Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

6. fundur 11. september 2020 kl. 14:45 - 15:45 Í gegnum fjarfundarbúnað
Nefndarmenn
  • Jökull Helgason byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Grétar Jónasson (SGJ) starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Jökull Helgason Byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Skólastígur 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2006044Vakta málsnúmer

Ellert Kristinsson sækir um leyfi fyrir geymsluskúr skv. aðaluppdráttum frá Hjörleifi Sigurþórssyni dags. 11.06.2020.
Stærð hússins er 4 x 6 m eða 24 m2 og 94,3 m3. Vegghæð er 2,73 m og mænishæð 4,73 m.

Óveruleg breyting á deiliskipulagi miðbæjar Stykkishólms var grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 6. júlí til og með 4. ágúst fyrir eigendum Hafnargötu 9. Engar athugasemdir bárust.

Húsið verður byggt á steinsteyptum sökklum og gólfplötu en burðarvirki hússins er úr timbri.
Húsið fellur ekki undir g-lið (smáhýsi á lóð) né i-lið (lítið hús á lóð) greinar 2.3.5 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 um minniháttar framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi þ.e. tilkynningarskyldar framkvæmdir og er því byggingarleyfisskylt.

Í ljósi þess að fyrirhugaður geymsluskúr er í samræmi við ákvæði deiliskipulags fyrir svæðið, „Stykkishólmur Miðbær“, A-reit, er erindið samþykkt.

2.Ægisgata 11- Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2009018Vakta málsnúmer

Sótt er um leyfi til að skipta um glugga í húsinu, sem verða timbur/ál gluggar, breyta björgunaropum til að þau standist ákvæði reglugerðar um stærð, klæða aðalhæð hússins að utan með báruáli, en neðri hæð verður klædd með lerki klæðningu.
Skv. c lið greinar 2.3.5 í byggingarreglugerð eru minniháttar framkvæmdir við viðhald bygginga að utan, þegar notað er eins eða sambærilegt efni og frágangur er þannig að útlit byggingar er ekki breytt, undanþegnar byggingarleyfi, enda séu þær ekki í ósamræmi við deiliskipulag.
Um er að ræða glugga úr timbri/áli og verða björgunarop á gluggum í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar.
Erindið samþykkt.

Skv. kafla 2.3 um byggingarleyfisskyldar framkvæmdir í byggingarreglugerð nr. 112/2012, segir í grein 2.3.4:
Breyting er varðar útlit eða form mannvirkis. Varði breyting á mannvirki útlit þess og form skal leita samþykkis hlutaðeigandi skipulagsnefndar áður en byggingarleyfi er veitt enda liggi ekki fyrir samþykkt deiliskipulag sem heimilar breytinguna. Ekki þarf að leita slíks samþykkis sé breytingin óveruleg.
Að mati byggingarfulltrúa er breytingin óveruleg og því ekki þörf á að leita samþykkis skipulagsnefndar vegna málsins.

Erindið samþykkt.

3.Ægisgata 1 - Rif á stoðveggjum, gerð nýrra stoðveggja, uppsetning glerhandriða

Málsnúmer 2006015Vakta málsnúmer

Erindi frá Sigurbjarti Loftssyni aðalhönnuði f.h. Guðbrands Björgvinssonar vegna Ægisgötu 1 í Stykkishólmi.
Um er að ræða færslu og breytingu á staðsetningu stoðveggja á lóð Ægisgötu 1, auk uppsetningu glerhandriða.

Óskað er eftir niðurrifi og færslu á stoðveggjum sem þegar hafa verið steyptir á móts við Ægisgötu 3. Nýir stoðveggir verða steyptir innan lóðar Ægisgötu 1.
Þá er sótt um glerveggi, um 90 cm á hæð, sem verða handrið á stoðveggjum að norðanverðu á móts við Austurgötu 12.
Forsaga málsins er sú að í lok árs 2019 voru steyptir stoðveggir á lóð Ægisgötu 1 á móts við lóðarmörk lóðanna Austurgötu 12 (lóð Skelverksmiðjunnar), Ægisgötu 3, og á móts við Ægisgötu 5 þar sem sveitarfélagið á aðliggjandi land. Veggirnir voru steyptir í tengslum við byggingu nýs íbúðarhúss á lóðinni.
Í ljós kom að stoðveggirnir voru ekki staðsettir eins og til stóð sbr. uppdrætti og voru þeir m.a. inn fyrir lóðarmörk Ægisgötu 3.
Með bréfi byggingarfulltrúa dags. 20.01.2020 voru allar frekari framkvæmir við stoðveggina stöðvaðar á meðan málið væri til frekari skoðunar hjá sveitarfélaginu sbr. 1. mgr. 55. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.

Þar sem ekki er samþykki fyrir stoðvegg á lóðarmörkum á móts við Ægisgötu 3, þarf hann að færast innar í lóð, eða hæð sína frá lóðarmörkum.
Með erindinu fylgja uppdrættir dags. 26.06.2020 með síðari breytingum, sem sýna hæð og staðsetningu nýrra stoðveggja og fjarlægð þeirra frá lóðarmörkum.

Skv. byggingarreglugerð gilda m.a. eftirfarandi reglur um stoðveggi á lóðum og lóðarmörkum:

Skv. f lið greinar 2.3.5 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 eru girðingar, allt að 1,8 m á hæð og sem eru ekki nær lóðarmörkum en 1,8 m, undanþegnar byggingarleyfi.

Samkvæmt sömu grein 2.3.5 í byggingarreglugerð, má reisa girðingar í sömu fjarlægð frá lóðarmörkum og hæð þeirra er, allt að 1,8 m.

Lóðarhöfum samliggjandi lóða er heimilt án byggingarleyfis að reisa girðingu eða skjólvegg allt að 1,8 m að hæð á lóðarmörkum, enda leggi þeir fram hjá leyfisveitanda undirritað samkomulag þeirra um framkvæmdina.

Ef girðingar og skjólveggir falla ekki undir f lið greinar 2.3.5 í byggingarreglugerð, skal sækja um byggingarleyfi fyrir þeim, en skv. þessari grein er átt við að sækja þurfi um byggingarleyfi fyrir girðingum og skjólveggjum, hærri en 1,8m á hæð.

Allar girðingar og skjólveggir á lóðarmörkum, eru háðar samþykki beggja lóðarhafa, óháð hæð skv. grein 7.2.3.

Í ljósi rangrar staðsetningar á stoðvegg Ægisgötu 1, sem snýr að lóð Ægisgötu 3 og sem steyptur var í lok árs 2019, hefur hönnuður f.h. eiganda, lagt fram nýjan uppdrátt sem sýnir breytta staðsetningu stoðveggjar og sem fellur að ákvæðum byggingarreglugerðar.
Skv. uppdrættinum verður eldri stoðveggur fjarlægður, nýr steyptur á móts við Ægisgötu 3, auk þess sem setja á fallvörn á hluta stoðveggja (á móts við Austurgötu 12), vegna fallhættu.

Rétt er að mati byggingarfulltrúa að kynna framkvæmdina fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóðar.
Glerveggir/handrið ofaná steypta lóðarveggi á móts við Austurgötu 12, eru byggingarleyfisskyld framkvæmd sbr. grein 2.3.5 í byggingarreglugerð.

Í ljósi þess að ekki liggur fyrir deiliskipulag fyrir Ægisgötu, er erindinu vísað til skipulagsnefndar til ákvörðunar um grenndarkynningu.

4.Ásklif 4A - tilkynnt leyfi

Málsnúmer 2009034Vakta málsnúmer

Queen Eider óskar eftir að klæða yfir báða glugga á suðurhlið bílskúrs við Ásklif 4A
Skv. kafla 2.3 um byggingarleyfisskyldar framkvæmdir í byggingarreglugerð nr. 112/2012, segir í grein 2.3.4:
Breyting er varðar útlit eða form mannvirkis. Varði breyting á mannvirki útlit þess og form skal leita samþykkis hlutaðeigandi skipulagsnefndar áður en byggingarleyfi er veitt enda liggi ekki fyrir samþykkt deiliskipulag sem heimilar breytinguna. Ekki þarf að leita slíks samþykkis sé breytingin óveruleg.

Að mati byggingarfulltrúa er breytingin óveruleg, hún hafi ekki áhrif á burðarvirki hússins, hún hafi ekki áhrif á hagsmuni nágranna eða götumynd og því sé ekki þörf á að leita samþykkis skipulagsnefndar vegna málsins.

Erindið samþykkt.

5.Laufásvegur 4 - Heitur pottur

Málsnúmer 2005087Vakta málsnúmer

Sigurbjartur Loftsson sækir um að setja heitan pott á sólpall, en með erindinu fylgdu einnig reyndarteikningar af sólpalli.
Skv. e lið greinar 2.3.5 í byggingarreglugerð er gerð palla við jarðvegsyfirborð á lóðum, sem ekki rísa hærra en 0,3 m frá því yfirborði sem fyrir var, flokkað sem minniháttar framkvæmdir sem undanþegnar eru byggingarleyfi, enda séu þær ekki í ósamræmi við deiliskipulag.
Pallur úr brennanlegu efni má þó ekki vera nær lóðarmörkum aðliggjandi lóðar en 1,0 m.
Skv. grein 12.10.4 í byggingarreglugerð um „Varnir gegn drukknun“, segir að heitir pottar skuli búnir öryggisbúnaði sem tryggir að börn og fullorðnir geti ekki fallið í þá. Setlaugar á lóðum íbúðar- og frístundahúsa skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær með, þegar þær eru ekki í notkun. Barmur setlaugar skal vera a.m.k. 0,40 m yfir göngusvæði umhverfis hana. Brunnlok skulu vera fest og þannig frágengin að börn geti ekki opnað þau.

Byggingarfulltrúi gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við heitan pott, enda verði við framkvæmd verksins fylgt ákvæðum byggingarreglugerðar um „varnir gegn drukknun“ sbr. grein 12.10.4, heldur ekki athugasemd við reyndarteikningar af sólpalli, enda sé hann ekki staðsettur nær aðliggjandi lóðarmörkum en 1,0 m.

Erindi samþykkt.

Fundi slitið - kl. 15:45.

Getum við bætt efni síðunnar?