað af frágangi svæðisins.

Erla Friðriksdóttir
Heiðrún Höskuldsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson
Getum við bætt efni síðunnar?