Fréttir
Grunnskólinn stækkar og meira til
Eins og kunnugt er festi sveitarfélagið nýverið kaup á færanlegum húseiningum. Húseiningarnar voru seldar á uppboði frá Reykjavíkurborg og stóðu áður við Dalskóla. Einingarnar eru um 480 fermetrar að stærð, en þar af er 178 fermetra einingahús úr timbri sem nýtt verður sem tvær kennslustofur, sérkennslurými og opið rými til kennslu. Þar að auki er salerni í húsinu. Búið er að undirbúa fyrir komu húsanna en flutningur hófst á mánudagskvöldið 14. apríl. Hluti húsanna er nú þegar kominn í Hólminn en beðið er betra veðurs til að flytja rest.
16.04.2025