Fara í efni

Ársskýrsla Eldfjallasafnsins 2018 - Starfsemi og framtíðarsýn

Málsnúmer 1905065

Vakta málsnúmer

Safna- og menningarmálanefnd - 107. fundur - 17.09.2019

Hjördís Pálsdóttir, safnstjóri, kemur til fundar við safna- og menningarmálanefnd og gerir grein fyrir ársskýrslu um starfsemi Eldfjallasafnsins 2018, þar sem m.a. er farið yfir starfsemi safnsins, sögu þess, nýjungar, markaðsstarf og framtíðarsýn.
Hjördís Pálsdóttir fer yfir starfsmannamál safnins, en Hjördís fer með forstöðu Eldfjallasafns, sem og Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla og Vatnasafns.

Starfmannaskipti urðu á safninu, Filip Polách hætti vorið 2018, þá tók Ewa synowsky við og var út sumarið. Sigurður Grétar Jónasson sem ráðinn var starfsmaður safnanna sumarið 2018 tók svo við umsjón safnins í ágúst 2018.

Einnig var farið yfir helstu nýjungar á safninu og gestakomur. Hjördís fór einnig yfir aðra hópa sem hafa heimsótt safnið sem og viðburði á árinu 2018.

Safna- og menningarmálanefnd þakkar Hjördísi Pálsdóttur, forstöðumanni safna, fyrir greinargóða yfirferð yfir starfsemi safnsins.

Safna- og menningarmálanefnd óskar eftir upplýsingum um rekstur og niðurstöðu safnsins árið 2018.

Safna- og menningarmálanefnd - 108. fundur - 18.10.2019

Á 108. fundi safna- og menningarmálanefndar kom Hjördís Pálsdóttir, safnstjóri, til fundar við nefndina og gerði grein fyrir ársskýrslu um starfsemi Eldfjallasafnsins 2018, þar sem m.a. var farið yfir starfsemi safnsins, sögu þess, nýjungar, markaðsstarf og framtíðarsýn.Safna- og menningarmálanefnd óskaði á sama fundi eftir upplýsingum um rekstur og niðurstöðu safnsins árið 2018.

Fyrir safna- og menningarmálanefnd er lagt fram uppgjör Eldfjallasafns vegna árisns 2018.
Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni síðunnar?