Fara í efni

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd

2. fundur 20. apríl 2020 kl. 12:15 - 14:04 í gegnum fjarfundarbúnað
Nefndarmenn
  • Sara Hjörleifsdóttir aðalmaður
  • Halldór Árnason formaður
  • Kári Hilmarsson aðalmaður
  • Símon Már Sturluson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Símon Már Sturluson ritari atvinnu- og nýsköpunarnefndar
Dagskrá
Halldór Árnason, formaður, setur fundinn, býður nýja nefndarmenn velkomna til starfa og stýrir fundinum. Fundurinn fer fram í gegnum fjarfundabúnað til að tryggja starfhæfi og til að auðvelda ákvarðanatöku í ljósi aðstæðna í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar þar um. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram. Lagði formaður til að Símon Már Sturluson verði ritari nefndarinnar og var tillagan samþykkt samhljóða.

Gengið til dagskrár.

1.Áhugi á rannsóknar-, vinnslu- og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi

Málsnúmer 1810056Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu verkefnis er snýr að stofnun þörungavinnslu við Stykkishólm. Fulltrúar Acadian Seaplants Limited mæta til fundar við nefndina til að fara yfir stöðu verkefnisins.
Á fund atvinnu- og nýsköpunarnefndar eru mætt fulltrúar frá Acadian Seaplants þau Daniel Parker Jim Keogh, Jean-Pierre Brien, Anna Ólöf Kristjánsdóttir, Ómar Kristjánsson og Ingvar Arndal Kristjánsson til viðræðna við nefndina um stöðu verkefnisins.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd þakkar fyrir greinargóðar upplýsingar um gang mála og væntir þess að viðunandi lausn finnist á nauðsynlegri orkuöflun á viðráðanlegu verði.

2.Framtíðarsýn fyrir bæjarhátíðir í Stykkishólmi (Danskir dagar)

Málsnúmer 1901038Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra Stykkishólmsbæjar sem unnið var að beiðni formanns atvinnu- og nýsköpunarnefndar Stykkishólmsbæjar til upplýsinga fyrir nefndina um vinnu sem innt var af hendi í tengslum við framtíðarsýn fyrir bæjarhátíðir í Stykkishólmi og aðkomu bæjarins að þeim. Málefnið var tekið til umfjöllunar á síðasta ári í fastanefndum bæjarins og bæjarstjórn, eftir að stýrihópur um myndun framtíðarsýnar fyrir bæjarhátíðir í Stykkishólmi lauk störfum.

Þá er jafnframt lögð fram skýrsla stýrihóps um myndun framtíðarsýnar fyrir bæjarhátíðir í Stykkishólmi ásamt fylgiskjölum.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lýsir yfir ánægju með skýrslu stýrihóps um myndun framtíðarsýnar fyrir bæjarhátíðir í Stykkishólmi og afgreiðslu bæjarstjórnar frá 12. desember 2019.

3.Atvinnutekjur í Stykkishólmi eftir atvinnugreinum

Málsnúmer 1905102Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlitsskjal sem sýnir uppruna útsvarstekna Stykkishólmsbæjar eftir atvinnugreinum.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd telur þessar upplýsingar geta gagnast við að móta áherslur í starfi nefndarinnar.

Nefndin fer þess á leit að Stykkishólmsbær afli nýrra upplýsinga um uppruna útsvarstekna.

4.Fyrirtækjakönnun á Íslandi

Málsnúmer 1906032Vakta málsnúmer

Skýrsla um fyrirtækjakönnun 2018 fyrir landsbyggðina alla var gefin út 12. júní 2019 og inniheldur hún fyrstu fyrirtækjakönnun sem gerð hefur verið á landsbyggðinni. Niðurstöðurnar byggja á spurningakönnun sem var lögð fyrir fyrirtæki í öllum landshlutum, nema á höfuðborgarsvæðinu, í nóvember 2018 og stóð yfir til loka janúar 2019.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd telur að niðurstöður könnunarinnar geti gagnast við að móta áherslur í starfi nefndarinnar.

5.Tillaga að fjárhagslegum og samfélagslegum aðgerðum Stykkishólmsbæjar til viðspyrnu og varna vegna COVID-19

Málsnúmer 2004015Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram tillögur bæjarstjóra að fjárhagslegum og samfélagslegum aðgerðum Stykkishólmsbæjar til viðspyrnu og varna vegna COVID-19, en málinu var á 611. fundi bæjarráðs vísað til umsagnar í atvinnu- og nýsköpunarnefnd.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lýsir stuðningi sínum við framkomnar tillögur að fjárhagslegum og samfélagslegum aðgerðum Stykkishólmsbæjar til viðspyrnu og varna fyrir atvinnulíf vegna COVID-19. Nefndin telur hins vegar mikilvægt að Stykkishólmsbær sé reiðubúinn að skoða frekari aðgerðir til að verja störf í bænum eftir því sem áhrif veirunnar á atvinnulíf í bænum koma betur í ljós.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lýsir sig reiðubúna að koma að undirbúningi markaðsátaks til eflingar á ferðaþjónustu á svæðinu og kynningu á Stykkishólmi þar sem dregnir eru fram kostir þess að búa í Stykkishólmi. Einnig er nefndin reiðubúin til að vinna, í samvinnu við Eflingu Stykkishólms, áætlun um markaðssetningu Stykkishólms og stuðning bæjarins við ferðaþjónustu sem viðbrögð við hruni í ferðaþjónustu fyrir árin 2020- 2021.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd er ennfremur reiðubúin að móta tillögur að stuðningi við nýsköpunarverkefni, aðstoð við frumkvöðla og nýsköpunarumhverfis í Stykkishólmi, ásamt leiðum til að skapa skapandi greinum í Stykkishólmi skilyrði til vaxtar til lengri tíma.

Loks er atvinnu- og nýsköpunarnefnd reiðubúin að móta tillögur að sóknarfærum í tengslum við störf án staðsetninga, þar með talið hvernig skapa megi bætta umgjörð og tækifæri í Stykkishólmi í því sambandi.

6.Skýrsla starfshóps um aflaheimildir sem ríkið fer með forræði yfir

Málsnúmer 1907030Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi og fundarboð frá starfshópi sem hefur það hlutverk að endurskoða meðferð og ráðstöfun aflaheimilda sem ríkið fer með forræði yfir. Um er að ræða 5,3% af heildarafla í hverri fisktegund sem tekið er til hliðar fyrir úthlutun aflamarks. Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða er þessum afla nú varið í strandveiðar, almennan og sértækan byggðakvóta, línuívilnun, rækju- og skelbætur og frístundaveiðar.

Starfshópurinn boðaði til samráðsfundar með fulltrúum sveitarstjórnarstigsins og hagsmunaaðilum 15. ágúst 2019 og sótti Bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar fundinn fyrir hönd Stykkishólmsbæjar.

Starfshópurinn, sem skipaður var 30. apríl 2019 af Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til að endurskoða meðferð og ráðstöfun 5,3% aflaheimilda sem ríkið fer með forræði yfir hefur lokið störfum og skilað skýrslu til ráðherra.

Lögð er fram skýrsla starfshópsins þar sem fram koma tillögur starfshópsins ásamt kynningu á skýrslunni.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lýsir ánægju sinni yfir að fyrir liggi markvissari tillögur en áður um meðferð og ráðstöfun aflaheimilda sem teknar eru til hliðar til að efla atvinnu og byggð í landinu.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur þunga áherslu á mikilvægi þess fyrir atvinnulífið í Stykkishólmi og þar með samfélagið í heild sinni á svæðinu að tryggð verði farsæl og sanngjörn niðurstaða fyrir útgerðir á svæðinu við uppgjör á skel- og rækjubótum í þeirri útfærslu sem atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu var falið að útfæra í samræmi við tillögur starfshópsins.

7.Frumkvöðla- og nýsköpunarsetur

Málsnúmer 2004022Vakta málsnúmer

Lagt var fram minnisblað um heimsókn formanns atvinnu- og nýsköpunarnefndar til nýsköpunarsetursins Coworks á Akranesi.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd samþykkir að kanna í samstarfi við bæjarstjóra möguleika á stofnun frumkvöðla- og nýsköpunarseturs í Stykkishólmi sem rekið yrði á svipuðum grundvelli og setrið á Akranesi. Kannað verði m.a. hentugt húsnæði fyrir slíka starfsemi, helstu rekstrarforsendur og eftirspurn einyrkja eftir aðstöðu. Einnig verði kannað hvort í setrinu geti fyrirtæki og stofnanir á höfuðborgarsvæðinu fengið aðstöðu fyrir störf án staðsetningar.

8.Erindi frá Eflingu Stykkishólms

Málsnúmer 2004002Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá stjórn Eflingar Stykkishólms, dags. 2. apríl 2020, þar leitað er eftir samstarfi við Stykkishólmsbæ til þess að styðja við ferðaþjónustu og ferðaþjónustutengdar greinar í Stykkishólmi um leið og það er tímabært.

Á 611. fundi bæjarráðs var Eflingu Stykkishólms þakkað erindið og greinargóðar upplýsingar. Þá tók bæjarráð jákvætt í samvinnu og samstarf við atvinnulífið í Stykkishólmi, nú sem endra nær, og sér í lagi á tímum sem þessum þar sem forsendubrestur vegna tekjufalls er staðreynd hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu.

Bæjarráð benti jafnframt á að í vinnslu eru tillögur að fjárhagslegum og samfélagslegum aðgerðum Stykkishólmsbæjar til viðspyrnu og varna vegna COVID-19, þar sem sérstaklega er vikið að ferðaþjónustu.

Bæjarráð vísaði að lokum erindinu til umsagnar í atvinnu- og nýsköpunarnefnd.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur undir erindi stjórnar Eflingar Stykkishólms, dags. 2. apríl 2020, og telur mikilvægt að undirbúnar verði aðgerðir til að styðja við ferðaþjónustu og ferðaþjónustutengdar greinar í Stykkishólmi sem hægt er að hrinda í framkvæmd um leið og markaðurinn verður móttækilegur á ný.

9.Skógarstrandarvegur

Málsnúmer 1905105Vakta málsnúmer

Lagðar fram umsagnir Stykkishólmsbæjar og SSV um Skógarstrandarveg þar sem m.a. er farið yfir mikilvægi uppbyggingar vegarins fyrir atvinnulíf og samstarfsmöguleika á svæðinu.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur undir framkomnar umsagnir Stykkishólmsbæjar þar sem lögð er þung áhersla á að auknu fjármagni verði veitt annars vegar til hönnunar vegarins um Skógarströnd og hins vegar til framkvæmda á fyrsta tímabili samgönguáætlunar þannig að hægt verði að hefja framkvæmdir við veginn sem fyrst og eigi síðar en 2023.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur þunga áherslu á mikilvægi þess fyrir atvinnulíf og búsetuskilyrði á svæðinu, líkt og ítarlega er rakið í fyrirliggjandi umsögn bæjarstjóra Stykkishólmsbæjar, að Skógarstrandarveg þurfi að setja á fyrsta tímabil samgönguáætlunar (Vestfjarðarvegur að Heydalsvegamótum) og að samtímis þurfi að tryggja að fjármagn verði sett á annað tímabil samgönguáætlun (Heydalsvegamót að Stykkishólmsvegi, með þverun Álftafjarðar) og að vegurinn verði þannig allur lagður bundnu slitlagi í lok þess tímabils.

10.Raforkuöryggi á Snæfellsnesi

Málsnúmer 2004021Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra Stykkishólmsbæjar um stöðu og úrbætur á innviðum á Snæfellsnesi ásamt niðurstöðu átakshóps sem ríkisstjórnin setti á fót í kjölfar fárviðrisins sem gekk yfir í desember 2019 um úrbætur í innviðum og greinargerðir frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi og Landsneti sem send var átakshópnum.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur undir áhyggjur bæjarstjóra af því að afhendingaröryggi á Snæfellsnesi er stórlega ábótavant.

Nefndin hvetur bæjarstjóra og bæjarstjórn að beita sér fyrir því í samvinnu við sveitarfélögin á Snæfellsnesi að flýta langtímaáætlun hvað varðar flutningsleiðir á Snæfellsnes sem á að tryggja hringtenginu á Snæfellsnesi og auka verulega afhendingaröryggi rafmagns.

11.Sjávarfallaorka í Breiðafirði

Málsnúmer 1905104Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað um sjávarfallaorku í Breiðafirði.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd samþykkir að kanna hjá eigendum Sjávarorku ehf. hver sé staða fyrirtækisins og hvernig gangi að rannsaka möguleika á virkjun sjávarfalla í Breiðafirði. Jafnframt verði fyrirtækið Sjávarorka ehf. hvatt til að herða á rannsóknum.

Fundi slitið - kl. 14:04.

Getum við bætt efni síðunnar?