Fara í efni

Safnamálin

Málsnúmer 1811008

Vakta málsnúmer

Safna- og menningarmálanefnd - 105. fundur - 30.10.2018

Hjördís Pálsdóttir kom til fundar og fór yfir málefni safnanna.
- Fjárhagsleg staða Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla - Norska húsið (BSH). 2017 og 2018. Staðan rædd lauslega, en niðurstaðan sú að HP sendi nefndinni Árleg skýrsla viðurkenndra safna fyrir árið 2017 sem hefur verið send til Safnaráðs, til nefndarinnar einnig.
- HP fór yfir starfsemi og sýningar BSH frá jólum 2017 til dagsins í dag. Gestakomur árið 2017 taldi 5.963 gesti, þar af 1.590 fullorðnir innlendir gestir, 3.734 erlendir fullorðnir gestir, innlend börn 532 og erlend börn 107. Rætt var um opnunartími safnanna. S.l. sumar opnuðu söfnin kl. 10. Breytt var um opnunartíma s.l. haust. Síðan þá er opið 6 daga vikunnar í Norska húsinu og Eldfjallasafni. Hægt er að kaupa aðgang að Vatnasafni í Norska húsinu auk Eldfjallasafnsins.
- Vatnasafnið. Enginn starfsmaður var á safninu s.l. sumar. Starfsmannahald næsta sumar rætt. Þrif eru regluleg í safninu. Bæklingur um safnið liggur nú frammi í Vatnasafni. Umræður um gestafjölda vs. aðgangseyrir. Árið 2018 var aðgangseyrir u.þ.b. 755.000 kr. en árið 2017 u.þ.b. 529.000 kr svo aukning hefur orðið á milli ára, tölur eru óendurskoðar.
- Eldfjallasafn. Sigurður Grétar er starfsmaður þar. Opið er mánudaga - laugardaga. Löngun er til að hafa fleiri viðburði í Eldfjallasafninu fyrirlestra ofl.
Getum við bætt efni síðunnar?