Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Hilmar rafvirki lýsir upp skammdegið
Fréttir

Lys op for stop

Þá vekur skammdegið jafnan athygli á þeim ljósastaurum sem sinna ekki tilgangi sínum sem skildi en sveitarfélagið hefur fengið nokkrar ábendingar um ljóslausa staura hér og þar í bænum. Sveitarfélagið tók við umsjón ljósastaura af Rarik árið 2019 og var fljótlega byrjað að skipta út gömlum lömpum og LED lampar settir í staðinn. Þetta bætir lýsingu og sparar rekstrakostnað á götulýsingu í Stykkishólmi umtalsvert. Búið er að LED-væða víða í bænum en það verkefni er enn í gangi. Eins og sjá má á myndinni hér til hliðar er nú unnið að því að lagfæra þá staura sem er ljóslausir.
07.11.2025
Hrekkjavaka í Hólminum
Fréttir

Hrekkjavaka í Hólminum

Í ljósi þess að veðurspá fyrir föstudag er afar slæm hefur foreldrafélag grunnskólans ákveðið að flýta göngunni í ár og hvetur fjölskyldur og vini til að ganga í hús á eigin forsendum milli kl. 17:30 og 19:30 fimmtudaginn 30. október, þar sem börn safna sér sælgæti. Eins og áður verður gengið út frá þeirri reglu að banka megi uppá þar sem hús hafa verið merkt eða skreytt við eða á hurðina með skýrum hætti í tilefni Hrekkjavökunnar.
29.10.2025
41. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms
Fréttir Stjórnsýsla

41. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms

41. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram fimmtudaginn 30. október 2025 kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
28.10.2025
Eyberg og Guðlaug voru heiðruð á opnunarhátíð Norðurljósa 2025
Fréttir Lífið í bænum

Eyberg og Guðlaug heiðruð á opnunarhátíð Norðurljósa

Menningarhátíðin Norðurljósin er haldin í áttunda sinn í Stykkishólmi nú um helgina. Opnun hátíðarinnar fór fram í Stykkishólmskirkju í gær, fimmtudag, og var það Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, forseti bæjarstjórnar setti hátíðina og flutti ávarp.
24.10.2025
Svanborg og Gréta voru heiðraðar á opnunarhátíðinni 2024
Fréttir Lífið í bænum

Opnunarhátíð Norðurljósa fer fram í kvöld

Menningarhátíðin Norðurljósin verður haldin í áttunda sinn í Stykkishólmi dagana 22.-26. október. Opnunarhátíð fer fram í kvöld, fimmtudagskvöld, en þar mun Stjörnu Sævar fræða viðstadda um almyrkann 2026 sem margir bíða af mikilli eftirvæntingu. Boðið verður upp á glæsileg tónlistaratriði og venju samkvæmt fer fram heiðrun fyrir framlag til lista- og menningarmála í Stykkishólmi.
23.10.2025
Kvennaverkfall í Stykkishólmi
Fréttir

Kvennaverkfall í Stykkishólmi

Boðað er til kvennaverkfalls föstudaginn 24. október nk. Sem fyrr tekur Sveitarfélagið Stykkishólmur undir þau meginmarkmið kvennaverkfalls að hefðbundin kvennastörf, jafnt launuð sem ólaunuð, skuli meta að verðleikum. Það er jafnframt ekkert launungarmál að starfsemi sveitarfélagsins skerðist verulega án vinnuframlags kvenna. Sveitarfélagið mun ekki draga af launum starfsfólks sem tekur þátt í kvennaverkfallinu í samráði við sinn stjórnanda.
23.10.2025
Opið hús vegna skipulagsauglýsinga
Fréttir

Opið hús vegna skipulagsauglýsinga

Opið hús verður þriðjudaginn 21. október í Ráðhúsinu í Stykkishólmi frá kl. 17:00 – 18:00. Þar verður hægt að kynna sér skipulagstillögur fyrir Hamraenda og Kallhamar og skipulagstillögur vegna Agustsonreitar.
20.10.2025
Félagsmiðstöðin Xið
Fréttir Lífið í bænum

Félagsmiðstöðva- og ungmennahúsavika

Félagsmiðstöðin X-ið tekur þátt í félagsmiðstöðva- og ungmennahúsavikunni með því að bjóða foreldrum, systkinum og íbúum að kíkja við í opnanir. Vikan hefur það að markmiði að varpa ljósi á mikilvægi og virði þessa vettvangs fyrir börn og ungmenni. Foreldrar, forráðamenn, systkini, vinir og aðrir aðstandendur eru hvött til að kynna sér starfsemina.
14.10.2025
Helstu fréttir komnar út
Fréttir

Helstu fréttir komnar út

Helstu fréttir eru komnar út. Tilgangur blaðsins er að bæta aðgengi íbúa að tilkynningum og fréttum frá sveitarfélaginu. Í því samhengi er sérstaklega horft til eldra fólks sem notast ekki við tölvur og liggur blaðið því frammi á Höfðaborg og Systraskjóli.
13.10.2025
Veðurmælingar í 180 ár
Fréttir

Veðurmælingar í 180 ár

Í nóvember 2025 verða 180 ár liðin frá því að Árni Thorlacius hóf samfelldar veðurfarsmælingar í Stykkishólmi sem hafa staðið óslitið síðan. Í tilefni þessa afmælis verður efnt til málþings sem verður haldið í Vatnasafninu í Stykkishólmi 11. október næstkomandi. Hera Guðlaugsdóttir á veg og vanda að viðburðinum en verkefnið er meðal annars styrkt af Safnaráði, Uppbyggingarsjóði Vesturlands og Sveitarfélaginu Stykkishólmi. Malþingið ber tiltilinn Andvarinn í himinsfari og er dagskráin eftirfarandi:
10.10.2025
Getum við bætt efni síðunnar?