Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Auglýsing um álagningu fasteignagjalda hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi 2023
Fréttir

Auglýsing um álagningu fasteignagjalda hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi 2023

Álagningarseðlar fasteignagjalda fyrir árið 2023 verða ekki sendir út á pappír, heldur munu þeir verða aðgengilegir rafrænt í gegnum www.island.is Ef óskað er eftir því að fá álagningaseðil sendan, vinsamlega hafið samband við Þór Örn bæjarritara í 433-8100 eða netfangið thor@stykkisholmur.is
27.01.2023
Sveitarfélagið Stykkishólmur
Fréttir

Nýtt nafn sveitarfélagsins samþykkt

Fimmtudaginn 26. janúar samþykkti bæjarstjórn sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar nýtt nafn sveitarfélagsins. Haldin var hugmyndasamkeppni sl. sumar þar sem öllum var gefin kostur á að senda inn sína hugmynd að nafni á sveitarfélagið, alls bárust 73 tillögur. Bæjarstjórn samþykkti að senda átta álitlegar tillögur til umsagnar Örnefnanefndar. Af þeim nöfnum sem Örnefnanefnd fékk til umsagnar taldi nefndin nöfnin Þórsnesþing, Stykkishólmsbær og Sveitarfélagið Stykkishólmur falla best að nafngiftahefð í landinu. Á níunda fundi bæjarstjórnar, 26. janúar, var nafnið Sveitarfélagið Stykkishólmur samþykkt.
27.01.2023
Hólmarar og Helgfellingar eru hvattir til að mæta á þorrablót
Fréttir

Opnunartími íþróttamiðstöðvar og sundlaugar fyrir þorrablót

Vegna þorrafagnaðar sem haldinn verður í íþróttamiðstöðinni 4. febrúar nk., lokar íþróttamiðstöðin og sundlaugin í Stykkishólmi fyrr en vant er eftirtalda daga. Fimmtudaginn 2. febrúar lokar kl. 19:00, föstudaginn 3. febrúar lokar kl. 19:00, laugardaginn 4. febrúar lokar kl. 14:00
27.01.2023
9. fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar
Fréttir

9. fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar

Níundi fundur bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fer fram fimmtudaginn 26. janúar kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal.
24.01.2023
Lífshlaupið hefst 1. febrúar
Fréttir

Lífshlaupið hefst 1. febrúar

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar þurfi að hreyfa sig minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir þurfi að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.
24.01.2023
Þorrablót 2023
Fréttir

Þorrablót 2023

Þorrablótsnefndin, í samstarfi við Fosshótel, Snæfell og Stykkishólmsbæ mun halda þorrablótið í íþróttahúsinu í Stykkishólmi þann 4. febrúar nk. Húsið opnar á slagin 17:00 og byrjar blótið kl. 18:00.
23.01.2023
Bóndadagur í leikskólanum 2023
Fréttir

Þorrablót í leikskólanum

Hefð er fyrir því að halda upp á bóndadaginn í leikskólanum með þorrablóti. Í leikskólanum starfar fólk með ýmsa hæfileika og kunnáttu. Á bóndadaginn komu þær Anna og Karín Rut með ýmislegt skemmtilegt til að sýna krökkunum á Ási og Nesi í tilefni dagsins.
23.01.2023
Námskeiðið verður haldið í Setrinu.
Fréttir

Námskeið í tæknilæsi fyrir 60+

Námskeiðin, sem kostuð eru af félags- og vinnumálaráðuneytinu eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Þetta er liður í átaki ráðuneytisins um eflingu tæknilæsis hjá fólki sextíu ára og eldra um allt land.
23.01.2023
Hluti af hópnum í Heilsueflingu 60+ með nýju brúsana.
Fréttir

Vaxandi áhugi á heilsueflingu 60+

Þátttakendum í Heilueflingu 60+ var færður merktur vatnsbrúsi að gjöf í liðinni viku. Auk þess að gleðja þátttakendur var ætlunin að gera hópinn sýnilegri og hvetja þannig fleiri til að slást í hópinn, en það er hægt að gera með því að setja sig í samband við Magnús, 864-8862/magnus@stykkisholmur.is, eða mæta á næstu æfingu og skrá sig þar.
23.01.2023
Keppt verður í ringó á landsmóti 50+ í Stykkishólmi í sumar.
Fréttir Lífið í bænum

Undirbúningur fyrir landsmót 50+

Í vikunni fékk hópur í Heilsueflingu 60+ kynningu á ringó sem verður keppnisgrein á Landsmóti UMFÍ 50+ í Hólminum, dagana 23.-25. júní 2023. Ringó svipar nokkuð til blaks en í stað bolta eru notaðir tveir gúmmíhringir, sem liðin kasta yfir net og reyna að koma í gólf hjá andstæðingnum
20.01.2023
Getum við bætt efni síðunnar?