Fara í efni

Ásklif 4A - tilkynnt leyfi

Málsnúmer 2009034

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 6. fundur - 11.09.2020

Queen Eider óskar eftir að klæða yfir báða glugga á suðurhlið bílskúrs við Ásklif 4A
Skv. kafla 2.3 um byggingarleyfisskyldar framkvæmdir í byggingarreglugerð nr. 112/2012, segir í grein 2.3.4:
Breyting er varðar útlit eða form mannvirkis. Varði breyting á mannvirki útlit þess og form skal leita samþykkis hlutaðeigandi skipulagsnefndar áður en byggingarleyfi er veitt enda liggi ekki fyrir samþykkt deiliskipulag sem heimilar breytinguna. Ekki þarf að leita slíks samþykkis sé breytingin óveruleg.

Að mati byggingarfulltrúa er breytingin óveruleg, hún hafi ekki áhrif á burðarvirki hússins, hún hafi ekki áhrif á hagsmuni nágranna eða götumynd og því sé ekki þörf á að leita samþykkis skipulagsnefndar vegna málsins.

Erindið samþykkt.
Getum við bætt efni síðunnar?