Fara í efni

Skýrsla starfshóps um aflaheimildir sem ríkið fer með forræði yfir

Málsnúmer 1907030

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 2. fundur - 20.04.2020

Lagt fram erindi og fundarboð frá starfshópi sem hefur það hlutverk að endurskoða meðferð og ráðstöfun aflaheimilda sem ríkið fer með forræði yfir. Um er að ræða 5,3% af heildarafla í hverri fisktegund sem tekið er til hliðar fyrir úthlutun aflamarks. Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða er þessum afla nú varið í strandveiðar, almennan og sértækan byggðakvóta, línuívilnun, rækju- og skelbætur og frístundaveiðar.

Starfshópurinn boðaði til samráðsfundar með fulltrúum sveitarstjórnarstigsins og hagsmunaaðilum 15. ágúst 2019 og sótti Bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar fundinn fyrir hönd Stykkishólmsbæjar.

Starfshópurinn, sem skipaður var 30. apríl 2019 af Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til að endurskoða meðferð og ráðstöfun 5,3% aflaheimilda sem ríkið fer með forræði yfir hefur lokið störfum og skilað skýrslu til ráðherra.

Lögð er fram skýrsla starfshópsins þar sem fram koma tillögur starfshópsins ásamt kynningu á skýrslunni.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lýsir ánægju sinni yfir að fyrir liggi markvissari tillögur en áður um meðferð og ráðstöfun aflaheimilda sem teknar eru til hliðar til að efla atvinnu og byggð í landinu.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur þunga áherslu á mikilvægi þess fyrir atvinnulífið í Stykkishólmi og þar með samfélagið í heild sinni á svæðinu að tryggð verði farsæl og sanngjörn niðurstaða fyrir útgerðir á svæðinu við uppgjör á skel- og rækjubótum í þeirri útfærslu sem atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu var falið að útfæra í samræmi við tillögur starfshópsins.
Getum við bætt efni síðunnar?