Fara í efni

Bæjarstjórn

380. fundur 31. október 2019 kl. 17:00 - 18:49 í bæjarstjórnarsal
Nefndarmenn
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir aðalmaður
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Kolbeinn Björnsson varamaður
  • Anna Margrét Pálsdótir varamaður
  • Theódóra Matthíasdóttir varamaður
  • Ragnar Már Ragnarsson varamaður
  • Erla Friðriksdóttir aðalmaður
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Þór Örn Jónsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá

1.Aðalgata 16 - Lóðarumsókn

Málsnúmer 1910023Vakta málsnúmer

Lögð fram lóðarumsókn Hoffells ehf. sem sækir um lóðina Aðalgata 16, sbr. lóðarumsókn dags. 18. október 2019.

Á 606. fundi bæjarráðs var samþykkt að úthluta lóðinni að Aðalgötu 16 til Hoffells ehf. í samræmi við fyrirliggjandi lóðarumsókn, með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar, sbr. gr. 1 í reglum Stykkishólmsbæjar um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs.

2.Hjalltangi 1 - Lóðarumsókn

Málsnúmer 1910008Vakta málsnúmer

Tekin er fyrir umsókn Skipavíkur varðandi lóðina Hjallatanga 1.

Á 606. fundi bæjarráðs var samþykkt að úthluta lóðinni að Hjallatanga 1 til Skipavíkur ehf. í samræmi við fyrirliggjandi lóðarumsókn, með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar, sbr. gr. 1 í reglum Stykkishólmsbæjar um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs.

3.Hjallatangi 40 - Lóðarumsókn

Málsnúmer 1910004Vakta málsnúmer

Tekin er fyrir lóðarumsókn Maros Vitos um lóðina að Hjallatanga 40.

Á 606. fundi bæjarráðs var samþykkt að úthluta lóðinni að Hjallatanga 40 til Maros Vitos í samræmi við fyrirliggjandi lóðarumsókn, með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar, sbr. gr. 1 í reglum Stykkishólmsbæjar um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs.

4.Bæjarráð - 606

Málsnúmer 1910004FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Til máls tóku:TM, JBJ, SIB, EF, RMR og HH.

Bókun O-lista um fundargerð bæjarráðs nr. 606, dagskrárlið nr. 24.
Á bæjarstjórnarfundi nr. 369, fyrir ári síðan, 30. október 2018 var samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að ræða við forystufólk vinabæjarins Drammen um að finna vistvænni leið varðandi gjöf á jólatré enda samræmist sending jólatrjáa á milli landa ekki umhverfissjónarmiðum.

Þann 10. október síðastliðinn sendu fulltrúar Okkar Stykkishólms bæjarstjóra áminningu um að upplýsa bæjarráð um stöðu mála. Svo virðist sem viðræðum hafi ekki verið fram haldið frá því fyrir jól í fyrra.

Sífellt bætast við sveitarfélög sem afþakka slíkar gjafir enda langflestir á sömu vegferð hvað varðar umhverfismál.

Undirritaðar hvetja til að jólatréð verði afþakkað áður en það verður sent af stað og fundin önnur farsæl lausn sem hentar báðum aðilum.

Okkar Stykkishólmur,
Erla Friðriksdóttir
Theódóra Matthíasdóttir


Bókun L-lista um fundargerð bæjarráðs nr. 606, dagskrárlið nr. 21.
L-listinn leggst gegn framlengingu á samningi um rekstur Eldfjallasafnsins og vill ítreka stefnu listans um að gamla bíóhúsið verði nýtt undir félagsheimili fyrir bæjarbúa.

Ragnar Már Ragnarsson
L-lista

5.Skipulags- og bygginganefnd - 235

Málsnúmer 1910002FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

6.Stjórn Dvalarheimilis - 126

Málsnúmer 1910001FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

7.Safna- og menningarmálanefnd - 108

Málsnúmer 1910003FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

8.Gjaldskrá Stykkishólmsbæjar 2020

Málsnúmer 1909028Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að gjaldskrá Stykkishólmsbæjar 2020 sem tekur mið af fyrirliggjandi forsendum og markmiðum við gerð fjárhagsáætlunar Stykkishólmsbæjar 2020-2023. Þá tekur gjaldskráin mið af yfirlýsingu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í tengslum við lífskjarasamninga 2019-2022 þar sem mælst var til þess að sveitarfélögin hækki gjaldskrár sínar á árinu 2020 um 2,5% að hámarki.

Á 606. fundi bæjarráðs var samþykkt að leggja eftirfarandi tillögur fyrir bæjarstjórn:

Reiknað er með vísitöluhækkun upp á 2,5% á milli ára.
Útsvarsprósenta verði óbreytt 14,52%
Fasteignaskattsprósenta verði, (A 0,41%, B 1,32% og C 1,57%)
Lóðarleiguprósenta verði (A 1,04%, C 2,15% og 6% á ræktunarland)
Sorphirðugjöld hækki í 51.600 kr. úr 49.600 kr.
Holræsa-/fráveitugjaldaprósenta lækki í 0,18% úr 0,20% á íbúðahúsnæði og úr 0,24 í 0,21 á atvinnuhúsnæði.
Tillaga bæjarráðs samþykkt.

Til máls tóku:HH,EF,RMR og JBJ

Gjaldskrá sorphirðu Stykkishólmsbæjar árið 2020 samþykkt.

Gjaldskrár fráveitu Stykkishólmsbæjar árið 2020 samþykkt.


Gjaldskrá slökkviliðs Stykkishólmsbæjar árið 2020 samþykkt.

Gjaldskrá Stykkishólmsbæjar í heild sinni samþykkt.

9.Fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2021-2023

Málsnúmer 1910028Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun 2020 framlögð ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun 2021-2023, en á 606. fundi bæjarráðs lagði bæjarráð fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun 2020 og 2021-2023 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Lögð er fram, til fyrri umræðu, tillaga að fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar, stofnana og fyrirtækja fyrir árið 2020 auk þriggja ára fjárhagsáætlunar Stykkishólmsbæjar fyrir árin 2021-2023.

Jakob Björgvin Jakobsson, Bæjarstjóri, hafði framsögu um fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2019 og gerði grein fyrir helstu rekstrarliðum í áætluninni.

Helstu lykiltölur eru eftirtaldar:

Fjárhagsáæltun aðalsjóðs Stykkishólmsbæjar A-hluti 2020:
Tekjur alls: 1.402.706.000
Gjöld alls fyrir fjármagnsliði: 1.288.683.000
Rekstrarniðurstaða, jákvæð: 23.299.000
Veltufé frá rekstri: 157.145.000
Afborganir langtímalána: 143.902.000
Handbært fé í árslok: 98.138.000

Fjárhagsáætlun B-hluta bæjarsjóðs Stykkishólmsbæjar 2020:
Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs, hagnaður: 15.047.000
Rekstrarniðurstaða Fráveitu, hagnaður: 19.140.000
Rekstrarniðurstaða Félagslegra íbúða: 2.237.000
Rekstrarniðurstaða Dvalarheimils: -14.034.000
Rekstrarniðurstaða Þjónustuíbúða: 2.563.000
Veltufé frá rekstri: 53.622.000
Afborganir langrímalána: 18.568.000

Fjárhagsáætlun samstæðu Stykkishólmsbæjar A B hluti 2020:
Tekjur alls: 1.766.924.000
Gjöld alls: 1.612.100.000
Rekstrarniðurstaða, jákvæð: 54.188.000
Veltufé frá rekstri: 210.767.000
Afborganir langtímalána: 162.469.000
Handbært fé í árslok: 98.137.000

Bæjarstjórn samþykkir með fjórum atkvæðum, þrír sátu hjá, framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 og þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2021-2023 og vísar henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði og til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Til máls tóku:HH,EF,SIM,RMR og JBJ

Tekið var fundarhlé í 25 mínútur.

Á bæjarstjórnarfundi nr. 371 þann 13. desember 2018 bókaði H-listi eftirfarandi: „Við erum stolt af því að forsendum fjárfestingaráætlunar fyrir þetta ár var haldið og ekki vikið frá þeim markmiðum sem sett voru í september. Ekki er gert ráð fyrir neinum lántökum á seinni hluta kjörtímabilsins en ráðist verður í umtalsverða niðurgreiðslu skulda og gert er ráð fyrir að fjárfestingar verði um 500 milljónir“.

Fulltrúi L-lista bókaði eftirfarandi: „Gert er ráð fyrir að tekjur aukist um 8,1% á árinu. Vonandi stenst sú spá þó ég telji vel í lagt með að áætla svona mikla tekjuaukningu“.

Á árinu 2019 var áætluð lántaka 45 millj. kr. en var aukin um 58 millj. kr. Er lántaka ársins 2019 því 103 millj. kr.

Stefnt var að því fyrir ári að framkvæma fyrir ríflega 490 millj. kr. á kjörtímabilinu og að lántaka á þeim tíma ætti að vera 55 millj. kr., þá bara fyrstu tvö árin. Fyrir árið 2020 var lántaka áætluð 10 millj. kr. Heildar áætluð lántaka yfir tímabilið var 11,2% af áætluðum framkvæmdum. M.v. áætlunina eins og hún liggur fyrir núna, án þess að dregið verði úr framkvæmdum, er áætlað að taka lán fyrir sama tímabil að fjárhæð 363 millj. kr. eða 74,1% af áætluðum framkvæmdum.

Það átti að taka 55 millj. kr. á fyrstu tveimur árum þessa kjörtímabils og ekkert eftir það. En skv. fyrirliggjandi drögum að þriggja ára fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir lántöku að fjárhæð 40 millj. kr. til viðbótar því sem er hér áður talið.

Þörfin fyrir aukna lántöku skýrist fyrst og fremst af ofáætluðum útsvarstekjum eins og L-listi varaði við í bókun á fundi nr. 371 þann 13.13.2018. Ofáætlaðar útsvarstekjur nema um 200 millj. kr. yfir tímabilið og því fylgja hærri vextir og afborganir á tímabilinu eða sem nemur ríflega 100 millj. kr.

Nú þegar er farið að ráðstafa fjárheimildum næsta árs, án samþykktar bæjarstjórnar, þar sem að 10 millj. kr. vegna malbikunar göngustíga í sumar koma ekki til greiðslu fyrr en á næsta ári.

Undirrtaðar vísa í svar bæjarstjóra við bókun Okkar Stykkishólms (málsnúmer 2.20.1909037) á 379. bæjarstjórnarfundi og óska eftir útskýringum á því hvernig fjárheimildir vegna göngustíga rúmast innan fjárfestingaráætlunar fyrir árið 2019 þegar enn eru 10 milljónir ógreiddar vegna framkvæmdanna og koma til greiðslu 2020.

Það er einsýnt að fyrir seinni umræðu fjárhagsáætlunar þarf að draga úr áætluðum framkvæmdum á tímabilinu og jafnframt að leita allra leiða til að hagræða enn frekar í rekstri bæjarins.

Okkar Stykkishólmur,

Erla Friðriksdóttir

Theódóra Matthíasdóttir

Bæjarfulltrúin L-listans tekur heilshugar undir bókun Okkar Stykkishólms

Ragnar Már Ragnarsson

H-listinn bendir á að fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 er í enn í vinnslu og þetta er fyrri umræða um hana. Fjárfestingar verða teknar til skoðunar milli umræðna. Við viljum benda á að almenn ánægja er með þær framkvæmdir sem ráðist hefur verið í á þessu ári. Eins og bæjarstjóri fór yfir í fyrirliggjandi drögum að fjárhagsáætlun er rekstarafkoma A- og B hluta áætluð jákvæð um kr. 54.188.000 og veltufé frá rekstri kr. 210.767.000. Þá er gert ráð fyrir kr. 162.469.000 í afborganir langtímalána á næsta ári.

Ekkert gefur tilefni til annars en að bjart sé framundan í fjármálum Stykkishólmsbæjar að öðru óbreyttu, jafnvægi er í rekstri bæjarins og innviðir bæjarfélagsins eru traustir. Þá er jákvætt hversu góð eftirspurn hefur verið eftir lóðum fyrir nýbyggingar og góður gangur hefur verið í atvinnulífi bæjarins.


H-listinn lítur því jákvæðum augum á framtíðina.

Hrafnhildur Hallvarðsdóttir

Steinunn Magnúsdóttir

Kolbeinn Björnsson

Anna Margrét Pálsdóttir

10.Samþykkt um kattahald og gæludýrahald annað en hundahald í Stykkishólmsbæ

Málsnúmer 1910029Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að nýrri samþykkt um kattahald og gæludýrahald annað en hundahald í Stykkishólmsbæ á starfssvæði heilbrigðisnefndar Vesturlands, ásamt núgildandi samþykkt um kattahald í Stykkishólmsbæ, en drög að nýrri samþykkt um kattahald og gæludýrahald annað en hundahald í Stykkishólmsbæ gerir ráð fyrir heimild gjaldtöku vegna kattahalds líkt og hundahalds.

Á 606. fundi bæjarráðs var samþykkt að vísa samþykkt um kattahald og gæludýrahald annað en hundahald í Stykkishólmsbæ til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Samþykkt um kattahald og gæludýrahald annað en hundahald í Stykkishólmsbæ samþykkt.

Til máls tóku:HH,RMR,GKB og JBJ

11.Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Stykkishólmsbæ

Málsnúmer 1909043Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að nýrri gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Stykkishólmsbæ, ásamt eldri gjaldskrá fyrir hundahald í Stykkishólmsbæ, en fyrirliggjandi drög gera m.a. ráð fyrir að hefja gjaldtöku á kattahaldi í Stykkishólmsbæ.

Á 606. fungi bæjarráðs voru drög að nýrri gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Stykkishólmsbæ vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Gjaldskrá fyrir hunda-og kattahald í Stykkishólmsbæ samþykkt.

12.Silfurgata 19 - tilkynningarskyld framkvæmd; heitur pottur, pallur og útisturta

Málsnúmer 1909027Vakta málsnúmer

Páll Margeir Sveinsson sækir um leyfi fyrir 8m2 sólpalli, heitum potti og útisturtu. Samkvæmt erindi dags. 17.09.2019

Skipulags- og bygginganefnd tekur jákvætt í erindið og gerir engar athugasemdir.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar.

13.Höfðagata 19 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 1910010Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Hjörleifs Sigurþórssonar, f.h. Bjarka Hjörleifssonar, um byggingaráform og byggingarleyfi að Höfðagötu 19 fyrir breytingu á innra skipulagi í kjallara, stækkun glugga á suðurhlið kjallara og vesturhlið á kjallara.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt og að byggingarfulltrúa verði falið að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum byggingarreglugerðar, þ.m.t. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og byggingarnefndar.

14.Nýrækt 12 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1910002Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Valentínusar Guðnasonar um byggingarleyfi til að byggja fjárhús á lóðinni Nýrækt 12 samkvæmt aðaluppdráttum frá Arkís, dags. 25.09.2019

Skipulags- og bygingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi byggingaráform, enda séu uppfyllt ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012, og að byggingarfulltrúa verði falið að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og bygingarnefndar.
Ragnar M. Ragnarsson vék af fundi.

15.Skúlagata 26a - Breyting á deiliskpulagi

Málsnúmer 1811005Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar Stykkishólms dags. 14.09.2019 unnin af Plan teiknistofu fyrir Björgvin Ólafsson. Breytingin felst í að bæjarlandi (opið grænt svæði) verði breytt í íbúðarhúsalóð og að byggingu sem á að fjarlægja samkvæmt gildandi skipulagi, merkta sk, verði leyft að standa og þá endurbyggt sem íbúðarhús með stækkun á byggingarreit við norðvesturhlið hússins.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og byggingarnefndar að deiliskipulagstillagan verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Til máls tóku:HH,AMP og JBJ
Raggnar kom aftur á fundinn.
Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri, víkur af fundi.

16.Víkurgata 3 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1904026Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Jakobs Inga Jakobsson sem sækir um byggingarleyfi vegna fyrirhugaðra breytinga á þaki (hækka þak að hluta sem snýr í austurátt), að lengja húsið um 1 m. í suður og klæða húsið að utan með liggjandi borðaklæðningu ásamt útlitsbreytingum á gluggum og þakrennum samkvæmt aðaluppdráttum frá Sigurbjarti Loftssyni, W7, dags. 15.09.2019.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eigendum húsa við Víkurgötu nr. 1, 2, 5, 6 og 7.
Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri, kemur aftur inn á fund.

17.Laufásvegur 7 - Breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 1910005Vakta málsnúmer

Þórdís Helgadóttir óskar eftir breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar Stykkishólmi samkvæmt deiliskipulagstillögu Stykkishólmur miðbær dags. 10.10.2019, unna af teiknistofunni Mannviti. Breytingin felst í lítillegri stækkun á byggingarreit hússins í suðaustur.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna tillöguna sem óverulega breytingu á deiliskipulagi dags. 26.05.2005 fyrir eigendum húsa við Laufásveg nr. 5 og 9 samkvæmt 2. mgr. 43. gr.skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.

18.Telnet ehf. - Umsókn um framkvæmdaleyfi (ljósheimtutaugar)

Málsnúmer 1910001Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Telnet ehf. um framkvæmdaleyfi til að taka nokkrar holur og niðursetningu brunns vegna lagningu blástursröra vegna ljósleiðaratengingar á Skólastíg og Hafnargötu, sbr. fyrirliggjandi lagnateikning frá Mílu.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdarleyfið verði samþykkt með því skilyrði að allur frágangur og jarðrask verði gert í samráði við Stykkishólmsbæ.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og byggingarnefndar.

Til máls tóku:HH,GKB og JBJ

19.Móholt 14 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1910012Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Sigurbjarts Loftssonar, f.h. Skipavíkur ehf., um byggingarleyfi fyrir 245.8m² einbýlishúsi á staðseyptum sökklum og gólfplötu ásamt útveggjum og þaki, sbr. fyrirliggjandi aðaluppdráttur, dags. 10. október 2019, og skráningartöflu, en einbýlishúsið verður klætt með áli.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi byggingaráform, enda séu uppfyllt ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012, og að byggingarfulltrúa verði falið að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og byggingarnefndar.

20.Umsókn um breytingu á deiliskipulagi við Laufásveg 13

Málsnúmer 1907007Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi Stykkishólmur Miðbær dags. 07.06.2019. Tillagan var grenndarkynnt frá 30.07 til 27.08 2019 sem óveruleg breyting á deiliskipulagi samkvæmt 2. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt var eigendum húsa við Laufásveg nr. 5,7,9,11,15 og 17 og Skúlagötu 26. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og byggingarnefndar.

21.Nesvegur 12 - Deiliskipulag Skipavík

Málsnúmer 1902009Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur Hjartar Eiríkssonar, þar sem hann, fyrir hönd Hjartar Eiríkssonar sf., kt. 500304-2780, skilar lóðinni Nesvegur 12, sbr. tölvupóstur þann 04.10.2019, en lóðinni var úthlutað með fyrirvara um að beiðni umsækjanda um skipulagsbreytingu nái fram að ganga.

Skipulags- og bygginganefnd leggur til við bæjarstjórn, í ljósi framlagðs erindis, að afturkalla tillögur að breytingu á deiliskipulagi í Skipavík, vegna lóðarinnar Nesvegur 12, þannig að gildandi deiliskipulag haldist óbreytt.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og byggingarnefndar og felur bæjarstjóra að auglýsa að nýju lóðina að Nesvegi 12.

Til máls tóku:HH,RMR og JBJ

22.Skólastígur 12 - Breyting á deilskipulagi

Málsnúmer 1910011Vakta málsnúmer

Emil Þór Guðbjörnsson óskar eftir breytingu á deiliskipulagi Þinghúshöfða Stykkishólmi samkvæmt deiliskipulagstillögu Þinghúshöfði Skólastígur 12 dags. 7.10.2019 unna af teiknistofunni Glámu Kím. Breytingin felst í færslu á byggingarreit skipulagsins í norðaustur frá lóðarmörkum um 1,7m og frá götu allt að 0,60m. Með breytingunni skapast meira rými við byggingarreit að lóðarmörkum í suður.

Skipulags og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna tillöguna sem óverulega breytingu á deiliskipulagi dags. 7.10.2019 fyrir eigendum húsa við Skólastíg nr.6, 7, 8 og nr. 10 og fyrir eigendum húss við Bókhlöðustíg nr. 10 samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar.

Til máls tóku:HH,RMR,GKB og JBJ

23.Umsögn um rekstrarleyfi - Skipper, þvervegi 2

Málsnúmer 1910009Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi ásamt fylgiskjölum, dags. 8. október 2019, frá Sýslumanninum á Vesturlandi, þar sem óskað er umsagnar Stykkishólmsbæjar vegna umsóknar Huldu Hildibrands ehf., kt. 680213-0540, um rekstrarleyfi til reksturs veitingastaðar í flokki III, krá, sem rekinn verður sem Skipper á Þvervegi 2 (F2116363), Stykkishólmi.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að bæjarstjórn geri fyrir sitt leyti ekki athugasemd við að umbeðið leyfi sé veitt.
Tillaga bæjarráðs samþykkt.

Til máls tóku:HH,EF og JBJ

24.Óveruleg breyting á aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar

Málsnúmer 1906003Vakta málsnúmer

Lagður fram að nýju uppdráttur um óverulega breytingu á aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar sem hefur nú verið lagfærður í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunnar dags. 7.10.2019.

Athugasemdir Skipulagsstofnunar felast m.a. í a) Nánari rökstuðningi á hvernig aðalskipulagsbreytingin samræmist skipulagslögum hvað varðar áhrif á einstakra aðila á aðliggjandi svæði b) skipulagsákvæði sem eru til grundavallar leyfisveitingum s.s. fyrirkomulagi á urðun tímalengd vinnslu og frágang svæðis að lokinni vinnslu.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi uppdrátt og felur skipulagsfulltrúa að senda hann til Skipulagsstofnunar og auglýsa hann svo í B-deildinni þegar að Skipulagsstofnun hefur formlega afgreitt hann.

Til máls tóku:HH,RMR og JBJ

25.Nesvegur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi ásamt grenndarkynningu

Málsnúmer 1902021Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarstjórnar þann 28.03. 2019 var samþykkt að grenndarkynna erindi umsækjanda um leyfi til að byggja viðbyggingu við Nesveg 1, samkvæmt teikningum 07.02.2019 og að erindið væri grenndarkynnt fyrir Nesveg 1a og 2 samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Erindið var grenndarkynnt og hagsmunaaðilar samþykktu byggingaráform með undirritun.

Þá liggur fyrir að skipulags- og byggingarnefnd hefur þegar samþykkt erindið og falið skipulags- og byggingafulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa og slökkvistjóra hvað varðar brunamál.
Erindið var grendarkynnt og engar athugasemdir bárust. Bæjarstjórn samþykkir erindið.

26.Götulýsing á félagssvæði Hesteigendafélags Stykkishólms við Fákaborg

Málsnúmer 1910026Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Hesteigendafélagi Stykkishólms varðandi lýsingu á félagssvæði Hesteigendafélags Stykkishólms við Fákaborg þar sem óskað er eftir því að hringvöllur verði áfram á kerfi bæjarins og að götulýsing á svæðinu verði aukin um a.m.k. tvo ljósastaura.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja beiðni Hesteigendafélags Stykkishólms um að auka götulýsingu á svæðinu um tvo ljósastaura, en að kostnaður við lýsingu á hringvelli verði á kerfi Hesteigendafélags Stykkishólms.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs.

Til máls tóku:HH,GKB og JBJ

27.Samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn Stykkishólmsbæjar

Málsnúmer 1910033Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn Stykkishólmsbæjar, en fyrirliggjandi tillögur að breytingum á samþykkt um stjórn Stykkishólmsbæjar miða að því að auka skilvirkni í stjórnsýslu Stykkishólmsæjar.

Á 606. fundi bæjarráðs var samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn Stykkishólmsbæjar samþykkt og vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa breytingu á samþykkt um stjórn Stykkishólmsbæjar til bæjarráðs.

Til máls tóku:HH,EF,RMR og JBJ




28.Samþykkt um brottfall samþykktar um afgreiðslur byggingarnefndar Stykkishólmsbæjar - Heimild byggingarfulltrúa til fullnaðarafgreiðslu

Málsnúmer 1910032Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samþykkt um brottfall samþykktar um afgreiðslur byggingarnefndar Stykkishólmsbæjar nr. 610/2015, en á 606. fundi bæjarráðs var samþykkt um brottfall samþykktar um afgreiðslur byggingarnefndar Stykkishólmsbæjar nr. 610/2015 samþykkt erindinu vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkir að fresta málinu þar til endanlegar tillögur að breytingum á samþykkt um stjórn Stykkishólmsbæjar liggja fyrir bæjarstjórn.

Til máls tóku:HH,RMR og JBJ

29.Silfurgata 18b - Sala eignar

Málsnúmer 1910030Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að fela bæjarstjóra að undirbúa og auglýsa til sölu Silfurgötu 18b, en á 606. fundi bæjarráðs samþykkti bæjarráð að farið verði í söluferli með fasteignina að Silfurgötu 18b og bæjarstjóra veitt heimild til að auglýsa húsnæðið.
Tillaga bæjaráðs samþykkt.

30.Reglur um námsstyrki til starfsmanna Stykkishólmsbæjar

Málsnúmer 1905111Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að uppfærðum reglum um námsstyrki til starfsmanna Stykkishólmsbæjar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja reglur um námsstyrki til starfsmanna Stykkishólmsbæjar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs.

Til máls tóku:HH,EF,GKB og RMR

31.Jólatónleikar Karlakórs Reykjavíkur í Stykkishólmi

Málsnúmer 1910025Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Eggerti Benedikt Guðmundssyni sem f.h. Karlakórs Reykjavíkur óskar eftir kostnaðarþátttöku Stykkishólmsbæjar vegna Jólatónleika Karlakórs Reykjavíkur í Stykkishólmi til þess að standa undir fjármögnun ferðarinnar enda er ætlunin að tónleikarnir í Stykkishólmi séu gestum að kostnaðarlausu.

Á 606. fundi bæjarráðs sá bæjarráð sér sér ekki fært að veita umbeðinn styrk.
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt.

32.Umsókn um leyfi vegna girðingar við Hafnargötu 7

Málsnúmer 1910016Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Marz Sjávarafurðum ehf. þar sem óskað er eftir leyfi til að setja upp girðingu við Hafnargötu 7 (nú Frúarstígur 7) í samræmi við teikningar sem liggja fyrir fundinum.
Skv. f lið greinar 2.3.5 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 eru girðingar, allt að 1,8 m á hæð og eru ekki nær lóðarmörkum en 1,8 m, undanþegnar byggingarleyfi, enda séu slíkar girðingar ekki í ósamræmi við gildandi deiliskipulag. Skv. sama f-lið má reisa girðingar í sömu fjarlægð frá lóðarmörkum og hæð þeirra er, allt að 1,8 m. Með öðrum orðum, ef girðing er 1,0 m á hæð, má hún vera 1,0 m frá lóðarmörkum, án byggingarleyfis og án samþykkis aðliggjandi lóðarhafa. Þá kemur fram í grein 7.2.3 í byggingarreglugerð að hæð girðinga á lóðarmörkum, skuli vera í samræmi við skipulagsskilmála.

Í fyrirliggjandi deiliskipulagi (deiliskipulagi miðbæjar vestan Aðalgötu í Stykkishólmi) kemur fram að samráð skuli haft við byggingaryfirvöld hvað varðar girðingu á lóðarmörkum sem snýr að almenningstorgi, en sú girðing skal vera 0,6 m. Ekki er sérstaklega getið um takmarkanir varðandi girðingum að öðru leyti.

Með vísan til framanritaðs gerir skipulags- og byggingarnefnd ekki athugasemd fyrir sitt leyti að umrædd girðing verði sett upp við Hafnargötu 7/Frúarstíg 7 að því gefnu að umferðaröryggi sé tryggt.

Erindinu var frestað í bæjarráði þar sem lóðarleigusamningur lá ekki fyrir fundinum, en þinglýstur lóðarleigusamningur er lagður fyrir bæjarstjórn. Í því ljósi er málið lagt fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu.
Bæjarstjórn tekur undir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar og samþykkir að umrædd girðing verði sett upp við Hafnargötu 7/Frúarstíg 7 að því gefnu að umferðaröryggi sé tryggt.

Til máls tóku:HH og RMR

33.Tillaga um upptöku og útsendingu á bæjarstjórnarfundum

Málsnúmer 1806028Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að hefja upptöku funda bæjarstjórnar og birtingu þeirra á heimasíðu Stykkishólmsbæjar, en sátt er um það meðal allra lista og er í samræmi við stefnu allra lista um opnari, skilvirkari og gagnsærri stjórnsýslu. Stefnt var að útsending bæjarstjórnafunda myndu hefjist eigi síðar en 1. nóvember n.k., en þar sem tæknibúnaður, umgjörð og nánari útfærsla liggur ekki fyrir er lagt til frestum á tímasetningu um þrjá mánuði.

Bæjarráð leggur til að fresta upptöku funda bæjarstjórnar um þrjá mánuði.
Afgreiðsla bæjarráðs samþykkt með fjórum atkvæðum þrír á móti.

Til máls tóku:HH,RMR,SIM,JBJ og TM

Tillaga um upptöku og útsendingu á bæjastjórnarfundum með gagnsærri stjórnsýslu að leiðarljósi var fyrst lögð fram í bæjarráði og bæjarstjórn í júní 2018. Þá var samþykkt samhljóða að vísa tillögunni til frekari vinnslu í bæjarráði. Á 376. fundi bæjarstjórnar þann 15. maí 2019 var samþykkt samhljóða að hefja skyldi útsendingar eigi síðar en 1. nóvember.

Undirritaðar furða sig á seinaganginum og skilja ekki hvers vegna það tekur svona langan tíma að finna búnað og hanna útfærslu og umgjörð. Nú þegar er fjöldi bæjarfélaga að nýta sér búnað í þessum tilgangi og við þurfum ekki að finna upp hjólið heldur nýta okkur það sem vel hefur verið gert.

Fulltrúar Okkar Stykkishólms hafa grennslast fyrir um hvaða búnaður er heppilegur til þessara útsendinga, meðal annars hjá sveitarfélögum sem þegar hafa hafið upptökur og útsendingar á bæjarstjórnarfundum. Hægt er að fá myndavél sem kostar á bilinu 175.000 ? 190.000 kr. með innbyggum hljóðnema. Ef bæta þarf við hljóðnema eða hljóðnemum til að auka gæði hljóðs er kostnaður á stykki um 3.000 kr. Ef kaupa þarf tölvu sérstaklega fyrir upptökuna bætist við um það bil 100.000 kr. Þessar upplýsingar miðast við að bæjarstjórnarfulltrúar tali hvort heldur sem er úr sæti sínu eða úr ræðustól.

Okkar Stykkishólmur,

Erla Friðriksdóttir

Theódóra Matthíasdóttir



34.Beiðni um tímabundna lausn frá störfum sem bæjarfulltrúi

Málsnúmer 1910017Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Þóru Stefánsdóttur, bæjarfulltrúa, þar sem óskað er eftir tímabundinni lausn frá störfum bæjarstjórnar skv. 2. mgr. 30. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. og 23. gr. samþykkta um stjórn Stykkishólmsbæjar.
Bæjarstjórn samþykkir beiðni Þóru Stefánsdóttur og mun Ásmundur Sigurjón Guðmundsson, sem verið hefur fyrsti varafulltrúi, taka sæti hennar í bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar.

35.Kosningar í bæjarráð 2019

Málsnúmer 1906026Vakta málsnúmer

Kosning aðal- og varamanns í bæjarráð, sbr. 47. gr. samþykkta um stjórn Stykkishólmsbæjar, með áorðnum breytingum, sem og kosning formanns bæjarráðs, vegna beiðni frá Þóru Stefánsdóttur, bæjarfulltrúa, um tímabundna lausn frá störfum.
Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir kosinn sem aðalmaður í bæjarráð og Ásmundur Sigurjón Guðmundsson sem varamaður í bæjarráð. Steinunn Ingibjörg verður jafnframt formaður bæjarráðs.

36.Fyrirspurn fulltrúa L-lista varðandi fyrirkomulag í skipulags- og byggingarmálum Stykkishólmsbæjar

Málsnúmer 1907032Vakta málsnúmer

Hvernig er málum háttað með fyrirkomulag skip- og bygginga mála? Við í bæjarstjórn höfum ekki fengið útlistun á þessum málum frá því meirihluti H- lista veitti bæjarstjóra heimild til að fara með þessi mál. Upplýsingarnar sem við höfum er það sem heyrst hefur almennt í bæjarumræðunni.
Bæjarstjóri vísar til dagskrársliðar 20 í fundargerð síðasta fundar bæjarstjórnar (379. fundur bæjarstjórnar frá 26. september sl.) þar sem ítarlega er farið yfir fyrirkomulag í skipulags- og byggingarmálum Stykkishólmsbæjar.

Í fundargerð síðasta bæjarstjórnarfundar kemur meðal annars eftirfarandi fram:
"Breytingar hafa átt sér stað er varða fyrirkomulag skipulags- og byggingarfulltrúa í Stykkishólmi í anda breytts umhverfi skipulags- og byggingarfulltrúa, en það starf hefur tekið talsverðum breytingum undanfarin ár og kröfur nú orðnar slíkar að bregðast þurfi við þessum breyttu aðstæðum. Stefnt er að því að koma á samstarfi skipulags- og byggingarmála á Snæfellsnesi sem eru sífellt að verða veigameiri þáttur í rekstri sveitarfélaga og kallar það m.a. á aukna sérhæfingu og færni starfsmanna. Á meðan fyrirkomulag mögulegs samstarfs er til athugunar hefur Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir verið ráðin til að gegna starfi skipulagsfulltrúa (hlutastarf), Jökull Helgason, hjá Verkís, mun gegna starfi byggingarfulltrúa og Sigurður Grétar Jónasson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa (hlutastarf). Hann er með viðveru í Ráðhúsinu fyrir hádegi alla virka daga, en Bjarnfríður eftir hádegi. Sigurður tekur á móti erindum fyrir hönd skipulags- og byggingarfulltrúa og kemur í farveg, með hans aðstoð gefst sérfræðingum betra færi að nýta þá sérfræðiþekkingu sem þau búa yfir. Þá mun Sigurbjartur Loftsson jafnframt vera starfsmönnum innan handar í tilfallandi verkefnum."

Til máls tóku:HH,RMR og JBJ

37.Fyrirspurn bæjarfulltrúa L-lista varðandi tæknibúnað vegna upptöku og útsendingu á bæjarstjórnarfundum

Málsnúmer 1910046Vakta málsnúmer

Fyrirspurn bæjarfulltrúa L-lista:
Óskað er eftir útlistun á hvaða græjur það eru sem verið er að kaupa og á að nota til að taka upp og senda út bæjarstjórnarfundi. Það er mikilvægt að vita hvaða græjur það eru sem tekur marga mánuði að panta og er ástæða þess, samkvæmt tillögu H-lista, að ekki er mögulegt að hefja upptökur og útsendingar í nóvember.
Svar bæjarstjóra við fyrirspurn L-lista:
Um er að ræða tillögu bæjarstjóra, ekki H-lista, en ástæðan fyrir því að tillagan var lögð fram var sú að tæknibúnaður, umgjörð og nánari útfærsla liggur ekki fyrir, þannig að hefjast megi handa við útsendingu, t.a.m. hvar eigi að staðsetja myndavélar, hvers konar búnaður, ræðupúlt, umgjörð í bakgrunni, búnað til þess að senda beint í gegnum YouTube rás Stykkishólmsbæjar og svo hvort og þá hvernig hægt sé við lok útsendingar að afrita upptökuna og setja með lokun fundargerða. Þetta eru tæknilegar útfærslur sem verið er að vinna með í Ráðhúsinu.

Fundi slitið - kl. 18:49.

Getum við bætt efni síðunnar?