Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Fjallkonan 2018
Fréttir Lífið í bænum

Hátíðarhöld á 17. júní í Stykkishólmi

Þjóðhátíðardagur íslendinga, 17. júní, verður haldinn hátíðlegur í Stykkishólmi venju samkvæmt. Hátíðardagskráin fer fram í Hólmgarðinum og hefst kl. 13:30 eða þegar skrúðgangan kemur arkandi frá Tónlistarskóla Stykkishólms þaðan sem hún leggur af stað kl. 13:00.
11.06.2024
DSK breyting fyrir Víkurhverfi tekur gildi.
Fréttir Skipulagsmál

Breyting á deiliskipulagi fyrir Víkurhverfi

Þann 30. nóvember 2023, samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms tillögu að breyt­ingu á deiliskipulaginu „Víkurhverfi“ í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þó án skipulagslýsingar og kynningar vinnslutillögu sbr. 3. og 4. mgr. 40. gr. laganna. Tillagan var auglýst 13. desember 2023 með athugasemdafresti til 26. janúar 2024. Þann 29. febrúar 2024 staðfesti bæjarstjórn svör skipulagsnefndar við athugasemdum sem bárust í samræmi við 3. mgr. 41. gr. laganna. Skipulagsstofnun gerði ekki efnislegar athugasemdir við tillöguna og hefur þeim sem gerðu athugasemdir verið send svör sveitarfélagsins ásamt upplýsingum um málskotsrétt.
14.06.2024
Svæðisgarðurinn Snæfellsnes boðar til funda
Fréttir

Svæðisgarðurinn Snæfellsnes boðar til funda

Svæðisgarðurinn Snæfellsnes boðar til funda í íbúa- og gestastofu Snæfellsness á Breiðabliki laugardaginn 15. júní kl. 15:00 og föstudaginn 28. júní kl. 20:00. Um er að ræða opna fundi þar sem verkefni Svæðisgarðsins verða kynnt og þau til umræðu. Öll velkomin.
13.06.2024
Margt að sjá í Maðkavík
Fréttir

Sumarnámskeið ganga vel

Sumarnámskeið fyrir börn fædd 2012 - 2017 hófust í byrjun viku og ganga vel að sögn umsjónaaðila. Skráning fyrir næstu viku þarf að berast í síðasta lagi á föstudag, 14. júní.
12.06.2024
Garðsláttur fyrir eldra fólk og öryrkja sumarið 2024
Fréttir Þjónusta

Garðsláttur fyrir eldra fólk og öryrkja sumarið 2024

Eins og fyrri ár mun sveitarfélagið bjóða eldra fólki og öryrkjum, með lögheimili í sveitarfélaginu, upp á slátt í heimagörðum. Þessi þjónusta er eingöngu í boði fyrir eldra fólk og öryrkja sem ekki geta sinnt garðslætti né fengið ættingja til þess
10.06.2024
Vinnuskólinn í Stykkishólmi
Fréttir

Vinnuskólinn tekur til starfa

Sumarið er gengið í garð og grasið grænkar. Ungmenni í vinnuskólanum hefja störf fimmtudaginn 6. júní og hefjast þá handa við að fegra bæinn og halda snyrtilegum yfir sumarmánuðina.
05.06.2024
Mynd frá Vestfjarðavíkingnum í Stykkishólmi 2020.
Fréttir

Fjallkonan kraftakeppni

Kraftakeppnin Fjallkonan fer fram í fyrsta skipti dagana 8. og 9. júní næstkomandi. Um er að ræða kraftakeppni kvenna sem fram fer í Stykkishólmi og á Akranesi. Keppt verður í Stykkishólmi laugardaginn 8. júní og hefjast leikar kl. 12:30 neðan við Fosshótel Stykkishólm. Seinni keppnisgrein fer fram við húsnæði BB og sona á Reitarvegi kl. 14:30. Sunnudaginn 9. júní verður keppt við Guðlaugu á Akranesi kl. 12:30.
05.06.2024
Undirbúningur er hafinn í Íþróttamiðstöðinni.
Fréttir Lífið í bænum

Sátan hefst á fimmtudag

Sátan er þriggja daga þungarokkshátíð sem haldin er í íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi dagana 6.-8. júní. Hátíðin leggur áherslu á að bjóða upp á fjölbreytt úrval af fremstu þungarokkshljómsveitum Íslands. Tónleikar hefjast í íþróttamiðstöðinni kl. 15:50 dagana þrjá og standa fram yfir miðnætti. Óhætt er því að gera ráð fyrir blómlegu mannlífi í Stykkishólmi þessa helgi.
05.06.2024
Vinnslutillaga deiliskipulags fyrir Vigraholt
Fréttir Skipulagsmál

Vinnslutillaga deiliskipulags fyrir Vigraholt

Þann 24. apríl sl samþykkti bæjarstjórn Stykkishólms að auglýsa vinnslutillögu deiliskipulags á Saurum 9 (Vigraholti), sem er spilda úr landi Saura í Helgafellssveit, í samræmi við 4. mgr. 40. gr. laganna.
05.06.2024
Skipulagslýsing fyrir Hóla 5A
Fréttir Skipulagsmál

Skipulagslýsing fyrir Hóla 5A

Þann 24. apríl sl samþykkti bæjarstjórn Stykkishólms að auglýsa sameiginlega skipulagslýsingu fyrir Hóla 5a vegna breytingar á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með vísun í 1. mgr. 30 gr. laganna og nýtt deiliskipulag í samræmi við 40. gr. laganna. Hólar 5a er 3,2 ha spilda úr landi Hóla sem í dag er skilgreind sem landbúnaðarland. Fyrirhuguð skipulagsgerð felst í breytingu á landnotkun Hóla 5a úr landbúnaði í frístundabyggð með heimild fyrir þrjú frístundahús og eitt íbúðarhús.
05.06.2024
Getum við bætt efni síðunnar?