Fara í efni

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd

2. fundur 27. september 2023 kl. 15:00 - 16:12 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Gísli Pálsson formaður
  • Anna Margrét Pálsdótir aðalmaður
  • Nanna Guðmundsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Pálsson formaður
Dagskrá

1.Stjórn Náttúrustofu Vesturlands - 3

Málsnúmer 2302003FVakta málsnúmer

Lögð fram 3. fundargerð stjórnar Náttúrustofu Vesturlands.
Lagt fram til kynningar.

2.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar

Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer

Lagðar fram síðustu fundargerðir Breiðafjarðanefndar.
Lagt fram til kynningar.

3.Ályktun Skógræktarfélags Íslands - Skógarreitir og græn svæði innan byggðar

Málsnúmer 2309012Vakta málsnúmer

Lögð fram ályktun og áskorun Skógræktarfélags Íslands sem send var á öll sveitarfélög landsins.
Lagt fram til kynningar.

4.Samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038

Málsnúmer 2306027Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá Vegagerðinni sem greinir frá grófri verk- og tímaáætlun vegna framkvæmda við Skógarstrandarveg.
Lagt fram til kynningar.

5.Rannsóknir á urriðastofnum Hraunsfjarðarvatns og Baulárvallavatns

Málsnúmer 2308001Vakta málsnúmer

Lögð fram rannsóknarskýrsla á urriðastofnum Hraunsfjarðarvatns og Baulárvallavatns sem unnin var árin 2003 og 2008.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd vísar umræðunni til næsta fundar.

6.Umhverfisverðlaun Stykkishólms

Málsnúmer 2007009Vakta málsnúmer

Umhverfis- og Náttúruverndarnefnd leggur fram tillögur sínar að handhöfum umhverfisverðlauna Stykkishólms fyrir árið 2023.



Umhverfisverðlaunin eru veitt sem viðurkenning til einstaklinga og fyrirtækja í Stykkishólmi fyrir fallega og vel hirta garða og fyrir snyrtilegt umhverfi. Við mat á snyrtilegu umhverfi er m.a. tekið mið af hönnun garða og umhverfis, viðhaldi mannvirkja, þ.m.t. girðinga, almenna umgengni, heildarmynd, frágangi bygginga og geymslu tækja og áhalda.



Viðurkenningin er hugsuð sem hvatning til bæjarbúa um að huga vel að nærumhverfi sínu og verðlauna íbúa og fyrirtæki sem þykja skara fram úr á þessu sviði í Stykkishólmi.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd samþykkir að veita Höfðagötu 15 umhverfisverðlaun 2023.
Guðrún M. Magnúsdóttir, verkefnastjóri Umhverfisvottunar Snæfellsness, kemur inn á fundinn.

7.Umhverfis- og loftslagamál

Málsnúmer 2211025Vakta málsnúmer

Guðrún M. Magnúsdóttir, verkefnastjóri Umhverfisvottunar Snæfellsness, kemur til fundar við nefndina og fjallar um stefnu sveitarfélagsins í loftslagsmálum.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd þakkar verkefnastjóra fyrir greinargóða yfirferð og fagnar því góða starfi sem þar er unnið.
Guðrún M. Magnúsdóttir, verkefnastjóri Umhverfisvottunar Snæfellsness, víkur af fundi.

8.Geymslusvæði Stykkishólms

Málsnúmer 2309014Vakta málsnúmer

Að beiðni nefndarmanns er umgengni við geymslusvæði Stykkishólms tekin til umræðu.
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd bendir á umgengnisreglur í reglum sveitafélagsins fyrir geymslusvæði, sér í lagi 8. gr. og 11. gr., en í 8. gr. er m.a. tiltekið að hlutir sem geymdir eru á svæðinu mega ekki innihalda mengandi efni eða efni sem hætta er á að
berist um svæðið og umhverfi þess og í 11. gr. er m.a. sérstaklega tiltekið að leigutökum sé skylt að ganga vel og snyrtilega um svæðið. Með vísan til framangreindra reglna og almennra umhverfissjónarmiða hvetur nefndin eigendur á gámasvæði Snoppu að fara eftir þeim reglum sem um svæðið gilda og ganga snyrtilega um svæðið.

9.Nesvegur 22A - Frágangur á lóð

Málsnúmer 2204018Vakta málsnúmer

Að beiðni nefndarmanns er frágangur á framkvæmdasvæðinu við Nesveg 22a tekinn til umræðu.
Lagt fram til kynningar og umræðu.

Fundi slitið - kl. 16:12.

Getum við bætt efni síðunnar?