Fara í efni

Bæjarráð - 606

Málsnúmer 1910004F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 380. fundur - 31.10.2019

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Til máls tóku:TM, JBJ, SIB, EF, RMR og HH.

Bókun O-lista um fundargerð bæjarráðs nr. 606, dagskrárlið nr. 24.
Á bæjarstjórnarfundi nr. 369, fyrir ári síðan, 30. október 2018 var samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að ræða við forystufólk vinabæjarins Drammen um að finna vistvænni leið varðandi gjöf á jólatré enda samræmist sending jólatrjáa á milli landa ekki umhverfissjónarmiðum.

Þann 10. október síðastliðinn sendu fulltrúar Okkar Stykkishólms bæjarstjóra áminningu um að upplýsa bæjarráð um stöðu mála. Svo virðist sem viðræðum hafi ekki verið fram haldið frá því fyrir jól í fyrra.

Sífellt bætast við sveitarfélög sem afþakka slíkar gjafir enda langflestir á sömu vegferð hvað varðar umhverfismál.

Undirritaðar hvetja til að jólatréð verði afþakkað áður en það verður sent af stað og fundin önnur farsæl lausn sem hentar báðum aðilum.

Okkar Stykkishólmur,
Erla Friðriksdóttir
Theódóra Matthíasdóttir


Bókun L-lista um fundargerð bæjarráðs nr. 606, dagskrárlið nr. 21.
L-listinn leggst gegn framlengingu á samningi um rekstur Eldfjallasafnsins og vill ítreka stefnu listans um að gamla bíóhúsið verði nýtt undir félagsheimili fyrir bæjarbúa.

Ragnar Már Ragnarsson
L-lista
Getum við bætt efni síðunnar?