Fara í efni

Íþróttamannvirki

Í íþróttahúsinu er 25x45 m salur sem rúmar handboltavöll í löglegri stærð, körfuboltavöll, þrjá æfingavelli fyrir körfubolta, þrjá blakvelli og sex badmintonvelli. Áhorfendastúkan tekur 300 manns í sæti.

Knattspyrnuvöllurinn er 104x67m grasvöllur. Umhverfis hann eru hlaupabrautir og á svæðinu önnur hefðbundin aðstaða til frjálsíþrótta. Einnig var byggður upp sparkvöllur við íþróttamiðstöðina sumarið 2005 í samstarfi við KSÍ. Völlurinn er upphitaður og flóðlýstur og bætir aðstöðu fótboltafólks á öllum aldri til að iðka sína íþrótt allan ársins hring.

Í íþróttahúsinu er einnig til húsa líkamsræktarstöðin Átak sem var stofnuð árið 2004 og á Reitarvegi 12 er CrossFit stöðin Reiturinn sem opnaði í lok 2018.

Arnar Hreiðarsson
Forstöðumaður íþróttamannvirkja
Getum við bætt efni síðunnar?