Fara í efni

Tillaga um upptöku og útsendingu á bæjarstjórnarfundum

Málsnúmer 1806028

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 380. fundur - 31.10.2019

Fyrir liggur að hefja upptöku funda bæjarstjórnar og birtingu þeirra á heimasíðu Stykkishólmsbæjar, en sátt er um það meðal allra lista og er í samræmi við stefnu allra lista um opnari, skilvirkari og gagnsærri stjórnsýslu. Stefnt var að útsending bæjarstjórnafunda myndu hefjist eigi síðar en 1. nóvember n.k., en þar sem tæknibúnaður, umgjörð og nánari útfærsla liggur ekki fyrir er lagt til frestum á tímasetningu um þrjá mánuði.

Bæjarráð leggur til að fresta upptöku funda bæjarstjórnar um þrjá mánuði.
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt með fjórum atkvæðum þrír á móti.

Til máls tóku:HH,RMR,SIM,JBJ og TM

Tillaga um upptöku og útsendingu á bæjastjórnarfundum með gagnsærri stjórnsýslu að leiðarljósi var fyrst lögð fram í bæjarráði og bæjarstjórn í júní 2018. Þá var samþykkt samhljóða að vísa tillögunni til frekari vinnslu í bæjarráði. Á 376. fundi bæjarstjórnar þann 15. maí 2019 var samþykkt samhljóða að hefja skyldi útsendingar eigi síðar en 1. nóvember.

Undirritaðar furða sig á seinaganginum og skilja ekki hvers vegna það tekur svona langan tíma að finna búnað og hanna útfærslu og umgjörð. Nú þegar er fjöldi bæjarfélaga að nýta sér búnað í þessum tilgangi og við þurfum ekki að finna upp hjólið heldur nýta okkur það sem vel hefur verið gert.

Fulltrúar Okkar Stykkishólms hafa grennslast fyrir um hvaða búnaður er heppilegur til þessara útsendinga, meðal annars hjá sveitarfélögum sem þegar hafa hafið upptökur og útsendingar á bæjarstjórnarfundum. Hægt er að fá myndavél sem kostar á bilinu 175.000 ? 190.000 kr. með innbyggum hljóðnema. Ef bæta þarf við hljóðnema eða hljóðnemum til að auka gæði hljóðs er kostnaður á stykki um 3.000 kr. Ef kaupa þarf tölvu sérstaklega fyrir upptökuna bætist við um það bil 100.000 kr. Þessar upplýsingar miðast við að bæjarstjórnarfulltrúar tali hvort heldur sem er úr sæti sínu eða úr ræðustól.

Okkar Stykkishólmur,

Erla Friðriksdóttir

Theódóra Matthíasdóttir



Getum við bætt efni síðunnar?