Fara í efni

Umhverfisverðlaun Stykkishólms

Málsnúmer 2007009

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd - 2. fundur - 27.09.2023

Umhverfis- og Náttúruverndarnefnd leggur fram tillögur sínar að handhöfum umhverfisverðlauna Stykkishólms fyrir árið 2023.



Umhverfisverðlaunin eru veitt sem viðurkenning til einstaklinga og fyrirtækja í Stykkishólmi fyrir fallega og vel hirta garða og fyrir snyrtilegt umhverfi. Við mat á snyrtilegu umhverfi er m.a. tekið mið af hönnun garða og umhverfis, viðhaldi mannvirkja, þ.m.t. girðinga, almenna umgengni, heildarmynd, frágangi bygginga og geymslu tækja og áhalda.



Viðurkenningin er hugsuð sem hvatning til bæjarbúa um að huga vel að nærumhverfi sínu og verðlauna íbúa og fyrirtæki sem þykja skara fram úr á þessu sviði í Stykkishólmi.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd samþykkir að veita Höfðagötu 15 umhverfisverðlaun 2023.
Getum við bætt efni síðunnar?