Fara í efni

Erindi frá Eflingu Stykkishólms

Málsnúmer 2004002

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 2. fundur - 20.04.2020

Lagt fram erindi frá stjórn Eflingar Stykkishólms, dags. 2. apríl 2020, þar leitað er eftir samstarfi við Stykkishólmsbæ til þess að styðja við ferðaþjónustu og ferðaþjónustutengdar greinar í Stykkishólmi um leið og það er tímabært.

Á 611. fundi bæjarráðs var Eflingu Stykkishólms þakkað erindið og greinargóðar upplýsingar. Þá tók bæjarráð jákvætt í samvinnu og samstarf við atvinnulífið í Stykkishólmi, nú sem endra nær, og sér í lagi á tímum sem þessum þar sem forsendubrestur vegna tekjufalls er staðreynd hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu.

Bæjarráð benti jafnframt á að í vinnslu eru tillögur að fjárhagslegum og samfélagslegum aðgerðum Stykkishólmsbæjar til viðspyrnu og varna vegna COVID-19, þar sem sérstaklega er vikið að ferðaþjónustu.

Bæjarráð vísaði að lokum erindinu til umsagnar í atvinnu- og nýsköpunarnefnd.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur undir erindi stjórnar Eflingar Stykkishólms, dags. 2. apríl 2020, og telur mikilvægt að undirbúnar verði aðgerðir til að styðja við ferðaþjónustu og ferðaþjónustutengdar greinar í Stykkishólmi sem hægt er að hrinda í framkvæmd um leið og markaðurinn verður móttækilegur á ný.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 3. fundur - 22.05.2020

Sara Hjörleifsdóttir, sem situr í stjórn Eflingar Stykkishólms, gerir grein fyrir markaðsátaki sem félagið, með fjárstuðningi Stykkishólmsbæjar, hefur hrundið af stað til eflingar ferðaþjónustu í Stykkishólmi og nágreni. Í átakinu er jafnfram áhersla á kynningu á Stykkishólmi og dregnir fram kostir þess að búa og dvelja í Stykkishólmi.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnar átaki Eflingar Stykkishólms og hvetur alla Hólmara og velunnara Stykkishólms að vekja athygli á átakinu og nýta sér þá fjölbreyttu þjónustu sem boðið er upp á í Stykkishólmi. Þá hvetur atvinnu- og nýsköpunarnefnd frumkvöðla og fyrirtæki í Stykkishólmi að sækja um stuðning í Sóknaráætlun Vesturlands og nýta sér þjónustu Markaðsstofu Vesturlands.
Getum við bætt efni síðunnar?