Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Íbúafundur um fjárhagsáætlun og aðalskipulag
Fréttir

Íbúafundur um fjárhagsáætlun og aðalskipulag

Boðað er til íbúafundar mánudaginn 8. desember um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir tímabilið 2026-2029 og vinnu við nýtt aðalskipulag sveitarfélagsins. Fundurinn fer fram á Höfðaborg, Skólastíg 14, og hefst kl. 17:00 þann 8. desember. Á fundinum gerir bæjarstjóri grein fyrir markmiðum fjárhagsáætlunar og helstu áherslum hennar. Þá kynna fulltrúar Alta einnig vinnu við nýtt aðalskiplag, það fyrsta fyrir sameinað sveitarfélag. Í aðalskipulaginu er mörkuð stefna fyrir framþróun sveitarfélagsins. Íbúar eru hvattir til að mæta á fundinn og kynna sér fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og skipulagsmál.
04.12.2025
Holóttur malarvegurinn um Skógarströnd
Fréttir

Skógarstrandarvegur loksins forgangsverkefni í samgönguáætlun

Alþingi hefur nú til meðferðar tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2026–2040 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun 2026–2030, en innviðaráðherra kynnti í dag áform ríkisstjórnarinnar á kynningarfundi sem bar yfirskriftina „Ræsum vélarnar“. Þar var lögð áhersla á að efla viðhald vega, hefja stórframkvæmdir og hraða uppbyggingu innviða um land allt. Í fyrirliggjandi samgönguáætlun er Snæfellsnesvegur 54 um Skógarströnd loks settur í forgang hvað nýframkvæmdir varðar og gert ráð fyrir umfangsmiklum framkvæmdum á veginum á næstu árum. Þá er verið að leggja grunn að lagfæringum og uppbyggingu á Stykkishólmsvegi inn í Stykkishólm, en það er tekið úr öðrum potti (ekki nýframkvæmdum).
03.12.2025
Heitavatnslaust á milli 16 og 18 í dag
Fréttir

Heitavatnslaust á milli 16 og 18 í dag

Vegna vinnu við dreifikerfi hjá Rarik verður heitavatnslaust í Stykkishólmi og nágrenni á milli kl. 16:00 og 18:00 í dag, þriðjudaginn 2. desember.
02.12.2025
Stykkishólmur
Fréttir

Bæjarstjórn krefst aðgerða af hálfu innviðaráðherra vegna skelbóta

Á 42. fundi bæjarstjórnar Stykkishólms 27. nóvember 2025 voru lögð fram gögn vegna skel- og rækjubóta og stöðu þeirra mála sem tengjast tillögum sem settar eru fram í skýrslunni Auðlindin okkar - Sjálfbær sjávarútvegur og eru til meðferðar hjá matvælaráðuneytinu. Einnig voru lagðar fram ályktanir 23. fundar bæjarráðs frá 20. júní 2024 og 26. fundar bæjarstjórnar frá 27. júní 2024 þar sem minnt var á að bæjarstjórn Stykkishólms hafur ávallt lagt þunga áherslu á mikilvægi skelbóta fyrir atvinnulífið í Stykkishólmi og þar með samfélagið í heild. Í því sambandi var vísað til fyrri ályktana bæjarstjórnar.
27.11.2025
Aðventudagatal 2025
Fréttir Lífið í bænum

Aðventudagatal 2025

Aðventan er viðburðarríkur tími í Stykkishólmi og færist sífellt í aukanna að landsmenn sæki Hólminn heim til að upplifa töfrandi jólastemmninguna með heimamönnun. Líkt og undanfarin ár er hafa helstu viðburðir aðventunar í Stykkishólmi verið teknir saman í aðventudagskrá sem má finna hér að neðan. Athygli er vakin á því að dagskráin nær ekki utan um lengda opnunartíma verslana eða tilboð og er fólk því hvatt til að vera á tánum og fylgjast vel með auglýsingum frá þjónustuaðilum á svæðinu. Á www.visitstykkisholmur.is undir hvað er í gangi má nálgast frekari upplýsingar um jólaopnanir, jólahlaðborð, tilboð þjónustuaðila og fleira. Einnig er vakin athygli á að fyrirhugað er að halda þrettándabrennu líkt og gert hefur verið undanfarin ár þó það komi ekki fram á dagatalinu.
27.11.2025
Sorphirða dregs til morguns
Fréttir

Sorphirða dregs til morguns

Ekki næst að klára sorphirðu í öllum götum í dag en samkvæmt sorphiðudagatali eru plast- og pappatunnur losaðar 26. og 27. nóvember. Það sem ekki klárast í dag verður hirt í fyrramálið. Þá er jafnframt minnt á að gott er fyrir íbúa að vera meðvitaðir um sorphirðudaga fyrir hátíðarnar en skv. sorphirðudagatal fyrir árið 2025 verða lífærna- og blandaðatunnan næst losuð 10. og 11. desmber og plast- og pappatunnur 22. og 23. desember.
27.11.2025
42. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms
Fréttir Stjórnsýsla

42. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms

42. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram fimmtudaginn 27. nóvember 2025 kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
25.11.2025
Hundahreinsun í Stykkishólmi
Fréttir

Hundahreinsun í Stykkishólmi

Undanfarin ár hefur hundahreinsun farið fram með nýju sniði í Stykkishólmi. Fyrirkomulagið hefur mælst vel fyrir og verður hreinsunin því með sama sniði í ár. Í stað þess að boða alla hunda í hreinsun sama dag býður Dýralæknamiðstöð Vesturlands eigendum skráðra hunda að bóka stuttan tíma. Auk hundahreinsunar er boðið upp á snögga heilsufarsskoðun og hundaeigendum gefst tækifæri til að spyrja spurninga og fá ráðgjöf varðandi sína hunda ef þörf er á.
24.11.2025
Jólaljósin tenduð í Hólmgarði
Fréttir

Jólaljósin tenduð í Hólmgarði

Mánudaginn 24. nóvember verða ljósin á jólatrénu í Hólmgarði tendruð við hátíðlega athöfn. Viðburðurinn hefst kl. 18:00 og verður með hefðbundnu sniði. Kvenfélagið selur heitt súkkulaði og smákökur, nemendur 1. bekkjar tendra ljósin og hver veit nema nokkrir rauðklæddir láti sjá sig. Nemendur í þriðja bekk grunnskólans fóru nú á dögunum í Sauraskóg og völdu jólatréð í ár í samvinnu við Björn Ásgeir, formann skógræktarfélagsins
19.11.2025
Óskað eftir ábendingum og tillögum við gerð fjárhagsáætlunnar
Fréttir

Óskað eftir ábendingum og tillögum við gerð fjárhagsáætlunnar

Nú er tækifæri til að koma á framfæri ábendingum varðandi ný verkefni, nýjar fjárfestingar eða áhersluverkefni í starfsemi sveitarfélagsins, t.d. varðandi leikvelli, opin svæði, göngustíga, bæjarhátíðir, skipulagsmál, söfn, menningarviðburði, húsnæði og eignir sveitarfélagsins eða annað sem íbúar hafa skoðanir á. Vinna við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins stendur nú yfir og er íbúum gefin kostur á að skila inn ábendingum og tillögum vegna þessa og hafa með því móti tækifæri til að hafa áhrif á aðgerðir bæjarstjórnar.
19.11.2025
Getum við bætt efni síðunnar?