Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

2. fundur 24. júní 2020 kl. 10:00 Í gegnum fjarfundarbúnað
Nefndarmenn
  • Jökull Helgason byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Grétar Jónasson (SGJ) starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Jökull Helgason Byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Girðing á lóðarmörkum

Málsnúmer 2005085Vakta málsnúmer

Sigurður Rúnar Oddson sækir um leyfi til þess að fá að reisa girðingu á mörkum lóða Borgarflatar 7 og opins svæðis í eigu Stykkishólmsbæjar. Girðingin á að vera 1,80 m á hæð og staðsett á lóðarmörkum.

Eftirfarandi reglur gilda m.a. um stoðveggi á lóðum og lóðarmörkum:

*Skv. f lið greinar 2.3.5 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 eru girðingar, allt að 1,8 m á hæð og sem eru ekki nær lóðarmörkum en 1,8 m, undanþegnar byggingarleyfi.
*Samkvæmt sömu grein 2.3.5 í byggingarreglugerð, má reisa girðingar í sömu fjarlægð frá lóðarmörkum og hæð þeirra er, allt að 1,8 m.
*Lóðarhöfum samliggjandi lóða er heimilt án byggingarleyfis að reisa girðingu eða skjólvegg allt að 1,8 m að hæð á lóðarmörkum, enda leggi þeir fram hjá leyfisveitanda undirritað samkomulag þeirra um framkvæmdina.
*Ef girðingar og skjólveggir falla ekki undir f lið greinar 2.3.5 í byggingarreglugerð, skal sækja um byggingarleyfi fyrir þeim, þ.e.a.s. sækja þarf um byggingarleyfi fyrir girðingum og skjólveggjum, hærri en 1,8 m á hæð.
*Allar girðingar og skjólveggir á lóðarmörkum, eru háðar samþykki beggja lóðarhafa, óháð hæð skv. grein 7.2.3.

Byggingarfulltrúi gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við að reist verði girðing á lóðarmörkum, en bendir á að sækja þarf um leyfi sveitarstjórnar Stykkishólms sem lóðarhafa aðliggjandi lands ef girðing er staðsett nær lóðarmörkum en sem nemur hæð sinni og að fylgja þarf reglum um hæð og fjarlægð frá lóðarmörkum.

Erindinu vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.

2.Laufásvegur 13 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2006014Vakta málsnúmer

Sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhús, stærð 4,5 x 5,92 m, samtals 26,8 m2 / 88,5 m3.
Sökklar og gólfplata eru steinsteypt, útveggir eru timburgrind, klæddir viðarklæðningu. Þak er einhalla úr timbri, klætt báruklæðningu.
Viðbygging samræmist deiliskipulagi „Stykkishólmur - miðbær“ sbr. breyting dags. 20.11.2019.

Skv. grein 2.3.5 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 segir um minniháttar framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi.
Eftirfarandi framkvæmdir og breytingar eru undanþegnar byggingarleyfi enda séu þær í samræmi við deiliskipulag:
Liður-h:
Viðbyggingar. Ein viðbygging við mannvirki þar sem eftirfarandi kröfur eru uppfylltar:
1. Viðbyggingin er innan byggingarreits.
2. Flatarmál viðbyggingar er að hámarki 40 m².
3. Viðbyggingin er á einni hæð.
Tilkynna skal fyrirhugaða framkvæmd til leyfisveitanda.

Byggingaráform um tilkynnta framkvæmd samþykkt.
Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
byggingarfulltrúa.

3.Ægisgata 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2006015Vakta málsnúmer

Sótt er um breytingar utanhúss frá áður samþykktu byggingarleyfi, en í breytingunni felst að klæða húsið með áli í stað múrkerfis.
Skv. kafla 2.3 um byggingarleyfisskyldar framkvæmdir í byggingarreglugerð nr. 112/2012, segir m.a. í grein 2.3.4:
Breyting er varðar útlit eða form mannvirkis. Varði breyting á mannvirki útlit þess og form skal leita samþykkis hlutaðeigandi skipulagsnefndar áður en byggingarleyfi er veitt enda liggi ekki fyrir samþykkt deiliskipulag sem heimilar breytinguna. Ekki þarf að leita slíks samþykkis sé breytingin óveruleg. Til að breyting á mannvirki geti talist óveruleg má hún ekki skerða hagsmuni nágranna, t.d. hvað varðar útsýni, skuggavarp eða innsýn, ekki breyta eða hafa áhrif á götumynd.

Skv. c-lið, greinar 2.3.5. í byggingarreglugerð segir að minniháttar framkvæmdir, svo sem endurnýjun veggklæðninga utanhúss (viðhald), þegar notað sé eins eða sambærilegt efni og fyrir var, einnig nýklæðning þegar byggðra bygginga, séu undanþegnar byggingarleyfi, enda séu þær í samræmi við deiliskipulag.

Skv. aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 er fjallað um götumyndir, ásýndir húsa og efnisval.

Í ljósi þess að ekki liggur fyrir deiliskipulag fyrir Ægisgötu, er erindinu vísað til umsagnar skipulagsnefndar.

4.Skólastígur 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2006044Vakta málsnúmer

Ellert Kristinnsson sækir um leyfi fyrir geymsluskúr 24 m2 / 89,5 m3.
Vegghæð er 2,73 m (salarhæð min) og mænishæð 4,98 m (salarhæð max). ATH 4,73 skv. sniði C-C skv. aðaluppdrætti.
Húsið fellur ekki undir g-lið (smáhýsi á lóð) né i-lið (lítið hús á lóð) greinar 2.3.5 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 um minniháttar framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi.
Í ljósi þess að staðsetning geymsluskúrsins er ekki í samræmi við deiliskipulag svæðisins er erindinu vísað til skipulagsnefndar.

5.Nesvegur 20 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2005083Vakta málsnúmer

Sótt er um leyfi til að endurnýja klæðningu á hluta af húsinu og á sama tíma breyta gluggum á þeim hluta.
Skv. kafla 2.3 um byggingarleyfisskyldar framkvæmdir í byggingarreglugerð nr. 112/2012, segir í grein 2.3.4:
Breyting er varðar útlit eða form mannvirkis. Varði breyting á mannvirki útlit þess og form skal leita samþykkis hlutaðeigandi skipulagsnefndar áður en byggingarleyfi er veitt enda liggi ekki fyrir samþykkt deiliskipulag sem heimilar breytinguna. Ekki þarf að leita slíks samþykkis sé breytingin óveruleg. Til að breyting á mannvirki geti talist óveruleg má hún ekki skerða hagsmuni nágranna, t.d. hvað varðar útsýni, skuggavarp eða innsýn, ekki breyta eða hafa áhrif á götumynd.

Skv. c-lið, greinar 2.3.5. í byggingarreglugerð segir að minniháttar framkvæmdir, svo sem endurnýjun veggklæðninga utanhúss og glugga (viðhald), þegar notað sé eins eða sambærilegt efni og fyrir var og útlit byggingar ekki breytt eða breyting sé óveruleg, einnig nýklæðning þegar byggðra bygginga, séu undanþegnar byggingarleyfi, enda séu þær í samræmi við deiliskipulag.

Skv. aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 er fjallað um götumyndir, ásýndir húsa og efnisval.

Í ljósi þess að ekki er í gildi deiliskipulag fyrir Nesveg 20, er erindinu vísað til umsagnar skipulagsnefndar.

6.Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2003003Vakta málsnúmer

Tekin er fyrir umsókn Svövu Pétursdóttur sem sækir um stöðuleyfi fyrir matarvagni (ískofi) á hafnarsvæðinu Stykkishólms

Erindið var tekið fyrir á 88. fundi hafnarnefndar Stykkishólms þann 02.06.2020 sem samþykkti erindið.
Byggingafulltrúi samþykkir að veita stöðuleyfi.

7.Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2006028Vakta málsnúmer

Kóngurinn ehf sækir um stöðuleyfi fyrir pylsuvagn við Hólmgarð í Stykkishólmi.
Byggingafultrúi samþykkir að veita stöðuleyfi.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?