Fara í efni

Velferð aldraðra

Málsnúmer 1904048

Vakta málsnúmer

Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 1. fundur - 24.04.2019

Fyrir velferðar- og jafnréttisnefnd eru lagðar fram tvær skýrslur, önnur um "Uppbyggingu á þjónustu og búsetuúrræðum fyrir aldraða og fatlaða í Stykkishólmsbæ" sem unnin var af nefnd á vegum Stykkishólmsbæjar í febrúar 2010 og hin um "Stefnumörkun í málefnum aldraðra" sem unnin var í nefnd á vegum Stykkishólmsbæjar í apríl 2006. Jafnframt er lögð fram "Stefna Stykkishólmsbæjar í málefnum aldraðra". Þá eru "Hagnýtar upplýsingar fyrir eldri borgara í Stykkishólmi" kynntar.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd vísar umræðum um endurskoðun á stefnum og skýrslum um velferð aldraðra til frekari vinnslu í nefndinni. Nefndin telur jafnframt mikilvægt er að þessi vinna fari fram í samráði við öldungaráð.

Vísar til áframhaldandi umræðu í nefndinni.

Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 2. fundur - 19.11.2019

Velferðar- og jafnréttismálanefnd vísaði á síðasta fundi sínum umræðum um endurskoðun á stefnum og skýrslum um velferð aldraðra til frekari vinnslu í nefndinni. Nefndin telur jafnframt mikilvægt er að þessi vinna fari fram í samráði við öldungaráð. Vísað til áframhaldandi umræðu í nefndinni.
Til greina kemur að velferðar- og jafnréttismálanefnd haldi sameiginlegan fund með öldungaráði til þess að fara yfir þessi mál, en þessi mál hafa jafnframt verið tekin til umfjöllunar í öldungaráði.

Velferðar- og jafnfréttismálanefnd samþykkir að fela formanni að eiga samtal við formann öldungaráðs um fyrirliggjandi skýrslur og stefnur og næstu skref.
Getum við bætt efni síðunnar?