Fréttir
Lys op for stop
Þá vekur skammdegið jafnan athygli á þeim ljósastaurum sem sinna ekki tilgangi sínum sem skildi en sveitarfélagið hefur fengið nokkrar ábendingar um ljóslausa staura hér og þar í bænum. Sveitarfélagið tók við umsjón ljósastaura af Rarik árið 2019 og var fljótlega byrjað að skipta út gömlum lömpum og LED lampar settir í staðinn. Þetta bætir lýsingu og sparar rekstrakostnað á götulýsingu í Stykkishólmi umtalsvert. Búið er að LED-væða víða í bænum en það verkefni er enn í gangi. Eins og sjá má á myndinni hér til hliðar er nú unnið að því að lagfæra þá staura sem er ljóslausir.
07.11.2025