Fara í efni

Stykkishólmshöfn

Stykkishólmshöfn veitir þjónustu við allar stærðir báta og skipa upp að 130 m. lengd.
Hafnarstjóri: Jakob Björgvin Jakobsson
Hafnarvörður, lóðs-, og vigtarmaður: Kjartan Karvelsson, hs. 438-1657
Verndarfulltrúi: Kjartan Karvelsson hs. 438-1657
Til vara Símon Már Sturluson, hs. 438-1474. 

Bryggjur

Skipavíkurbryggja

Tveir kantar; vesturkantur er 30 m langur og norðurkantur er 60 m langur. Í Skipavíkurhöfn er steypt upptökubraut fyrir smábáta.Dýpi: 5,6 m.

Ferjubryggja við Súgnadisey.

Aðstaða fyrir Breiðafjarðarferjuna Baldur. Þar er einnig 26 m.langt stálþil.Dýpi: 4 m

Hafskipabryggjan (Stóra-bryggja)

Er byggð ofan á Stykkið sem bærinn ber nafn sitt af. Viðlegukantar þar eru 53 m, 40 m, 93 m og 30 m. Við hafskipabryggjuna liggja stærri fiskibátar og ferjan Brimrún.Dýpi: 5,8 m

Básaflotbryggja og Olíuflotbryggja

Þar eru leigukvíar fyrir smábáta.

Gamlaflotbryggja og Krikaflotbryggja

Þar er almennt leigupláss fyrir smábáta.

Steinbryggjan (Litlabryggja)

Viðlegukantar þar eru 100 m. að lengd.Dýpi: Um 2-3 m.

Bryggjuþjónusta

Rafmagn er við allar bryggjur og vatn er við allar stærri bryggjur og Krikaflotbryggju.

Löndunarkranar eru tveir og eru á Steinbryggju (Litlubryggju). Sorpgámar eru á öllum bryggjum.

Olís er með dælu á Olíuflotbryggju. Aðgangur að henni er með lykli, nánari upplýsingar eru á Bensínstöðinni (sími 438-1254).

N1 er einnig með kortadælu á Olíuflotbryggju.

Hægt er að ganga út í Súgandisey og eru göngustígar um eyna. Fallegt útsýni er þaðan yfir bæinn og um Breiðafjörð. Þar er einnig svokallað Ástarhreiður og bekkur til að tylla sér á og njóta útsýnisins. Vitinn á Súgandisey var reistur árið 1897 á Gróttu á Seltjarnarnesi og fluttur á Súgandisey árið 1942.

Getum við bætt efni síðunnar?