Fara í efni

Stykkishólmskirkja

Stykkishólmskirkja var vígð 6. maí 1990, hún stendur hátt og sést víða að. Kirkjan er steinsteypt með forkirkju og turni og tekur 300 manns í sæti. Kirkjan er eitt af kennileitum Stykkishólms og önnur tveggja kirkja í Stykkishólmi í eigu Stykkishólmssafnaðar. Gamla kirkjan í Stykkishólmi stendur við Aðalgötu 5 og var reist árið 1878 og þjónaði bæjarbúum í rúm 100 ár.

Stykkishólmskirkja er teiknuð af Jóni Haraldssyni arkitekt. Altaristaflan er eftir listakonuna Kristínu Gunnlaugsdóttur, en hún sýnir Maríu með Jesúbarnið og kom í kirkjuna 1999. Kirkjan þykir hafa mjög góðan hljómburð og er tónlistarlíf líflegt í kirkjunni. Orgel kirkjunnar er sérsmíðað hjá Orgelbau Klais í Þýskalandi og var vígt 22. janúar 2012. Orgelið er með 22 raddir og 1220 pípur.

 

Gamla kirkjan er ekki opin, en hægt er að hafa samband við Norska Húsið (sími 433-8114) til að fá að skoða hana.

Undir Stykkishólmsprestakall tilheyra Stykkishólmssókn, Helgafellssókn, Breiðabólstaðarsókn, Bjarnarhafnarsókn og Narfeyrarsókn. Stykkishólmsprestakall er í Vesturlandsprófastsdæmi. Prófastur er Þorbjörn Hlynur Árnason.

Sóknarprestur: Sr. Gunnar Eiríkur Hauksson
Sími: 438 1560 og 865 9945
Netfang: gunnareir@simnet.is

Organisti: László Petö
Sími: 438 1660 og 618 1296
Netfang: peto@simnet.is

Kirkjuvörður: Áslaug I. Kristjánsdóttir
Sími: 848 9769
Netfang: kirkja@stykkisholmskirkja.is

Auk Þjóðkirkjunnar er kaþólsk kirkja og Hvítasunnukirkja í Stykkishólmi.
Í þeirri kaþólsku starfa nunnur úr Maríureglunni sem sinna safnaðarlífi kaþólskra á svæðinu.

Sókn hl. Frans frá Assisi
Austurgata 7
340 Stykkishólmur
Sími: 841 1571

Hvítasunnukirkjan Stykkishólmi
Skúlagata 6
340 Stykkishólmur
netfang: filadelfiasth@simnet.is

Getum við bætt efni síðunnar?