Fara í efni

Yfirlit útrása og tillögur að sameining fráveituútrása í Stykkishólmi - Maðkavík

Málsnúmer 1904044

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 625. fundur - 18.03.2021

Lögð fram gögn í tengslum við útrásina í Maðkavík, ásamt áætlun um fráveituuppbyggingu í Stykkishólmi. Þá er lagt fram erindi frá framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlit Vesturlands þar sem er óskað eftir upplýsingum um stöðu fráveitumála.

Bæjarstjórir gerir bæjarráði grein fyrir mögulegum leiðum hvað framgang fráveitumála í Maðkavík varðar og stöðu annarra fráveituframkvæmda í Stykkishólmi samkvæmt fyrirliggjandi fjárfestingaráætlun Stykkishólmsbæjar.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarritara að sækja um styrk til umhverfis- og auðlindaráðuneytis í fyrsta áfanga fráveituframkvæmda í Maðkavík sem og vegna fráveituframkvæmda á Sæmundarreit.
Getum við bætt efni síðunnar?