Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Opið fyrir styrkumsóknir bæjarstjórnar
Fréttir

Opið fyrir styrkumsóknir bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Stykkishólms auglýsir eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og fyrirtækjum í samræmi við reglur um styrkveitingar. Markmiðið með styrkjum bæjarstjórnar Stykkishólms er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, menningarlífs, lífsgæðum og fjölbreyti-legu mannlífi og öflugu íþrótta- og æskulýðsstarfi. Umsóknarfrestur er til og með 18. febrúar 2026
28.01.2026
Nefndin er að gera gott mót á Instagram
Fréttir Lífið í bænum

Þorrablót verður haldið 7. febrúar 2026

Þorrablót verður haldið í Íþróttamiðstöð Stykkishólms þann 7. febrúar næstkomandi. Formenn nefndarinnar í ár eru þau Páll Vignir Þorbergsson og Steinunn I. Magnúsdóttir. Nefndin æfir stíft þessa dagana og er óhætt að gera ráð fyrir miklum dýrðum þegar stóra stundin rennur upp, enda af nægu efni að taka. Miðasala fer fram í Íþróttamiðstöð Stykkishólms sunnudaginn 1. febrúar, kl. 14:00-16:00 og mánudaginn 2. febrúar, kl. 17:00-19:00. Miðaverð er 15.000 kr. Enginn posi verður á staðnum en hægt er að greiða með millifærslu.
28.01.2026
44. fundur bæjarstjórnar
Fréttir Stjórnsýsla

44. fundur bæjarstjórnar

43. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram fimmtudaginn 29. janúar 2026 kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
27.01.2026
Tilsjónaraðilar óskast
Fréttir Laus störf

Tilsjónaraðilar óskast

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir eftir starfsfólki í tilsjón á heimilum á Snæfellsnesi. Tilsjónaraðili leiðbeinir og styður foreldra við að sinna forsjár- og uppeldisskyldu sinni. Stuðningurinn fer fram á heimili fjölskyldunnar þar sem foreldri fær persónulegan stuðning og leiðbeiningar í uppeldi og umönnun barna sinna.
23.01.2026
Unnsteinn Logi Eggertsson, nýráðinn launafulltrúi, ásamt barnabarni sínu.
Fréttir

Unnsteinn Logi Eggertsson ráðinn í stöðu launafulltrúa

Unnsteinn Logi Eggertsson hefur verið ráðinn í stöðu launafulltrúa hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi. Staðan var auglýst í desember síðastliðinn. Alls sóttu sex manns um stöðuna. Unnsteinn Logi lauk háskólaprófi frá Tækniskólanum sem iðnrekstrarfræðingur í desember 1997. Lengst af hefur Unnsteinn sinnt rekstri í ferðaþjónustu með gistingu, golfvallar- og veitingarekstri og býr að reynslu sem nýtist vel í nýju starfi. Í dag sinnir Unnsteinn stöðu framkvæmdastjóra hjá GF (Golfklúbburinn Flúðir) og fer með yfirumsjón með daglegum rekstri klúbbsins, sinnir launamálum, gerð ráðningasamninga ofl.
22.01.2026
Fjölbrautaskóli Snæfellinga, Grundarfirði
Fréttir

Perlað af krafti í FSN

Krabbameinsfélag Snæfellsness og Kraftur standa fyrir perlustund í Fjölbrautaskóla Snæfellinga miðvikudaginn 28. janúar 2026 kl. 17:00 - 19:00. Tilefnið er 40 ára afmæli Berglindar Rósu Jósepsdóttur (28.01.1986 - 30.12.2019) sem kvaddi langt fyrir aldur fram. Ein helsta fjáröflunarleið Krafts er sala perluarmbanda með áletruninni „Lífið er núna“. Armböndin eru eingöngu framleidd af sjálfboðaliðum sem leggja félaginu lið með því að bjóða fram krafta sína. Perlustund er tilvalið tækifæri til að eiga skemmtilega stund með fjölskyldu og vinum og um leið leggja góðu málefni lið.
21.01.2026
Gísli Sveinn Gretarsson, kennari við Grunnskólann í Stykkishólmi.
Fréttir

Lyfta í Grunnskólanum

Í lok síðasta árs stóðu umfangsmiklar og langþráðar framkvæmdir yfir í Grunnskólanum í Stykkishólmi þegar lyftu var komið fyrir í húsinu. Framkvæmdir gengu vel og hefur lyftan nú verið tekin út af úttektaraðila og fengið grænt ljós til notkunar.Smávægilegur frágangur er eftir í kringum lyftuna og verður gengið frá því á næstu vikum. Lengi hefur staðið til að koma lyftu í gagnið í skólanum en lyftugatið hefur staðið tómt frá því skólinn var byggður. Lyftan er mikil búbót við skólann og stór liður í því að bæta aðgengi fyrir alla í stofnunum sveitarfélagsins. Á myndinni sem fylgir þessari frétt má sjá Gísla Svein Gretarsson, kennara við grunnskólann. "Lyftan kemur sér sérstaklega vel fyrir okkur kennara sem hingað til höfum þurft að rogast með þungar bækur upp og niður stigann" - segir Gísli kíminn.
20.01.2026
Jakob Björgvin, bæjarstjóri.
Fréttir Frá bæjarstjóra

Nýárspistill bæjarstjóra – Samfélag í vexti

Við áramót er gamall og góður siður að horfa um öxl og líta yfir farinn veg. Slík tímamót gefa okkur tækifæri til að þakka fyrir það sem áunnist hefur á liðnu ári, draga lærdóm af þeim áskorunum sem við höfum staðið frammi fyrir og ekki síst tilefni til að horfa björtum augum til framtíðar enda er full ástæða til. Árið 2025 var viðburðarríkt í sveitarfélaginu, hvort sem litið er til menningar, tómstunda og/eða lista, atvinnumála eða framkvæmda og annarrar uppbyggingar í samfélaginu. Af hálfu sveitarfélagsins var megináhersla ársins að mæta vexti samfélagsins með nauðsynlegri innviðauppbyggingu, sér í lagi í ljósi stöðugrar íbúafjölgunar síðastliðinna tíu ára, og leggja þannig um leið traustan grunn að áframhaldandi framþróun sveitarfélagsins.
19.01.2026
Staða félagsráðgjafa laus til umsóknar
Fréttir Laus störf

Staða félagsráðgjafa laus til umsóknar

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga óskar eftir að ráða félagsráðgjafa eða einstakling með sambærilega menntun sem nýtist í starfi Um er að ræða 100% stöðugildi, æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af störfum í barnavernd. Um er að ræða þverfaglega vinnu þvert á Snæfellsnes.
19.01.2026
Úthlutað úr lista- og menningarsjóð
Fréttir

Úthlutað úr lista- og menningarsjóð

Stjórn Lista og menningarsjóðs kom saman til fundar föstudaginn 7. janúar í Ráðhúsinu í Stykkishólmi. Til fundarins mættu Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, Haukur Garðarsson og Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir. Verkefni stjórnar var að að fara yfir og meta þær fimm styrkumsóknir sem borist höfðu fyrir fundinn. Farið var yfir umsóknir og tillögur að úthlutun lagðar fram og áður en komist var að niðurstöðu.
19.01.2026
Getum við bætt efni síðunnar?