Fara í efni

Staða öldrunarþjónustu í Stykkishólmi

Málsnúmer 1910045

Vakta málsnúmer

Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 2. fundur - 19.11.2019

Markmið laga um málefni aldraðra er að tryggja að aldraðir eigi völ á þeirri heilbrigðis- og félagsþjónustu sem þeir þurfa á að halda og að hún sé veitt á því þjónustustigi sem er eðlilegast miðað við þarfir hvers og eins. Einnig er markmið laganna að aldraðir geti eins lengi og unnt er búið við eðlilegt heimilislíf en sé jafnframt tryggð stofnanaþjónusta þegar hennar er þörf, en ábyrgð og rekstur öldrunarþjónustu skiptist á milli ríkis og sveitarfélaga.

Farið yfir öldrunarþjónustu í Stykkishólmi þar sem lögð verður áhersla á heimaþjónustu, en heimaþjónusta er samheiti fyrir heimahjúkrun sem veitt er af Heilbrigðisstofnun Vesturlands og félagslega heimaþjónustu sem veitt er sameiginlega af sveitafélögum á Snæfellsnesi í gegnum Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga. Þá eru lögð fram gögn í tenglum við öldrunarþjónustu, þ.m.t. þjónusturamma heimahjúkrunar HVE og upplýsingar frá Forstöðumaður Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga um stöðu heimaþjónustu FSS í Stykkishólmi.
Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni síðunnar?