Fara í efni

Laufásvegur 4 - Heitur pottur

Málsnúmer 2005087

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 6. fundur - 11.09.2020

Sigurbjartur Loftsson sækir um að setja heitan pott á sólpall, en með erindinu fylgdu einnig reyndarteikningar af sólpalli.
Skv. e lið greinar 2.3.5 í byggingarreglugerð er gerð palla við jarðvegsyfirborð á lóðum, sem ekki rísa hærra en 0,3 m frá því yfirborði sem fyrir var, flokkað sem minniháttar framkvæmdir sem undanþegnar eru byggingarleyfi, enda séu þær ekki í ósamræmi við deiliskipulag.
Pallur úr brennanlegu efni má þó ekki vera nær lóðarmörkum aðliggjandi lóðar en 1,0 m.
Skv. grein 12.10.4 í byggingarreglugerð um „Varnir gegn drukknun“, segir að heitir pottar skuli búnir öryggisbúnaði sem tryggir að börn og fullorðnir geti ekki fallið í þá. Setlaugar á lóðum íbúðar- og frístundahúsa skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær með, þegar þær eru ekki í notkun. Barmur setlaugar skal vera a.m.k. 0,40 m yfir göngusvæði umhverfis hana. Brunnlok skulu vera fest og þannig frágengin að börn geti ekki opnað þau.

Byggingarfulltrúi gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við heitan pott, enda verði við framkvæmd verksins fylgt ákvæðum byggingarreglugerðar um „varnir gegn drukknun“ sbr. grein 12.10.4, heldur ekki athugasemd við reyndarteikningar af sólpalli, enda sé hann ekki staðsettur nær aðliggjandi lóðarmörkum en 1,0 m.

Erindi samþykkt.
Getum við bætt efni síðunnar?