Fara í efni

Bæjarráð

625. fundur 18. mars 2021 kl. 17:00 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir formaður
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir (HH) aðalmaður
  • Ragnar Már Ragnarsson varamaður
  • Erla Friðriksdóttir (EF) áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þór Örn Jónsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson bæjarritari
Dagskrá

1.Safna- og menningarmálanefnd - 113

Málsnúmer 2103001FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram.
Framlagt til kynningar.

2.Ungmennaráð - 17

Málsnúmer 2103003FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram.
Framlagt til kynningar.

3.Skóla- og fræðslunefnd - 182

Málsnúmer 2103004FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram.
Framlagt til kynningar.

4.Skipulags- og bygginganefnd - 249

Málsnúmer 2103002FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram.
Framlagt til kynningar.
Svanhildur Jónsdóttir samgönguverkfræðingur frá VSÓ ráðgjöf kom inn á fundinn.

5.Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2020-2024

Málsnúmer 1907010Vakta málsnúmer

Lögð fram kynning VSÓ ráðgjafar vegna vinnu við umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar ásamt drögum að umferðaröryggisáætlun bæjarins.

Til fundar við bæjarráð kemur Svanhildur Jónsdóttir, samgönguverkfræðingur, M.Sc., frá VSÓ ráðgjöfum, og gerir grein fyrir áætluninni.

Þá eru lögð fram umsögn ungmennaráðs.
Bæjarráð þakkar fyrir greinargóða kynningu og vísar umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar til umsagnar í fastanefndir bæjarins.
Svanhildur vék af fundinum.

6.Öryggisieftirlit við stofnanir Stykkishólmsbæjar

Málsnúmer 2008019Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju niðurstaða verðkönnunar í samræmi við mat bæjarráðs að þörf væri á tæknibúnaði við öryggiseftilit við stofnanir bæjarsins, ásamt fylgiskjölum, en á 624. fundi bæjarráðs var samþykkt að fela bæjarstjóra að ræða við Vökustaur um endurskoðun á samningi. Bæjarstjóri gerir grein fyrir viðræðum við Vökustaur ásamt því að framlagður er tölvupóstur vegna málsins.
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri endursemji við Vökustaur í samræmi við umræður á fundinum.

7.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar

Málsnúmer 2103006Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar, 259. mál.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn fyrir hönd bæjarsins.

8.Lóðablöð - Hjallatangi 1,1a og 1b.

Málsnúmer 2008011Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram að nýju tillögur að lóðablöðum fyrir Hjallatanga 1,1a og 1b. Skipulags- og byggingarnefnd tók á 248. fundi sínum jákvætt í fyrirliggjandi lóðarblöð.

Bæjarráð vísar málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir visa erindinu til afgreiðslu á næsta bæjarstjórnarfundi.

9.Aðalfundarboð 2021

Málsnúmer 2103003Vakta málsnúmer

Lagt fyrir fundarboð á aðalfund SSV sem verður haldinn 24. mars n.k.
Fulltrúar á aðalfund SSV eru Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, Haukur Garðarsson og Lárus Ástmar Hannesson.

Bæjarráð staðfestir umboð bæjarstjóra til að fara með atkvæðisrétt á fundum heilbrigðisnefndar Vesturlands og Sorpurðunar Vesturlands.

10.Gönguleiðir og forgangsröðun göngustíga

Málsnúmer 1904037Vakta málsnúmer

Formaður umhverfis- og náttúruverndarnefndar gerði á 54. fundi nefndarinnar grein fyrir þeirri hugmynd að Stykkishólmsbær útbúi gönguleiðakort, ásamt hestaleiðum, til þess að setja á vefsíðu bæjarsins í samræmi við fyrirliggjandi skýrslu um gönguleiðir, aðalskipulag Stykkishólmsbæjar og kort sem gert var á vegum FAS á sínum tíma. Umhverfis- og náttúruverndarnefnd lagði til að útbúið yrði gönguleiðakort um þær gönguleiðir í samræmi við hugmyndir frá formanni nefndarinnar og eftir atvikum að farið verði í skipulagsvinnu ef til þarf. Bæjarráð samþykkti tillöguna og að lögð yrði áhersla á að kortið innihaldi leiksvæði í samræmi við ábendingu æskulýðs- og íþróttanefndar.

Fyrir bæjarráð eru lögð vinnudrög að gönguleiðum og stígum í umhverfi Stykkishólms í samræmi við afgreiðslu bæjarráðs, ásamt umsögnum fastanefnda.
Bæjarráð tekur jákvætt í þær hugmyndir sem liggja fyrir í drögunum og vísar þeim til umræðu og frekari vinnslu í fastanefndum bæjarins.

11.Sæmundarreitur 5 - Lóðarleigusamningur

Málsnúmer 2103009Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að nýjum lóðarleigusamningi við eigendur Sæmundarreits 5, ásamt lóðarblaði samkvæmt núgildandi deiliskipulagi.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja lóðaleigusamnng við eigendur Sæmundarreits 5 og felur bæjarstjóra að undirrita hann.

12.Verklagsreglur um öryggisbresti í persónuvernd

Málsnúmer 2103018Vakta málsnúmer

Lagðar fram verklagsreglur Stykkishólmsbæjar um öryggisbresti í persónuvernd.
Bæjarráð samþykkir verklagsreglur Stykkishólmsbæjar um öryggisbresti í persónuvernd og leggur til að bæjarstjórn staðfesti þær.

13.Mögulegar viðræður um sameiningu - Dalabyggð

Málsnúmer 2103021Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Dalabyggð vegna fundar til að ræða mögulegar viðræður um sameiningu.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindi Dalabyggðar, þar sem óskað er eftir afstöðu bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar til þess að halda fund með sveitarstjórn Dalabyggðar og sveitarfstjórn Helgafellssveitar, og felur bæjarstjóra að koma á fundi milli sveitarfélaganna.

Afgreiðslu bæjarráðs vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

14.Endurgerð lóðar við Gunnskóla Stykkishólms og Amtsbókasafn Stykkishólm

Málsnúmer 1902014Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri gerir grein fyrir viðræðum við formann Snæfells um uppbyggingu íþróttamannvirkja á skólalóð sem fela í sér samstarf við Snæfell. Þá er lögð fram umsögn ungmennaráðs.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að hefja viðræður við Snæfell, um umsjón með uppbyggingu íþróttamannvirkja á skólalóð, og leggja fyrir bæjarráð niðurstöðu þeirra viðræðna.

15.Áskorun um endurákvörðun álagningar stöðugjalda

Málsnúmer 2103022Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Samtökum iðnaðarins þar sem skorað er á sveitarfélög að endurskoða álagningu stöðuleyfisgjalda í kjölfar úrskurða úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála.
Bæjarráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að greina erindið og leggja til viðbrögð bæjarins.

16.Landey SH 59, skipanr. 2652 - forkaupsréttur

Málsnúmer 2103025Vakta málsnúmer

Lagt fram tölvubréf Eggerts Halldórssonar, f.h. Útgerð Arnars ehf., dags. 26. febrúar 2021, þar sem Stykkishólmsbæ er boðinn forkaupsréttur, sbr. 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, að fiskiskipinu Landey SH 59, skipanr. 2652, í samræmi við fyrirliggjandi kauptilboð um skipið.
Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti að fiskiskipinu Landey SH 59, skipanr. 2652, sbr. 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.

17.Selfell SH-36 - forkaupsréttur

Málsnúmer 2103039Vakta málsnúmer

Lagt fram tölvubréf Þorsteins Magnússonar, f.h. Frúarstígs 1 ehf., dags. 18. mars 2021, þar sem Stykkishólmsbæ er boðinn forkaupsréttur, sbr. 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, að fiskiskipinu Selfell SH 39, skipanr. 6719, í samræmi við fyrirliggjandi kauptilboð um skipið.
Einnig er lagður fram kaupsamningur frá Þorsteini.
Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti að fiskiskipinu Selfell SH 39, skipanr. 6719, sbr. 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.
Ragnar vék af fundi.

18.Tillaga að breytingu á deiliskipulagi - Nesvegur 12

Málsnúmer 2010006Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju erindi frá Hafþóri Inga Þorgrímssyni þar sem hann óskar eftir breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis.

Á 624. fundi bæjarráðs var tekið jákvætt í fyrirhuguð áform og hvatti bæjarráð bréfritara til þess að senda inn breytingartillögu á fyrirliggjandi deiliskipuagi, ásamt þeim upplýsingum sem skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir, í samræmi við fyrirhuguð byggingaráform, en vísaði að öðru leyti til fyrri svara og bókana nefnda sveitarfélagsins, þ.m.t. bókun bæjarráðs þar sem mælst var til þess að heildarhæð skv. núverandi skipulagi haldist áfram óbreytt óháð staðsetningu innan byggingarreits.

Á 249. fundi sínum tók skipulags- og byggingarnefnd jákvætt í að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi fyrir eigendum húsa við Neskinn 1, 3a, 3b, 5, 7 og fyrir Nesvegi 14, 17a og 17b, þegar að fullnægjandi gögn hafa borist til skipulagsfulltrúa.
Bæjarráð staðfestir ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar.

Bæjarráð bendir á að fullnægjandi gögn þurfa að hafa borist Stykkishólmsbæ í síðasta lagi 22. mars nk. þannig að mögulegt sé að taka endanlega afstöðu til erindisins í bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar 25. mars nk.
Ragnar kom aftur inn á fundinn

19.Beiðni og athugasemdir varðandi skipulagsmál og framkvæmdir á svæði við Ytri höfða í Stykkishólmi (Sæmundarreitur)

Málsnúmer 1907013Vakta málsnúmer

Baldur H.Úlfarsson óskar eftir lóðarstækkun um 5,5m í norð-austur og til vara 5,0m stækkun að göngustíg til að stækka útiverusvæði fyrir bekk og heitan pott þá í tengslum við að breyta fiskihjallinum í dvalarstað fyrir listafólk og skáld, sbr. tölvupóst dags. 21.02.2021.

Skipulags- og byggingarnefnd tók jákvætt í að skoða lóðarstækkun í tengslum við hugsanlega breytingu á húsnæðinu, sbr. tölvupóst. Bent er á að breyta þarf deiliskipulagi ef til þess kemur.
Bæjarráð bendir á að nýtt deiliskipulag tók gildi fyrir svæðið á árinu 2018, sem þá hafði verið í undirbúningi og vinnslu í langan tíma. Markmið skipulagsins og skilmála þess er að leggja grunn að fögru og vel byggðu umhverfi í góðum tengslum við strandlengjuna, til prýði fyrir bæinn, og var leitast við að raða byggingum og gefa þeim form, þannig að þær myndi samræmda byggingamassa, heillegar götumyndir, götu- og garðrými.

Á árinu 2020 var gerð breyting á deiliskipulaginu þar sem gerð var breyting að aðskomu að Sæmundarreit þannig að í stað aðkomu norðaustan við lóð Reitarvegs 12 er gert ráð fyrir nýrri aðkomu milli lóða 2 og 4 við Sæmundarreit. Einnig var gatan stytt og gerð að vistgötu. Hvað lóðarhafa við Sæmundarreit 5a varðar þá var jafnframt gerð breyting á aðkomu að lóðinni við skipulagsbreytinguna, en aðkoma að lóð Sæmundarreitar 5a var gerð að akfærum göngustíg.

Bæjarráð bendir jafnframt á að á árinu 2020 fóru fram gatnaframkvæmdir og lagnavinna, sem byggðar voru á fyrirliggjandi skipulagi og verkteikningum. Í þeirri vinnu var ekki gert ráð fyrir breyttri notkun á Sæmundarreit 5a. Ef fallist verður að umbeðnar hugmyndir að breytingu á deiliskipulagi felur það í sér grundvallar breytingu á forsendum bæjarins og kostnað í samræmi við auknar kröfur til gatnagerðar, lagnavinnu og aðkomu.

Bæjarráð telur, m.a. á grundvelli framangreinds, að ekki séu fyrir hendi forsendur til þess að taka jákvætt í erindið.

20.Breiðafjarðarferjan Baldur

Málsnúmer 2011013Vakta málsnúmer

Lögð fram ályktun Stykkishólmsbæjar vegna Breiðafjarðarferjunnar Baldurs, dags. 12. mars 2021.
Stykkishólmbær hefur ítrekað bent á að styrkja þurfi ferjusiglingar um Breiðafjörð með stærri og nýrri ferju til að anna aukinni þörf samfélagsins og jafnframt gert athugasemdir við að í ferjunni sé einungis ein aðalvélar með því óöryggi sem því fylgir. Bilun í Baldri nýverið er enn ein áminningin um óboðlega stöðu sem við sem samfélag viljum ekki búa við og íbúar svæðisins sætta sig ekki við. Við þessa stöðu verður ekki unað og krefst Stykkishólmsbær úrbóta strax.

Stykkishólmsbær gerir þá kröfu til samgönguyfirvalda, sem ábyrgð bera á öruggi samgangna, að málið verði tekið föstum tökum strax og öryggi þessarar þjóðleiðar um Breiðafjörð verði tryggt.

Samþykkt samhljóða og vísað til bæjarstjórnar.

21.Hundagerði í Stykkishólmi

Málsnúmer 1811057Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að staðsetningu á hundagerði í samráði við bæjarstjóra, sbr. bókun í fundargerð bæjarráðs nr. 624. Á 249. fundi sínum tók skipulags- og byggingarnefnd jákvætt í að staðsetning á hundagerði verði í Stellulundi sem staðsettur er við aðkomuna að Arnarborgum.
Bæjarráð samþykkir að sett verði upp hundagerði í Stellulunds, sem er svæði sem staðsett er við aðkomuna að Arnarborgum, og felur forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar að undirbúa framkvæmdina.

Afgreiðslu bæjarráðs er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

22.Stefna um gististaði á íbúðarsvæðum - Breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 1909016Vakta málsnúmer

Á 249. fundi skipulags- og byggingarnefndar lagði Matthildur Elmarsdóttir/Alta fram og kynnti gögn til umræðu í nefndinni vegna mótunar á tillögu Stykkishólmsbæjar að stefnu og skilmálum um gististaði á íbúðasvæðum í bænum. Í bókun nefndarinnar kemur fram að erindið hafi verið lagt fram til kynningar og umræðu þar sem fjallað var m.a. um ýmis jákvæð og neikvæð áhrif gististaða á íbúaðasvæðum og jafnframt skoðað hvernig önnur bæjarfélög hafa markað sér skipulagslega stefnu um þessi mál.

Drög að tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002-2022 skv. 36. gr. skipulagslaga er lögð fram í bæjarráði.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög og felur skipulags- og byggingarnefnd að vinna málið áfram.

23.Hamraendi 12

Málsnúmer 2103017Vakta málsnúmer

Skipavík er með lóðina Hamraendi 12 og hefur hug á að byggja það iðnaðarbil/geymslur. Jarðvinnan er mjög mikil þarna samkvæmt prufuholum sem hafa verið gerðar. Í hönnunarferlinu hefur orðið til bygging á tveimur hæðum þar sem keyrt er að henni beggja vegna. Óskað er eftir áliti Stykkishólmsbæjar áður en haldið er áfram með hönnun og aðaluppdrætti. Skipulags- og byggingarnefnd tók jákvætt í fyrirspurnina á síðasta fundi sínum.
Bæjaráð gerir ekki athugasemdir við erindið. Bæjarráð felur bæjarstjóra að láta kostnaðarmeta gatnagerð á svæðinu og ræða við lóðarhafa um framkvæmdir á svæðinu.

24.Sæmundarreitur 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2102029Vakta málsnúmer

Sótt er um stækkun viðbyggingar á áður samþykku erindi frá því í júní 2018.
Húsið er byggt árið 1900 og var áður staðsett á Laugavegi 27-b í Reykjavík og verður flutt á lóðina Sæmundarreit nr. 8 í Stykkishólmi, en lóðin hét áður Sæmundarreitur nr. 5 skv. eldra deiliskipulagi.
Með erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af Hjörleifi Sigurþórssyni dags. 03.06.2018 en búið er að uppfæra uppdrætti miðað við breytt númer lóðar og fleira.
Fyrir liggur jákvæð umsögn Minjastofnunnar á breytingunni. Byggingarfulltrúi vísaði erindinu til umsagnar í skipulags- og byggingarnefnd.

Skipulags- og byggingarnefnd tók jákvætt í erindið. Byggingin er í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Bæjarráð samþykkir stækkun viðbyggingar þar sem hún er í samræami við gildandi deiliskipulag og leggur til að bæjarstjórn til staðfestingar.

25.Silfurgata 24A - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2103013Vakta málsnúmer

Sótt er um leyfi fyrir stækkun íbúðarhúss á Silfurgötu 24A, sem byggt er árið 1921 skv. skráningu Þjóðskrár Íslands. Um er að ræða viðbyggingu til norðausturs, burðarvirki þaks og útveggja verður timbur. Stærð viðbygginar er 3,2 m x 3,5 m eða 11,2 m2 að grunnfleti.
Með erindinu eru aðaluppdrættir unnir af Rerum / Hjörleifi Sigurþórssyni dags. 07.03.2021 þar sem m.a. eru gerðar reyndarteikningar af núverandi húsi og geymsluskúr á lóð.
Fyrir liggur jákvæð umsögn Minjastofnunnar fyrir breytingunum.
Bygingarfulltrúi vísaði erindi til skipulags- og byggingarnefndar.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á 249. fundi sínum að grenndarkynna erindi samkvæmt 2. mgr. 44. gr.skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir eigenda Silfurgötu 22.
Bæjarráð samþykkir að grenndarkynna erindið samkvæmt 2. mgr. 44. gr.skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir eigenda Silfurgötu 22.

26.Yfirlit útrása og tillögur að sameining fráveituútrása í Stykkishólmi - Maðkavík

Málsnúmer 1904044Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn í tengslum við útrásina í Maðkavík, ásamt áætlun um fráveituuppbyggingu í Stykkishólmi. Þá er lagt fram erindi frá framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlit Vesturlands þar sem er óskað eftir upplýsingum um stöðu fráveitumála.

Bæjarstjórir gerir bæjarráði grein fyrir mögulegum leiðum hvað framgang fráveitumála í Maðkavík varðar og stöðu annarra fráveituframkvæmda í Stykkishólmi samkvæmt fyrirliggjandi fjárfestingaráætlun Stykkishólmsbæjar.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarritara að sækja um styrk til umhverfis- og auðlindaráðuneytis í fyrsta áfanga fráveituframkvæmda í Maðkavík sem og vegna fráveituframkvæmda á Sæmundarreit.

27.Stefnumörkun í öldrunarþjónustu í Stykkishólmi

Málsnúmer 2103027Vakta málsnúmer

Lagt er til að stofnaður verði starfshópur um stefnumótun Stykkishólmsbæjar í málefnum aldraðra og að bæjarstjóra verði falið að undirbúa erindisbréf starfshópsins og leggja fyrir bæjarráð.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra.

28.Stefna í málefnum nýrra íbúa

Málsnúmer 2103029Vakta málsnúmer

Lagt er til að Stykkishólmsbær vinni stefnu í málefnum nýrra íbúa í Stykkishólmi með áherslu á fjölmenningu.
Bæjarráð samþykkir að unnin verði stefna í málefnum nýrra íbúa Stykkishólmsbæjar með áherslu á fjölmenningu og felur bæjarstjóra að undirbúa erindisbréf starfshópsins og leggja fyrir bæjarráð.

29.Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga

Málsnúmer 2103028Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Stykkishólmsbæjar um 195 milljón kr. lán fyrir Stykkishólmsbæ á árinu 2021, í samræmi við fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar, og samþykki Lánasjóðs sveitarfélaga á beiðninni.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti umrædda lántöku á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga og vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar þar sem lögð verða fram gögn vegan málsins.

30.Umsögn um rekstrarleyfi - Gistiver ehf

Málsnúmer 2102043Vakta málsnúmer

Embætti Sýslumannsins á Vesturlandi óskar umsagnar um umsókn Gistivers ehf. kt.670409-0660, um rekstrarleyfi gististaðar í flokki IV, hótel, sem rekið er sem Hótel Egilsen, Aðalgötu 2 (F2115664), Stykkishólmi. Umsækjandi er með eldra rekstrarleyfi LG -REK-010446 vegna rekstrarins sem gilti til 15. júní 2020.
Bæjarráð hefur ekki athugasemdir við erindið.

31.Leigufélagið Bríet ehf.

Málsnúmer 2011018Vakta málsnúmer

Lögð fram kynning framkvæmdastjóra leigufélagsins Bríetar ehf., dótturfélags Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, frá fundi sem haldinn var 24. febrúar sl. um uppbyggingu leiguíbúða á samfélagslegum grunni með áherslu á landsbyggðina, ásamt öðrum gögnum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

32.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd

Málsnúmer 2103030Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018, 585. mál
Lagt fram til kynningar.

33.Umsögn um frumvarp til laga um stjórnarskipunarlög (kosningaaldur)

Málsnúmer 2102045Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn ungmennaráðs um frumvarp til laga um stjórnskipunarlög (kosningaaldur), 188. mál.
Bæjarráð samþykkir að umsögn ungmennaráðs verði send Alþingi sem umsögn Stykkishólmsbæjar.

34.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitastjórna með síðari breytingum

Málsnúmer 2103007Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn ungmennaráðs um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitastjórna með síðari breytingum (kosningaaldur), 272. mál.
Bæjarráð samþykkir að umsögn ungmennaráðs verði send Alþingi sem umsögn Stykkishólmsbæjar.

35.Kennslukvóti fyrir skólaárið 2021-2022

Málsnúmer 2103038Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Grunnskólans í Stykkishólmi um kennslukvóta fyrir skólaárið 2021-2022 ásamt umsögn 182. fundar skóla- og fræðslunefndar um málið.
Bæjarráð samþykkir er fresta afgreiðslu málsins.

36.Ægisgata 1 - Bréf frá Lagavörðunni og svarbréf bæjarstjóra

Málsnúmer 2006015Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Lagavörðunnar sem sent var f.h. lóðahafa Austurgötu 12 og Ægisgötu 3, dags. 17. febrúar 2021, sem er svarbréf við bréfi byggingarfulltrúa, dags. 5. febrúar 2020, vegna framkvæmda við lóð nr. 1 við Ægisgötu í Stykkishólmi. Þá er jafnframt lagt fram erindi sama aðila, dags. 26. febrúar 2021, þar sem gerðar eru athugasemdir við framkvæmdir á lóð nr. 1 við Ægisgötu í Stykkishólmi, ásamt svarbréfi bæjarstjóra.
Bæjarráð tekur undir svarbréf bæjarstjóra og áréttar að ráðið beri fullt traust til byggingafulltrúa og hans starfa.

37.Fundargerð 191. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga

Málsnúmer 2103005Vakta málsnúmer

Lögð fram opinber útgáfa 191. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga.
Framlagt til kynningar.

38.Eigendafundur Sorpurðunar Vesturlands

Málsnúmer 2008023Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð eigendavettvangs Sorpurðunar Vesturlands frá 22. febrúar sl.
Framlagt til kynningar.

39.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar

Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir 186. og 187. fundar Breiðafjarðarnefndar.
Framlagt til kynningar.

40.Aðgerðaáætlun fyrir Vesturland fyrir sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs

Málsnúmer 2103004Vakta málsnúmer

Lögð fram lokaeintak skýrslu um aðgerðaáætlun fyrir Vesturland.
Framlagt til kynningar.

41.Fundargerðir stjórnar FSS

Málsnúmer 2101043Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir 113. og 114. fundar stjórnar FSS.
Lagt fram til kynningar.

42.Fundur almannavarnanefndar 2. mars

Málsnúmer 2103010Vakta málsnúmer

Lagðir fram minnispunktar af fundi almannavarnanefndar 2. mars.
Framlagt til kynningar.

43.Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Vesturlands

Málsnúmer 2103023Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð á aðalfund Heilbrigðiseftirlits Vesturlands sem fram fer 24. mars nk.
Framlagt til kynningar. Fulltrúar á aðalfund Heilbrigðiseftirlits Vesturlands eru: Hrafnhildur Hallvarðsdóttir,Haukur Garðarsson og Lárus Ástmar Hannesson.

44.Bókun skólastjórnenda á Snæfellsnesi

Málsnúmer 2102011Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun skólastjórnenda á Snæfellsnesi varðandi þjónustu Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, en bæjarráð Stykkishólmsbæjar óskaði á 624. fundi sínum eftir upplýsingum og skýringum frá forstöðumanni félags- og skólaþjónustu Snæfellinga vegna bókunarinnar. Lagt fram minnisblaði frá forstöðumanni félags- og skólaþjónustu Snæfellinga vegna bókunarinnar.
Lagt fram til kynningar.

45.Fundargerðir stýrihóps um hönnun og framkvæmdir á HVE Stykkishólmi (Hjúkrunarrými Heilbrigðisstofnunar Vesturlands)

Málsnúmer 1909042Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð síðasta stýrihópsfundar vegna HVE Stykkishólmi sem og fylgiskjal.
Framlagt til kynningar.

46.Heildarskipulag áningastaðar og útsýnissvæðis á Súgandisey

Málsnúmer 2004031Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra vegna styrkveitingar Stykkishólmsbæjar að fjárhæð kr. 24.950.000 ásamt tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamanna að styrkþegum og rökstuðningi fyrir úthlutun. Einnig eru lagðar fram glærur Framkvæmdasjóðs um uppbyggingu innviða og náttúruvernd.

Styrkurinn er veittur til deiliskipulagsgerðar fyrir Súgandisey sem mun tryggja heilstæða sýn á þróun eyjunnar. Samhliða skipulagsáætlun mun vera unnið að útsýnissvæði í samræmi við vinningstillögu úr samkeppni, sem haldin var í samvinnu við Félag íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA), og ber heitið Fjöregg, en Fjöreggið er útsýnisskúlptúr, útsýnispallur, upplifunar- og áningastaður allt í senn.
Jafnframt er lagt fram minnisblað ráðgjafa vegna skipulags á Súgandisey.
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð samþykkir að hefja vinnu við deiliskipulag af Súgandisey.

47.Sögu og menningararfur í Stykkishólmsbæ - Búðarnes og Hjallatangi

Málsnúmer 1905057Vakta málsnúmer

Lögð fram kynning ráðherra frá fundi þar sem tilkynnt var um nýja styrki úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða.

Á fundinum var tilkynnt um að styrkur hafi verið veittur til heildarhönnunar svæðisins við Búðarnes og Hjallatanga í Stykkishólmi á árunum 2021-2023 með það að markmiði að útbúin verði söguleið um svæðið þar sem saga Stykkishólms hófst.

Verkefnið er samstarfsverkefni Stykkishólmsbæjar og Minjastofnunar Íslands, enda er svæðið er ríkt af menningarminjum auk þess sem þar er mikil náttúrufegurð. Í Búðarnesi hófst verslunarsaga Stykkishólms og eru þar minjar tengdar verslun á svæðinu, þar á meðal friðlýstar búðatóftir.
Lagt fram til kynningar.

48.Samgöngur á Snæfellsnesi - samráðsfundur um stöðu samgöngumála

Málsnúmer 2103008Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi bæjarstjóra Stykkishólmsbæjar um samgöngur á Snæfellsnesi sem flutt var á samráðsfundi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um stöðu samgöngumála á Vesturlandi sem haldinn var 3. mars 2021.

Í erindi bæjarstjóra kemur fram að forgangsverkefni Snæfellinga í vegamálum snýr aðallega að uppbyggingu og endurbótum á Snæfellnesvegi nr. 54, þ.m.t. Skógarstrandarvegi, og áframhaldandi uppbyggingu hafna á Snæfellsnesi. Þá er jafnframt lögð fram erindi Lilju Bjargar Ágústsdóttur, formanns SSV og forseta sveitarstjórnar í Borgarbyggð, og Sigríðar Huldar Skúladóttur, sveitarstjórnarfulltrúa í Dalabyggð.
Erindi lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?