Fara í efni

Lántaka

Málsnúmer 2502020

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 30. fundur - 20.02.2025

Lögð fram gögn vegna fyrirhugaðrar lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 150.000.000,- á árinu 2025 í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2025.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirhugaðrar lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 150.000.000,- á árinu 2025 með þeim lánaskilmálum sem býðst á þeim tíma sem lántaka fer fram. Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir sveitarfélagsins, þ.m.t í gatnagerð, viðhaldi og endurbótum fasteigna og fráveitu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Jakobi Björgvini S. Jakobssyni kt. 060982-5549, bæjarstjóra, eitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt með tveimur atkvæðum fulltrúa H-lista gegn einu atkvæði fulltrúa Í-lista.

Bæjarstjórn - 33. fundur - 27.02.2025

Lögð fram gögn vegna fyrirhugaðrar lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 150.000.000,- á árinu 2025 í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2025.



Á 30. fundi sínum lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirhugaðrar lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 150.000.000,- á árinu 2025 með þeim lánaskilmálum sem býðst á þeim tíma sem lántaka fer fram.

Þá var lagt til að bæjarstjórn samþykki að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir sveitarfélagsins, þ.m.t í gatnagerð, viðhaldi og endurbótum fasteigna og fráveitu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt að Jakobi Björgvini S. Jakobssyni kt. 060982-5549, bæjarstjóra, verði veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Bæjarstjórn Stykkishólms samþykkir hér með á 33. fundi bæjarstjórnar að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 150.000.000,- á árinu 2025 með þeim lánaskilmálum sem býðst á þeim tíma sem lántaka fer fram.

Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir sveitarfélagsins, þ.m.t í gatnagerð, viðhaldi og endurbótum fasteigna og fráveitu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Jakob Björgvin Sigríðarsyni Jakobssyni, kt. 060982-5549, bæjarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga, sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu vegna lántöku sveitarfélagsins með fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa H-lista, en bæjarfulltrúar Í-lista greiða atkvæði á móti.


Bókun bæjarfulltrúa Í-lista:
Lántaka ársins samkvæmt áætlun er 250 milljónir. Fyrir fundinum liggur fyrsta lántaka ársins upp á 150 milljónir. Íbúalistinn hefur varað við of miklum lántökum sem undanfarið, sem og í áætlun 2025, eru umfram afborganir eldri lána. Enn er besta fjárfesting sveitarfélagsins að greiða niður skuldir, fara hóflega í fjárfestingar og forgangsraða framkvæmdaverkum.

Ljóst er miðað við þróun mála á síðustu dögum, þ.e. kaup á 480 fermetrum af færanlegum húseiningum sem lágu ekki fyrir í framkvæmdaáætlun sem og undirskrift kjarasamninga við kennara að fara þarf aftur yfir fjárhagsáætlun fyrir 2025.
Undirrituð munu greiða atkvæði á móti afgreiðslu málsins.

Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnar Már Ragnarsson
Heiðrún Höskuldsdóttir

Til máls tóku: HG og HH.
Getum við bætt efni síðunnar?