Fara í efni

Laufásvegur 13 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2006014

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 2. fundur - 24.06.2020

Sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhús, stærð 4,5 x 5,92 m, samtals 26,8 m2 / 88,5 m3.
Sökklar og gólfplata eru steinsteypt, útveggir eru timburgrind, klæddir viðarklæðningu. Þak er einhalla úr timbri, klætt báruklæðningu.
Viðbygging samræmist deiliskipulagi „Stykkishólmur - miðbær“ sbr. breyting dags. 20.11.2019.

Skv. grein 2.3.5 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 segir um minniháttar framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi.
Eftirfarandi framkvæmdir og breytingar eru undanþegnar byggingarleyfi enda séu þær í samræmi við deiliskipulag:
Liður-h:
Viðbyggingar. Ein viðbygging við mannvirki þar sem eftirfarandi kröfur eru uppfylltar:
1. Viðbyggingin er innan byggingarreits.
2. Flatarmál viðbyggingar er að hámarki 40 m².
3. Viðbyggingin er á einni hæð.
Tilkynna skal fyrirhugaða framkvæmd til leyfisveitanda.

Byggingaráform um tilkynnta framkvæmd samþykkt.
Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
byggingarfulltrúa.
Getum við bætt efni síðunnar?