Fara í efni

Tillögur að aðhaldsaðgerðum í Leikskóla Stykkishólms

Málsnúmer 2004029

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 3. fundur - 22.05.2020

Lagðar fram tillögur að aðhaldsaðgerðum vegna endurskoðunar fjárhagsáætlunar í kjölfar COVID-19. M.a. er lagt til að fresta styttingu sumarlokunar Leikskólans.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd telur ekki ráðlagt að fresta styttingu sumarlokunar leikskólans þar sem slíkt getur gert atvinnulífi bæjarins erfitt fyrir, sem nú þegar stendur völtum fótum, sökum áhrifa af COVID-19. Mörg börn hafa misst daga úr hefðbundnu skólastarfi og kann það að hafa haft áhrif á orlofsstöðu einhverra foreldra fyrir sumarið, sem jafnvel hafa þurft að ganga á orlofsdaga sína. Jafnframt má ætla að foreldrar hafi gert áætlanir um fyrirhugað sumfrí í samráði við sína vinnuveitendur, á fyrstu mánuðum ársins, í samræmi við þegar boðaða fjögurra vikna lokun leikskólans. Við ákvörðun af þessu tagi þarf að vega og meta þá hagsmuni sem undir eru og verður að telja að hagsmunir fjölskyldna og atvinnulífsins vegi þungt og þyngra en þeir fjárhagslegu hagmunir sem aðhaldsaðgerðunum er ætlað að mæta.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur til við bæjarstjórn að framfylgja fyrirhuguðum áætlunum um að stytta sumarlokun leikskólans til að styðja við atvinnulífið og mæta þörfum fjölskyldna.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 4. fundur - 10.09.2020

Lagðar fram athugasemdir leikskólastjórnenda um bókun Atvinnu- og nýsköpunarnefndar Stykkishólmsbæjar vegna sumarlokunar í Leikskólanum í Stykkishólmi, sbr. fund nefndarinnar 22. maí 2020.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd þakkar athugasemdir leikskólastjórnenda og vill taka fram að í bókun frá 22. maí 2020 var nefndin ekki að taka afstöðu eða gagnrýna fagleg störf leikskólans og leikskólastjórnenda enda er það ekki hlutverk nefndarinnar.
Getum við bætt efni síðunnar?