Fara í efni

Hundagerði í Stykkishólmi

Málsnúmer 1811057

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 625. fundur - 18.03.2021

Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að staðsetningu á hundagerði í samráði við bæjarstjóra, sbr. bókun í fundargerð bæjarráðs nr. 624. Á 249. fundi sínum tók skipulags- og byggingarnefnd jákvætt í að staðsetning á hundagerði verði í Stellulundi sem staðsettur er við aðkomuna að Arnarborgum.
Bæjarráð samþykkir að sett verði upp hundagerði í Stellulunds, sem er svæði sem staðsett er við aðkomuna að Arnarborgum, og felur forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar að undirbúa framkvæmdina.

Afgreiðslu bæjarráðs er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 397. fundur - 29.03.2021

Skipulagsfulltrúi lagði fram tillögu að staðsetningu á hundagerði í samráði við bæjarstjóra, sbr. bókun í fundargerð bæjarráðs nr. 624. Á 249. fundi sínum tók skipulags- og byggingarnefnd jákvætt í að staðsetning á hundagerði verði í Stellulundi sem staðsettur er við aðkomuna að Arnarborgum.

Á 625. fundi sínum samþykkti bæjarráð að sett verði upp hundagerði í Stellulunds, sem er svæði sem staðsett er við aðkomuna að Arnarborgum, og fól forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar að undirbúa framkvæmdina.

Afgreiðslu bæjarráðs er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
Getum við bætt efni síðunnar?