Fara í efni

Minnisvarðar og listaverk

Listaverkið “Klakkur” eftir Helga Gíslason myndhöggvara stendur við hafnarvogina og er til minningar um Árna Thorlacius, einn fyrsta veðurathugunarmann Íslands. Í gangstétt við hliðina á listaverkinu er tákn um áttavita sem er til marks um siglingar Árna um öll heimsins höf og kennslu hans í siglingafræðum sem hefur væntanlega komið sér vel á Íslandi á þeim tíma.

 

Á heimleið” eftir Grím Marinó Steindórsson er staðsett við höfnina. Listaverkið er skúta, sem siglir þöndum seglum og er gert úr ryðfríu stáli. Listaverkið er reist í minningu sjómanna og á stuðlabergsstein sem hjá því stendur er tilvitnun í ljóð Jóns úr Vör, sem segir:

"Kirkja er okkur ströndin
og hafið og fjallið,
guðspjall dagsins
vanmáttur mannsins
í lífi og dauða."

 

Verkið “Sjómaðurinn” eftir Pál á Húsafelli er minnisvarði um skipverja frá Stykkishólmi sem voru um borð í Blika sem fórst árið 1924. Minnismerkið var vígt við Stykkishólmshöfn á sjómannadaginn 2016.

 

Á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi er glæsilegt listaverk eftir Sjøfn Har, sem er fædd og uppalin í Stykkishólmi. Vegglistaverkið "Heilagur Frans frá Assisi“ var afhjúpað í október 1988 og er staðsett við innganginn að heilsugæslunni.

 

 

Þessi síða er í vinnslu

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?