Fara í efni

Velferðar- og jafnréttismálanefnd

2. fundur 19. nóvember 2019 kl. 17:15 - 19:20 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Birta Antonsdóttir formaður
  • Berglind Lilja Þorbergsdóttir aðalmaður
  • Ingveldur Eyþórsdóttir aðalmaður
  • Halla Dís Hallfreðsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Birta Antonsdóttir formaður
Dagskrá

1.Skólastígur - Framkvæmd

Málsnúmer 1905029Vakta málsnúmer

Lagt er fyrir Velferðar- og jafnréttisnefnd minnisblað bæjarstjóra ásamt öðrum gögnum um framkvæmdir og viðhald á húsnæði og lóð við Skólastíg 14, 14a og 16 og þeim verkefnum sem fyrir liggja, en samkvæmt framlögðu tölulegu yfirlit yfir framkvæmdir og viðhald við Dvalarheimilið á árunum 2018 og 2019 eru samtals framkvæmdir og viðhald kr. 35.245.395 á þessum tíma.
Lagt fram til kynningar.

2.Staða öldrunarþjónustu í Stykkishólmi

Málsnúmer 1910045Vakta málsnúmer

Markmið laga um málefni aldraðra er að tryggja að aldraðir eigi völ á þeirri heilbrigðis- og félagsþjónustu sem þeir þurfa á að halda og að hún sé veitt á því þjónustustigi sem er eðlilegast miðað við þarfir hvers og eins. Einnig er markmið laganna að aldraðir geti eins lengi og unnt er búið við eðlilegt heimilislíf en sé jafnframt tryggð stofnanaþjónusta þegar hennar er þörf, en ábyrgð og rekstur öldrunarþjónustu skiptist á milli ríkis og sveitarfélaga.

Farið yfir öldrunarþjónustu í Stykkishólmi þar sem lögð verður áhersla á heimaþjónustu, en heimaþjónusta er samheiti fyrir heimahjúkrun sem veitt er af Heilbrigðisstofnun Vesturlands og félagslega heimaþjónustu sem veitt er sameiginlega af sveitafélögum á Snæfellsnesi í gegnum Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga. Þá eru lögð fram gögn í tenglum við öldrunarþjónustu, þ.m.t. þjónusturamma heimahjúkrunar HVE og upplýsingar frá Forstöðumaður Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga um stöðu heimaþjónustu FSS í Stykkishólmi.
Lagt fram til kynningar.

3.Fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2021-2023

Málsnúmer 1910028Vakta málsnúmer

Fyrir Velferðar- og jafnréttisnefnd er lögð fram fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2020 ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun 2021-2023 sem samþykkt var eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Velferðar- og jafnréttisnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.

4.Gjaldskrá Stykkishólmsbæjar 2020

Málsnúmer 1909028Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að gjaldskrá Stykkishólmsbæjar 2020, sem vísað var til seinni umræðu í bæjarstjórn á síðasta bæjarstjórnarfundi, en gjaldskráin tekur mið af fyrirliggjandi forsendum og markmiðum við gerð fjárhagsáætlunar Stykkishólmsbæjar 2020-2023. Þá tekur gjaldskráin mið af yfirlýsingu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í tengslum við lífskjarasamninga 2019-2022 þar sem mælst var til þess að sveitarfélögin hækki gjaldskrár sínar á árinu 2020 um 2,5% að hámarki.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemdir við gjaldskrá.

5.Reglur Stykkishólmsbæjar um kostnaðarþátttöku og leikskóladvöl barna utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 1905074Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi bæjarstjórnar til velferðar- og jafnréttismálanefndar ásamt drögum að reglum Stykkishólmsbæjar um kostnaðarþátttöku og leikskóladvöl og námsvistar barna utan lögheimilissveitarfélags, ásamt fylgiskjölum, en reglunum var vísað til frekari vinnslu og umsagnar í velferðar- og jafnréttismálanefnd á 377. fundi bæjarstjórnar.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd vísar umræðu um þennan lið til næsta fundar

6.Velferð aldraðra - Fyrirliggjandi skýrslur og stefnur

Málsnúmer 1904048Vakta málsnúmer

Velferðar- og jafnréttismálanefnd vísaði á síðasta fundi sínum umræðum um endurskoðun á stefnum og skýrslum um velferð aldraðra til frekari vinnslu í nefndinni. Nefndin telur jafnframt mikilvægt er að þessi vinna fari fram í samráði við öldungaráð. Vísað til áframhaldandi umræðu í nefndinni.
Til greina kemur að velferðar- og jafnréttismálanefnd haldi sameiginlegan fund með öldungaráði til þess að fara yfir þessi mál, en þessi mál hafa jafnframt verið tekin til umfjöllunar í öldungaráði.

Velferðar- og jafnfréttismálanefnd samþykkir að fela formanni að eiga samtal við formann öldungaráðs um fyrirliggjandi skýrslur og stefnur og næstu skref.

7.Akstursþjónusta í Stykkishólmi

Málsnúmer 1909014Vakta málsnúmer

Magnús Ingi Bæringsson kemur á fund ráðsins og gerir grein fyrir tilraunarverkefni um akstursþjónustu fyrir þá einstaklinga sem vegna skertrar líkamlegrar og andlegrar færni sem rekja má til fötlunar, sjúkdóma eða aldurs komast ekki ferða sinna aðstoðarlaust.

Þá er lögð fram gögn í tengslum við fund um sem Tryggvi Þórhallsson, lögfræðingur og sérfræðingur hjá Samband íslenskra sveitarfélaga, hélt með fulltrúum Stykkishólmsbæjar föstudaginn 14. júní um akstursþjónustu sveitarfélaga eftir að bæjarstjóri setti sig í samband við Samband íslenskra sveitarfélaga og óskaði eftir því að fulltrúi frá þeim, sem sérþekkingu hefur á þessum málaflokki, myndi halda erindi í Stykkishólmi um málefnið fyrir fastanefndir bæjarins og svara spurningum sem þessum málaflokki tengjast.

Einnig eru lögð fram drög að reglum um akstursþjónustu Stykkishólmsbæjar.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd fagnar þeirri vinnu sem fram hefur farið og samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi reglur með áorðnum breytingum. Í 3.gr kemur fram að skilyrði fyrir umsókn sé að viðkomandi eigi ekki eigin bifreið. Nefndin telur heppilegra að orða það þannig að umsækjandi geti ekki notfært sér bifreið (umsækjandi gæti hugsanlega átt eigin bifreið en ekki verið fær um að nota hana)

Einnig veltir nefndin upp þeirri spurningu hvort að breyta þurfi reglunum til þess að samræma þær þörfum fatlaðra eða jafnvel semja slíkar reglur fyrir akstursþjónustu fatlaðra.

8.Félagsstarfið Sprettur

Málsnúmer 1905015Vakta málsnúmer

Framlagður samningur um félagsstarfið Sprett frá 2015 auk annarra gagna tengdum starfinu.

Bæjarstjórn samþykkti 15. maí sl að vísa samstarfssamningi við Sprett til umsagnar í Velferðar- og jafnréttismálanefnd.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd vísar umfjöllun til næsta fundar

9.Jafnréttisáætlun Stykkishólmsbæjar 2018-2022

Málsnúmer 1904049Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Jafnréttisstofu þar sem koma fram ábendingar frá Jafnréttisstofu varðandi viðbætur við jafnréttisáætlun Stykkishólmsbæjar fyrir árin 2018-2022, m.a. að hægt sé að kveða með skýrari hætti á um það hvernig unnið sé að því að bæta stöðu kynjanna í sveitarfélaginu, sbr. 12. gr. jafnréttislaga.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd vísar umfjöllun til næsta fundar.

10.Jafnréttisáætlun Leikskólans í Stykkishólmi 2019-2022

Málsnúmer 1907004Vakta málsnúmer

Lögð fram Jafnréttisáætlun Leikskólans í Stykkishólmi 2019-2022, en áætlunin tekur mið af jafnréttisáætlun Stykkishólmsbæjar 2018-2022 eftir því sem við á. Áætlunin hefur það að markmiði að stuðla að jafnri stöðu og jöfnum möguleikum íbúa Stykkishólmsbæjar, tryggja jafnrétti kynjanna og stuðla að kynjasamþættingu í allri starfsemi bæjarfélagsins.

Jafnréttisáætlun Leikskólans í Stykkishólmi 2019-2022 hefur verið yfirfarin af Jafnréttisstofu og metur stofnunin það svo að hún uppfylli kröfur sem gerðar eru til slíkra áætlana.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi Jafnréttisáætlun Leikskólans í Stykkishólmi 2019-2022 og samþykkir hana fyrir sitt leyti. Málinu vísað til bæajarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 19:20.

Getum við bætt efni síðunnar?