Fara í efni

Breyting á deiliskipulagi vegna Skúlagötu 23

10.11.2023
Fréttir Skipulagsmál

Breyting á deiliskipulagi vegna Skúlagötu 23
Óveruleg breyting á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Borg tók gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda 10. nóvember 2023.

Bæjarráð, í fjarveru bæjarstjórnar vegna sumarleyfa, samþykkti á 12. fundi sínum, þann 20. júní 2023, að grenndarkynna tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag og felst í færslu á byggingarreit fyrir bílskúr við Skúlagötu 23. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi frá 2007 er bílskúrsreiturinn staðsettur norðan megin við íbúðarhúsið en færist nú suður fyrir húsið.

Grenndarkynning fór fram 29. ágúst 2023 til 26. september 2023 í samræmi við 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust.

Vakin er athygli á málskotsrétti skv. 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála nr. 130/2011, en þar er kveðið svo á að þeir sem lögvarða hagsmuna eiga að gæta er heimilt að kæra stjórnvaldsákvarðanir. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingardegi í B-deild Stjórnartíðinda, þ.e. 10. nóvember til 10. desember 2023.

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér breytingu á deiliskipulagi vegna Skúlagötu 23

Breyting á DSK

Stykkishólmi, 10. nóvember 2023

Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi

Getum við bætt efni síðunnar?