Fara í efni

Umsókn um leyfi vegna girðingar við Hafnargötu 7

Málsnúmer 1910016

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 380. fundur - 31.10.2019

Lagt fram erindi frá Marz Sjávarafurðum ehf. þar sem óskað er eftir leyfi til að setja upp girðingu við Hafnargötu 7 (nú Frúarstígur 7) í samræmi við teikningar sem liggja fyrir fundinum.
Skv. f lið greinar 2.3.5 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 eru girðingar, allt að 1,8 m á hæð og eru ekki nær lóðarmörkum en 1,8 m, undanþegnar byggingarleyfi, enda séu slíkar girðingar ekki í ósamræmi við gildandi deiliskipulag. Skv. sama f-lið má reisa girðingar í sömu fjarlægð frá lóðarmörkum og hæð þeirra er, allt að 1,8 m. Með öðrum orðum, ef girðing er 1,0 m á hæð, má hún vera 1,0 m frá lóðarmörkum, án byggingarleyfis og án samþykkis aðliggjandi lóðarhafa. Þá kemur fram í grein 7.2.3 í byggingarreglugerð að hæð girðinga á lóðarmörkum, skuli vera í samræmi við skipulagsskilmála.

Í fyrirliggjandi deiliskipulagi (deiliskipulagi miðbæjar vestan Aðalgötu í Stykkishólmi) kemur fram að samráð skuli haft við byggingaryfirvöld hvað varðar girðingu á lóðarmörkum sem snýr að almenningstorgi, en sú girðing skal vera 0,6 m. Ekki er sérstaklega getið um takmarkanir varðandi girðingum að öðru leyti.

Með vísan til framanritaðs gerir skipulags- og byggingarnefnd ekki athugasemd fyrir sitt leyti að umrædd girðing verði sett upp við Hafnargötu 7/Frúarstíg 7 að því gefnu að umferðaröryggi sé tryggt.

Erindinu var frestað í bæjarráði þar sem lóðarleigusamningur lá ekki fyrir fundinum, en þinglýstur lóðarleigusamningur er lagður fyrir bæjarstjórn. Í því ljósi er málið lagt fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu.
Bæjarstjórn tekur undir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar og samþykkir að umrædd girðing verði sett upp við Hafnargötu 7/Frúarstíg 7 að því gefnu að umferðaröryggi sé tryggt.

Til máls tóku:HH og RMR
Getum við bætt efni síðunnar?