Fara í efni

Breiðafjarðarstofa við Árnabryggju

Málsnúmer 1808014

Vakta málsnúmer

Safna- og menningarmálanefnd - 108. fundur - 18.10.2019

Fyrir safna- og menningarmálanefnd er lagt fram erindi í tengslum við áform um uppbyggingu svæðis í kringum Árnabryggju sem lagt var fram til kynningar á 590. fundi bæjarráðs. Svæðið sem um ræðir nær frá Mylluhöfða meðfram fjöruborðinu til austurs langleiðina á móts við svokallað Sæmundarpakkhús við Hafnargötu. Fram kom í erindinu að Sólveig Berg, hjá Yrki arkitektum ehf., væri að vinna að tillögu að útliti og fyrirkomulagi.

Á 604. fundi bæjaráðs var svo lögð fram tillaga frá Yrki arkitektum að Breiðfirsku bátasafni í Stykkishólmi sem fengið heitið: Breiðafjarðarstofa. Tillagan sýnir safnbyggingu við Árnabryggju sem myndar umgjörð um skipið Egil. Á efri hæð hússins verður aðalinngangur á sýninguna, sjálfvirk miðasala og aðgengisstýrt. Er þar einnig gert ráð fyrir skrifstofum, fundarherbergi, salerni og aðstöða fyrir starfsmenn. Í skrifstofurýmið mætti m.a. fá inn heilsárslegjendur. Sýningarsalurinn er á neðri hæð hússins, til norðurs, og verður kalt og rakt rými til að tryggja varðveilsu skipsins.
Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni síðunnar?