Fara í efni

Fákaborg 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2009048

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 8. fundur - 28.10.2020

Nadine E. Walter og Ragnar Ingi Sigurðsson, Laufásvegi 1, Stykkishólmi, sækja um leyfi fyrir stækkun á hesthúsi.
Um er að ræða hesthús með steinsteyptum sökklum og gólfplötu, burðarvirki útveggja og þaks er úr timbri. Húsið er einn matshluti, þrjár sjálfstæðar fasteignir með þremur fasteignanúmerum í eigu þriggja aðila. Í gildi er þinglýst eignaskiptayfirlýsing frá árinu 1991. Lóðin er leigulóð í eigu Stykkishólmsbæjar skv. lóðarleigusamningi frá árinu 1991.

Sótt er um stækkun fasteignar 01-0101, fasteignanúmer F2220707, en núverandi stærð er skráð 43 m2 skv. Þjóðskrá Íslands. Í breytingunni felst að fasteignin 01-0101 stækkar um 5,85 m til suðausturs, stækkunin er því 5,85 x 8,64m = 50,54 m2 að brúttó grunnfleti.
Heildarstærð fasteignar 01-0101 verður eftir breytingu 93,9 m2 að grunnfleti og 335,2 m3 skv. skráningartöflu sem fylgir með aðaluppdráttum. Stækkun hússins er innan byggingarreits skv. deiliskipulagi. Með erindinu fylgdu aðaluppdrættir útgefnir dags. 27.10.2020, unnir af Sigurbjarti Loftssyni þar sem fram kemur að húsið Fákaborg 10 er einn matshluti, þrjú rýmisnúmer/þrjár fasteignir.
Um er að ræða framkvæmd sem er í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins sem auglýst var í B-deild stjórnartíðinda þann 29.06.2020 og því er ekki þörf á að leita samþykkis skipulagsnefndar vegna málsins sbr. grein 2.3.4, kafla 2.3 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skv. c-lið greinar 2.4.1 í byggingarreglugerð skal með umsókn um byggingarleyfi leggja fram samþykki meðeiganda hússins.
Skv. 30. grein fjöleignahúsalaga nr. 26/1994 segir að allir eigendur þurfi að samþykkja breytingar á húsi sé um að ræða stækkun á húsi eins og hér um ræðir.

Í gildi er þinglýst eignaskiptayfirlýsing frá 01.09.1991. Þar kemur fram prósentuskipting/hlutfallstölur hverrar eignar í matshlutanum. Stækkun hússins breytir hlutfallstölum eigenda sem gera þarf grein fyrir með nýrri eignaskiptayfirlýsingu.
Þó er rétt að geta þess að skv. 5. grein reglugerðar nr. 910/2000 „um eignaskiptayfirlýsingar, útreikning hlutfallstalna ofl. í fjöleignahúsum", eru einföld fjöleignahús svo sem samtengd raðhús, undanþegin gerð eignaskiptayfirlýsingar, þegar skipting húss og réttarstaða eigenda liggur ljós fyrir. Ef ekki verður gerð ný eignaskiptayfirlýsing vegna stækkunar hússins, þarf að aflýsa þeirri sem fyrir er í þinglýsingarbókum sýslumanns.

Eins og fram hefur komið er húsið Fákaborg 10, einn matshluti en skv. aðaluppdráttum virðist sem verið sé að fjölga matshlutum um 2 þ.e. úr 1 í 3. Í reglum og leiðbeiningum Fasteignamats ríkisins og byggingarfulltrúa, grein 1.2, segir efnislega að hvert sjálfstætt mannvirki sé 1 matshluti nema þegar rök mæla með öðru skv. ákvæðum byggingarreglugerðar. Gera þarf betur grein fyrir hvernig eigendur hyggjast haga skráningu hússins, með hliðsjón af aðaluppdráttum. Fjölgun matshluta á betur við, ef hver matshluti yrði færður á sína séreignarlóð (núverandi lóð gerð að þremur lóðum), en skv. gildandi deiliskipulagi er um að ræða eina lóð.

Byggingaráform samþykkt með fyrirvara um að lögð verði fram hjá byggingarfulltrúa, yfirlýsing meðeigenda hússins um samþykki vegna fyrirhugaðra framkvæmda svo sem varðandi stækkun hússins, skráningum í Þjóðskrá (ef fjölgun matshluta), og að gerð verði ný eignaskiptayfirlýsing eða gildandi eignaskiptayfirlýsingu aflýst í þinglýsingarbókum.

Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.

Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
Getum við bætt efni síðunnar?