Fara í efni

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla (símar og snjalltæki)

Málsnúmer 2510009

Vakta málsnúmer

Skóla- og fræðslunefnd - 22. fundur - 14.10.2025

Lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008. Í drögum að frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um grunnskóla varðandi sértækari heimildir ráðherra til að kveða á um í reglugerð um notkun síma og snjalltækja í skóla- og frístundastarfi.



Málið er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.
Lagt fram til kynningar.

Þar sem símabann er nú þegar í gildi í skólanum er ekki gert ráð fyrir að fyrirhugaðar lagabreytingar hafi áhrif á starfsemina.
Getum við bætt efni síðunnar?