Fara í efni

Horfur í atvinnulífi í Stykkishólmi næstu mánuði

Málsnúmer 2009021

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 4. fundur - 10.09.2020

Formaður atvinnu- og nýsköpunarnefndar gerði grein fyrir stöðu fyrirtækja í Stykkishólmi næstu mánuði á grundvelli athugunar bæjarskrifstofu Stykkishólms. Þrengingar eru í ferðaþjónustu vegna COVID19, en gæti farið að rofa til með vorinu. Starfsemi í sjávarútvegi hefur dregist saman að undanförnu vegna þrengri útflutningsmarkaða sem skýrist af áhrifum COVIS19. Á móti vegur að staðan í byggingariðnaði er mjög góð og opinber þjónusta og önnur þjónusta er í góðu jafnvægi.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvetur íbúa Stykkishólms að beina viðskiptum sínum til fyrirtækja í Stykkishólmi eftir því sem unnt er og stuðla þannig að því að verja störf sem kunna að vera í hættu.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 5. fundur - 30.11.2020

Formaður atvinnu- og nýsköpunarnefndar gerir grein fyrir stöðu fyrirtækja í Stykkishólmi næstu mánuði á grundvelli athugunar sem nefndin lét gera í liðinni viku.
Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni síðunnar?